Það var mikið fjör hjá nokkrum af Honda strákunum, eftir harðar æfingar síðustu vikur. Smellti nokkrum myndum af þeim sem hægt er að skoða hér
MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar
Það var mikið fjör hjá nokkrum af Honda strákunum, eftir harðar æfingar síðustu vikur. Smellti nokkrum myndum af þeim sem hægt er að skoða hér
Eins og undanfarin ár niðurgreiðir UMSK þátttökugjöld keppenda sinna á Unglingalandsmótinu. Þátttökugjöldin eru nú kr. 6.000 og niðurgreiðir UMSK þau um 2.500 kr. þannig að hver keppandi frá UMSK greiðir kr. 3.500 sem greiðist á keppnisstað við afhendingu mótsgagna. Þeir sem eru búnir að borga félagsgjöld í Motomos vinsamlegast sendið okkur póst: motomos@internet.is til að fá endurgreiðslu.
Kveðja.
„Slowmo“ hittingur í MotoMos í dag 22. júlí kl.19-22.
Þetta er hugsað fyrir hægari ökumenn og byrjendur.
Þá má ekki keyra hratt í brautinni, ekki spóla fram úr neinum og
síðasta upp brekkan verður EKKI keyrð (erfiðasta brekkan).
Við hvetjum alla, 85 ökumenn, gamlar mömmur, ungar mömmur, gelgjur og sveitta pabba að mæta á svæðið.
Af gefnu tilefni viljum við minna á opnunartíma MotoMos brautarinnar, það er óþolandi þegar fólk getur ekki farið eftir reglum brautanna og eru bara að skemma fyrir öllum öðrum. Sumarbústaðareigandinn fyrir ofan brautina hringdi í mig kl 00:30 og sagði mér að menn hafi verið að hætta að hjóla þá:(
Opnunartími MotoMos er : Mánudaga til föstudaga frá kl 10-22
og laugardaga og sunnudaga frá kl 10-18
Reglur MotoMos er að finna neðst hér
MotoMos, í samstarfi við Valda #270, standa fyrir motocross námskeiðum fyrir félagsmenn í MotoMos brautinni í sumar.
Við ætlum að hafa þetta á léttu nótunum, taka alla brautina fyrir og hafa gaman af.
Fyrsta námskeiðið byrjar sunnudaginn 28. júní, og stendur milli kl. 13:00 og 15:00, og verða einu sinni í viku í 4 vikur.
Verðið er ekki af verri kantinum og kemur MotoMos svo sannarlega til móts við félagsmenn sína á krepputímum, en það kostar aðeins 2.500 kall skiptið (þjálfun og brautargjald).
Nú er um að gera að skrá sig í MotoMos ef þú ert ekki þegar búin/n að því og mæta á æfingar 🙂
Skrá sig í MotoMos smella hér.
Lágmarksfjöldi á hverja æfingu eru 3 þátttakendur, og þeir sem ætla að vera með þurfa að framvísa félagsskírteini og mæta með 2.500 kall á hverja æfingu.
Allir velkomnir,
Ef þið hafið einhverjar spurningar sendið þá póst á valdi270@gmail.com.
Í tilefni af 1.árs afmælis Motomos brautarinnar 17. júní 2009, verður slegið upp
afmælisveislu í brautinni frá kl 11:00-14:00, það er frítt í brautina og kveikt verður
á grillinu kl 12. Komdu með í MotoMos og eigðu góðan dag með fjölskyldunni
Brautin verður lokuð í dag, vegna viðhalds fyrir morgundaginn, opnar kl 11 á morgun.