Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Óþarfa utanvega akstur í Mosfellsbæ – ekið á göngustígum í bænum

Stjórn MotoMos hefur verið kallað til fundar við bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þar sem ræða á aukin akstur torfæruhjóla innabæjar og þá sérstaklega á göngustígum bæjarins.  Eru bæjaryfirvöld óhress með það að á sama tíma og komið er til móts við okkur hjólamenn með nýju svæði og braut sem MotoMos hefur haldið úti síðustu ár, að þá hefur aukning orðið á akstri torfæruhjóla á reiðvegum, göngustígum og á svæðum sem ekki flokkast sem svæði fyrir torfæruhjól.  Allur akstur innanbæjar og eða á framangreindum reiðvegum og göngustígum er stranglega bannaður.  Þið sem stundið slíkt getið gert það að verkum að bæjaryfirvöld endurskoði afstöðu sína til akstursvæði fyrir okkur hjólamenn og afturkalli það leyfi sem við höfum.  Það á alls EKKI að hjóla heiman frá sér upp í brautina í MotoMos á hjóli sem er EKKI Á HVÍTU NÚMERI. Motocrosshjól eiga að fara í þar til gerð farartæki upp á brautarstæði og halda sig við Lesa áfram Óþarfa utanvega akstur í Mosfellsbæ – ekið á göngustígum í bænum

MotoMos opin

Óli Gísla tók nokkra galvaska með sér til að grjóthreinsa brautina í morgun og brautin er bara nokkuð góð þó uppstökkin hafi alveg verið betri.  Munið eftir miðum hjá N1  í Moso. Góða skemmtun. 

Black Beach Bakki.

Nú styttist í Black Beach Bakka keppnina,
hér er smá vídeó bútur sem tekinn var af Eyþóri #11
á svæðinu í fyrra:

[flv width=“512″ height=“310″]http://www.motocross.is/video/mxgf/bbb/bbb.flv[/flv]

Black Beach Bakki

Laugardaginn 24. apríl ætlar MotoMos að halda þriggja tíma strandkeppni í landi Bakka rétt vestan við hafnarframkvæmdirnar í Landeyjafjöru og suður af flugvellinum á Bakka.
Keppnin hefst á hádegi og stendur í þrjá tíma. Hægt er að skrá sig í þriggja manna, tveggja manna liðum og einstaklings keppni.
Framkvæmd og fyrirkomulag keppninnar verður svipað og í Klausturskeppnunum. Sér-Íslenski tímatökubúnaðurinn frá Guðjóni verður notaður (eins og á Klaustri), ræst verður með hlaupastarti.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu sæti í öllum flokkum. Einstaklingsverðlaun verða veglegust og síðan koll af kolli.
Skráning hefst í keppnina eftir nokkra daga á  www.motocross.is  og verður tilkynnt með nokkra daga fyrirvara.
Brautin verður á bilinu 10-15 km og lögð á jarðýtum, en brautarlagningarmaðurinn er á leið til Belgíu til að kynna sér Belgískar sandbrautir.

MotoMos Félagsskráning

Félagsgjald fyrir árið 2010 er 4.000 kr.

Veittur er fjölskylduafsláttur til þeirra sem hafa sama lögheimili.
Gjaldið fyrir fjölskyldu er 6.000 kr.

Til að gerast félagsmaður MotoMos þarf að leggja inná reikning
0315-13-301354, kennitala MotoMos er 511202-3530.

Setjið í skýringu með greiðslu, kennitölu þess sem greitt er fyrir.
Ef menn/konur vilja greiða 6.000 kr fyrir alla fjölskylduna, vinsamlega sendið
póst á motomos@internet.is með nafni og kennitölu allra fjölskyldumeðlima.

Félagsskírteinið verður sent innan 2 vikna eftir að  þú hefur greitt.  Ef það berst ekki þá vinsamlegast sendið okkur póst á motomos@internet.is

Íslendingar í Evrópu

Áfram ÍSLAND
Áfram Ísland

Íslenskir motocross ökumenn eins og aðrir íþróttamenn hafa löngum haft þörf fyrir að bera sig saman við þá bestu í heiminum. Raggi og Nonni freistuðu gæfunnar á níunda áratug síðustu aldar og svo hafa nokkrir fylgt í kjölfarið, bæði í motocross og enduro. Á síðustu árum, eftir að Íslendingar hafa orðið fullgildir meðlimir í alþjóðasamfélaginu, eftir inngöngu MSÍ í FIM hefur orðið nokkuð áberandi aukning í þessum útflutningi. Motocross.is heyrði í tveimur ungum ökumönnum sem eru að freista gæfunnar í Evrópu um þessar mundir. Þetta eru þau Aron Ómarsson og Bryndís Einarsdóttir. Lesa áfram Íslendingar í Evrópu