Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Fréttir úr MotoMos

Það er verið að vinna í að festa húsið niður,  þegar vinnuvélarnar eru í gangi uppi, þá er eingöngu hægt að keyra neðri hlutann af brautinni.
Eins og brautin var keyrð í púkamótinu:)

Kv. Guðni

OLD BOYS Í KVÖLD!!!!!!! JÁ SÆLL ÞETTA ER FRÉTT…..

Uppfærsla:

Ég ruslaðist upp í Mosóbraut í gærkvöldi til að horfa á og læra af hinum rómuðu kempum sem höfðu dustað rykið af tuggunum og gírnum. Mætingin var flott og keppnisskapið hafði verið tekið með 🙂 .

Mættir voru: Varði – myndó, Keli – formó, Reynir – járnkarl, Haukur – unglamb, Einar – krassi,  Siggi – lopi, Steingrímur – fiskur, Pétur – Harði og einhver unglömb sem ekki komast ennþá í heldrimannahópinn. ( +40 )  

Þetta var alvöru æfing, það voru tekin stört, það voru tekinn blokkpöss, það voru tekin risastökk, það voru tekin risaskrubb, og til að kóróna allt þá voru líka tekin vipp. En reyndar er allt, sem er upptalið, það sem mönnum fannst þeir vera að gera 🙂 . Varði virðist ekki hafa gleymt neinu, amk ekki keppnisskapinu, hann var konungur dagsins. Það er spurning um kombakk hjá kappanum til að sýna þessum kjúkklingum hvernig á að gera þetta. Reynir „Járnkarl“ var ótrúlega öflugur og virðist járnaruslið í honum ekki vera til trafala. Einar „Krassi“ krassaði ekkert og virðist ætla sér að hrista af sér þetta viðurnefni.

Hamingjan var svo mikil hjá köppunum, eftir æfinguna, að það var ákveðið að hafa OLD BOYS æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:00 núna í september. Eða á meðan birtan endist.

Ég er búinn að heyra af köppunum núna í morgun og menn eru stirðir og strengir á ýmsum stöðum sem þeir héldu að væru engir vöðvar. EN þetta var GAMAN.

Lesa áfram OLD BOYS Í KVÖLD!!!!!!! JÁ SÆLL ÞETTA ER FRÉTT…..

Langasandskeppni verður 19.sept

GTT Langasandskeppnin 2009 verður haldin laugardaginn 19.9.2009 kl.10.30 og stendur frameftir degi.
Sömu flokkar verða keyrðir og í fyrra: 85cc, opinn kvennaflokku, B-flokkur, MX unglinga, MX2, MX1 og svo auðvitað hin sívinsæla prjónkeppni þar sem Konni Morgan fórnaði sér í titillinn í fyrra.
Við hvetjum alla til að skrá sig á MSÍSPORT.IS
Dagskrá:

  • Skoðun kl. 10.30 – 12.00
  • Prjónkeppni kl. 11.30 – 12.30
  • 85cc og kvenna kl. 12.30 – 13.00
  • MX1, MX2, Unglinga og B-flokkur kl. 13.15 –

Verðlaunaafhending að lokinni keppni.
3.500kr inn allir sem keppa í keppninni fá frítt í prjónið annars 1.000kr Lesa áfram Langasandskeppni verður 19.sept

Púkamót MotoMos afstaðið.

puk1
Frá MotoMos

Við viljum þakka frábæra þátttöku í púkamóti MotoMos um síðustu helgi, þar sem að krakkarnir sýndu frábæra takta og hrikalega harða baráttu og greinilegt að framtíðin er björt fyrir Íslenskt motocross.  Í raun og veru voru allir sigurvegarar þennan dag.

Motmos vill sérstaklega þakka Kela, Einari Bjarna, Dodda, Bínu og Helga (VÍK) fyrir hjálpina.

Einnig viljum við þakka Lexa sem bauð keppendum og fjölskyldum þeirra upp á grillaðar pylsur, og Púkinn.com fyrir verðlaunin.

Vonumst til að geta haldið svipað mót aftur fljótlega.  Sverrir var á svæðinu og tók myndir, hægt að sjá www.motosport.is

Brautin er í frábæru standi, hvetjum alla til að fara hjóla, muna eftir miðum á N1 í Mosó.

Púkadagur á Ljósanótt

Krakkar hafið þið áhuga á að taka þátt í sýningarakstri ?
Laugardaginn 5 sept kl. 11.00 verðum við með sýningarakstur barna yngri en 12 ára á vélhjólum og fjórhjólum fyrir neðan SBK húsið á malarsvæðinu hjá smábátahöfninni í Keflavík
Keyrt verður í 2-3 flokkum 50cc, 65 cc og 80cc fer eftir þáttöku.
Allir þáttakendur fá viðurkenningu.
Þetta er liður í kynningu á sportinu og vorum við einnig með á síðasta ári og tókst mjög vel.
Nú er um að gera að vera með og skrá sig. Muna að hafa hjólin skráð og tryggð eins og þau eiga að vera og mæta í fullum öryggisbúnaði.
Skráning hafin á rm250cc@simnet.is og erlavalli@hotmail.com og lýkur á fimmtudag á miðnætti.

Kveðja
Púkadeild VÍR

Krakkakeppni í Mosó klukkan 13

Nú er tilvalið að skella sér uppí MotoMos og kíkja á yngstu kynslóðina kljást. Krakkarnir byrja klukkan 13 í Mosó en þau eru á aldrinum 6 – 13 ára.

Sjá braut hér