Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Gleðileg jól

Gleðileg moto-jól
Gleðileg moto-jól

Motocross.is óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og á næsta ári ætlum við að halda áfram að fjalla um allt sem viðkemur kubbadekkjum á Klakanum. Góðar stundir

f.h. vefnefndar,
Hákon vefstjóri

Korter í jól

DVD diskar ársins
DVD diskar ársins

Nú eru aðeins fimm dagar til jóla og því er rétt að benda þeim á sem ekki hafa enn fundið jólagjöf fyrir mótothjólamanninn að það komu út tveir DVD hjóladiskar fyrir jólin. Motocross 2009 diskurinn inniheldur allar fimm motocrosskeppnir ársins og er seldur í Púkanum, JHM Sport, Mótó,  Hagkaup Skeifunni og Garðabæ og Nítró og útibúum þeirra úti á landi. Einnig er hægt að panta diskinn með því að smella HÉR. Hinn diskurinn inniheldur Ferðina á MXON, Lex Games (tvo þætti) og skemmtiatriðin frá uppskeruhátíð MSÍ. Hann kostar 2.500,- og er eingöngu seldur hérna á netinu og hægt er að panta hann HÉR.

Nýr diskur!

Ferðin á MXON og Lex Games
Ferðin á MXON og Lex Games

Ferðin á MXON og Lex Games + Aukaefni.
Troðfullur DVD diskur sem inniheldur þátt um ferð landsliðsins á Motocross of the Nations keppnina á Ítalíu í október, tvo þætti um Lex Games leikanna sem fram fóru í haust og síðasta en ekki síst Fréttatíma MXTV sem sló í gegn á uppskeruhátíð MSÍ ásamt tónlistarmyndböndum frá keppnisárinu 2009 og MXON keppninni.

Diskurinn verður eingöngu seldur hérna á vefnum. Verð 2.500,- Diskurinn er sendur ókeypis í pósti til kaupenda.

Smelltu HÉRNA til að kaupa disk.

Mikið fjör um helgina

Spenntir framtíðarökuþórar bíða eftir fyrirmælum Gulla og Helga
Spenntir framtíðarökuþórar bíða eftir fyrirmælum Gulla og Helga

Þessi helgi er búin að vera okkur hjólafólki gríðarlega hagstæð. Veðrið hefur leikið við okkur og við í staðinn getað leikið okkur á drullumöllurunum vítt og breytt amk hér á suðvesturhorninu.

Laugardagurinn var frábær og var fullt af fólki að djöflast í öllum brautum á Bolaöldusvæðinu, slóðarnir voru líka flottir en að sjálfsögðu voru moldarslóðarnir blautir og mikil drulla þar. Vonandi hafa hjólarar farið vel með þau svæði og einbeitt sér að sandinum í Jósepsdalnum. Mosóbrautin var líka opin í gær og náðu hjólarar varla upp í nef sér af ánægju með brautina, menn héldu hreinlega að dagatalið væri vitlaust, það bara gæti ekki verið 21 Nóv og brautirnar í þessu líka flotta ásigkomulagi.

Dagurinn í dag var ekki síðri þó að hann væri aðeins kaldari en í gær. Að sjálfsögðu látum við hjólarar ekki svoleiðis á okkur fá, enda var fullt af fólki að hjóla í Bolaöldum og í Mosó.

Lesa áfram Mikið fjör um helgina

Motomos opin

MotoMos brautin OPIN ! Hún er í fínu lagi núna, og verður það á meðan ekki rignir………..