Sérsniðið skyndihjálparnámskeið verður haldið fimmtudaginn 11.03. kl: 19-22 í Reykjavík (staðsetning auglýst síðar). VÍK í samstarfi við strákana
í Slökkviliðinu sem séð hafa um sjúkrabílinn á keppnunum hjá okkur hafa sett saman sérsniðið skyndihjálparnámskeið fyrir hjólafólk. Þetta námskeið
hentar þeim sem stunda æfingar í Moto-Cross, Enduro og eru í ferðamennsku.
Eftirfarandi eru helstu þættir sem farið er í: Lesa áfram Sérsniðið mótorhjóla-skyndihjálparnámskeið
Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos
MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar
Motocross matseðill
Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi hélt fyrirlestur hjá VÍK um daginn um næringu keppenda í motocrossi. Þótti fyrirlesturinn bæði áhugaverður og lærdómsríkur. Fyrir þá sem misstu af eru hér tveir matseðlar sem hún bjó til fyrir mótorhjólamenn og gætu gefið mönnum góðar hugmyndir:
Arftaki Klausturs fundinn
Stjórn VÍK hefur komist að samkomulagi við nýjan aðila um að halda Off-Road challenge í sumar. Brautarstæðið er á Suðurlandinu og er stórglæsileg og í anda Klausturskeppnanna sem haldnar voru í upphafi þessarar aldar. Að sögn formannsins er svæðið gríðarlega spennandi, steinlaust, hólar, hæðir, sandur og annað skemmtilegt.
Nánari upplýsingar verða kynntar fljótlega og skráning hefst hér á vefnum 1.mars á miðnætti.
Skoðanakönnun
Nú er kominn tími á að gera smá könnun á því hvað menn ætla að gera á árinu. Léttar spurningar sem við hvetjum alla til að taka þátt í, munið að það þarf að ýta á VOTE takkann eftir hverja spurningu.
Íþróttamaður Mosfellsbæjar 2009
Í gær fór fram val á íþróttamanni Mosfellsbæjar, það var Kristján golfari sem íþróttamaður bæjarins. Viktor Guðbergsson var valinn akstursíþróttamaður Mosfellsbæjar, en hann var Íslandsmeistari í MX2 í sumar, ásamt því að vera Íslandsmeistari liða með Team Mosó, einnig keppti hann fyrir Íslands hönd á MXON.
Einnig voru heiðraðir fyrir Íslandsmeistaratitla á árinu:
- Einar S Sigurðarson fyrir Íslandsmeistari liða Team Mosó, Íslandsmeistari ískross í báðum flokkum,
- Gunnlaugur Karlsson fyrir Íslandsmeistari liða Team Mosó.
- Friðgeir Óli Guðnason fyrir Íslandsmeistari liða Honda gott lið.
Viktor og Gulli voru einnig heiðraðir fyrir þátttöku sína með landsliði motocross.
Friðgeir Óli Guðnason fékk viðurkenningu sem efnilegasti motocrossmaður Motomos undir 16 ára.
Til hamingju strákar.
Stjórn Motomos.
Keppnisdagatal 2010
[singlepic id=42 w=160 h=120 float=right] Þá hefur MSÍ birt keppnisdagatal fyrir árið 2010. Stóru fréttirnar eru að nú er Íslandsmótí motocrossi í fyrsta sinn á Ólafsfirði, auk þess verður Ís-crossið á fleiri stöðum en á Mývatni.