Motocross.is óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og á næsta ári ætlum við að halda áfram að fjalla um allt sem viðkemur kubbadekkjum á Klakanum. Góðar stundir
Nú eru aðeins fimm dagar til jóla og því er rétt að benda þeim á sem ekki hafa enn fundið jólagjöf fyrir mótothjólamanninn að það komu út tveir DVD hjóladiskar fyrir jólin. Motocross 2009 diskurinn inniheldur allar fimm motocrosskeppnir ársins og er seldur í Púkanum, JHM Sport, Mótó, Hagkaup Skeifunni og Garðabæ og Nítró og útibúum þeirra úti á landi. Einnig er hægt að panta diskinn með því að smella HÉR. Hinn diskurinn inniheldur Ferðina á MXON, Lex Games (tvo þætti) og skemmtiatriðin frá uppskeruhátíð MSÍ. Hann kostar 2.500,- og er eingöngu seldur hérna á netinu og hægt er að panta hann HÉR.
Ferðin á MXON og Lex Games + Aukaefni. Troðfullur DVD diskur sem inniheldur þátt um ferð landsliðsins á Motocross of the Nations keppnina á Ítalíu í október, tvo þætti um Lex Games leikanna sem fram fóru í haust og síðasta en ekki síst Fréttatíma MXTV sem sló í gegn á uppskeruhátíð MSÍ ásamt tónlistarmyndböndum frá keppnisárinu 2009 og MXON keppninni.
Diskurinn verður eingöngu seldur hérna á vefnum. Verð 2.500,- Diskurinn er sendur ókeypis í pósti til kaupenda.
Þessi helgi er búin að vera okkur hjólafólki gríðarlega hagstæð. Veðrið hefur leikið við okkur og við í staðinn getað leikið okkur á drullumöllurunum vítt og breytt amk hér á suðvesturhorninu.
Laugardagurinn var frábær og var fullt af fólki að djöflast í öllum brautum á Bolaöldusvæðinu, slóðarnir voru líka flottir en að sjálfsögðu voru moldarslóðarnir blautir og mikil drulla þar. Vonandi hafa hjólarar farið vel með þau svæði og einbeitt sér að sandinum í Jósepsdalnum. Mosóbrautin var líka opin í gær og náðu hjólarar varla upp í nef sér af ánægju með brautina, menn héldu hreinlega að dagatalið væri vitlaust, það bara gæti ekki verið 21 Nóv og brautirnar í þessu líka flotta ásigkomulagi.
Dagurinn í dag var ekki síðri þó að hann væri aðeins kaldari en í gær. Að sjálfsögðu látum við hjólarar ekki svoleiðis á okkur fá, enda var fullt af fólki að hjóla í Bolaöldum og í Mosó.