Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Einn hringur í MXoN brautinni

Nú þegar tæpir 3 sólahringir eru í MXoN þá geta menn fengið smá smjörþef af brautinni. Þetta lítur út fyrir að vera stærsta supercross braut í heimi…

Smellið hér

Fréttir af MotoMos

Það er verið að vinna í frárennsli úr brautinni, þannig að hún er sundurgrafin, vonandi verður hægt að opna fljótlega.  Fylgist með hér:)

Landsliðið á forsíðunni

Landsliðið sem stefnir á MXoN á Ítalíu í byrjun október er á forsíðunni hjá okkur að þessu sinni. Viktor Guðbergsson, Gunnlaugur Karlsson og Aron Ómarsson heita þessir kappar en það vita nú líklega flestir. Við óskum þeim góðs gengis á MXoN – ÁFRAM ÍSLAND.

Við viljum þakka ljósmyndaranum, henni Kleó, fyrir að búa til myndina og sérsníða hana svo fyrir okkur.

Einar Sig. bætir rallybikar í safnið

Ísak og Einar
Ísak og Einar

Einn sigursælasti mótorhjólamaður Íslandssögunnar, Einar S. Sigurðarson, keppti í sinni fyrstu rallykeppni um síðustu helgi. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni ásamt aðstoðarökumanni sínum Ísaki Guðjónssyni sem stundum er kallaður  „kóari Íslands“. Við hjá motocross.is vorum pínu hræddir um að Einar myndi hætta í mótohjólasportinu og einbeita sér að fjórhjólafarartækjum en hann keppti einmitt á fjórhjóli á LEX-Games um daginn og endaði öllum að óvöru í öðru sæti. Eina leiðin til fá niðurstöðu í málið var að hringja í kappann.

Einar hvað er málið? Ertu hættur að hjóla og farinn á fullu í fjórhjóla og bílasportið?
Haha, nei alls ekki. Ég hætti aldrei að hjóla.

En hvað með þessa rallkeppni, hvernig stóð á því?

MotoMos brautin lokuð

MotoMos Brautin er lokuð í dag því þar er allt á floti. 🙁

Og verður lokuð þar til annað er auglýst.

MotoMos brautin frábær.

vardi1
Reynir og Varði back in the days.

Brautin er í ótrúlega góðu standi þessa dagana.
Hvetjum alla til að fara að hjóla.

Í gærkvöldi var alveg frábær old boys æfing og engu líkara en að Varði #6 hafi verið geymdur á ís í nokkur ár, þar sem hann mætti í gærkvöldi í gamla gallanum sínum og sýndi að hann hefur engu gleymt og tók kvöldið með stæl.

Munið eftir miðunum, fást á N1 í Mosó.  Muna líka að líma þá á hjólið!!!