Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Uppstokkun á keppnisfyrirkomulagi

MSÍ hefur tilkynnt niðurstöðu fundarhalda um síðustu helgi. Ljóst er að nokkuð mikil breyting verður á keppnishaldi í motocrossi og enduro á næsta ári þó svo ekki sé endanlega komin mynd á niðurstöðurnar. Eftirfarandi er tilkynning frá stjórn MSÍ:

Formannafundur og Þing MSÍ samþykkti einróma eftirfarandi breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Moto-Cross og Enduro fyrir keppnistímabilið 2010. Eftirfarandi eru breytingar sem munu taka gildi um áramótin þegar fullkláraðar keppnisreglur munu liggja fyrir frá keppnisnefnd.

Lesa áfram Uppstokkun á keppnisfyrirkomulagi

Bryndís og Bjarki akstursíþróttamenn ársins

Bryndís og Bjarki taka við verðlaunum á uppskeruhátíð MSÍ
Bryndís og Bjarki taka við verðlaunum á uppskeruhátíð MSÍ

Bryndís Einarsdóttir og Bjarki Sigurðsson voru um helgina valin akstursíþróttamenn ársins af Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands. Bryndís náði góðum árangri í sumar á alþjóðavettvangi en hún endaði í 9.sæti í sænska meistaramótinu og í 31.sæti í Heimsmeistarakeppninni með 10 stig. Bjarki náði frábærum árangri i í þremur greinum í sumar sem endaði með titli í þeim öllum; snjócrossi, motocrossi og enduro. Bæði eru þau fyrirmyndar íþróttamenn jafnt innan brautar sem utan.
Lesa áfram Bryndís og Bjarki akstursíþróttamenn ársins

MotoMos brautin

Brautin er ennþá lokuð, ennþá er verið að vinna við frágang á lóð við húsið, koma rafmagni í húsið (búið;) og frárennsli í brautarstæði.

Við munum auglýsa þegar allt verður tilbúið.

Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun

isi.gifHaustannarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 2. nóv. nk. Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.
Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.
Fjarnámið er öllum opið 16 ára og eldri sem áhuga hafa. Nemendur skila verkefni í hverri viku auk lokaverkefnis og krossaprófa. Hlé verður gert á náminu frá miðjum desember og fram í janúar.
Skráning er til 29. október á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Þátttökugjald er aðeins kr. 3.500.-
Allar frekari uppl. veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 og á vidar@isi.is

Ný forsíðumynd

Viktor Guðbergsson landsliðsmaður í motocrossi er á forsíðunni að þessu sinni. Myndin er tekin á æfingu í Mantova fyrir MXoN á Ítalíu af Magnúsi Þ. Sveinssyni.