Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

MotoMos brautin.

Síðustu daga hefur varla verið hægt að keyra Vesturlandsveginn vegna roks en  það hefur samt ekki verið mikð rok í MotoMos brautinni,  vorum þarna nokkrir að hjóla síðustu daga og í dag líka , það var nánast logn þannig að það er vel hægt að hjóla í MotoMos þó að það sé ekki sérstakt veður í borginni.  Brautin er í mjög góðu standi.

MotoMos í góðu standi

Kíkti upp í braut, lítur vel út, gott veður og gott rakastig í brautinni.  Leist svo vel á þetta að ég er að fara hjóla, sjáumst þar.

Kveðja, Guðni F


MotoMos brautin að koma til.

Kíkti upp í braut og hún er öll að koma til og menn farnir að hjóla þar.
Hallur Metal Mulisha sagði að brautin væri að mestu leiti fín.
Myndirnar eru teknar í hádeginu í dag.


Allt frekar blautt í MotoMos.

Já það er allt mjög blautt í brautinni, en eflaust í lagi fyrir harðjaxla.

Brautin er fljót að þorna ef það ef það helst þurrt. Farið varlega ef þið ætlið að hjóla:)


Kem með nýjar fréttir á morgun miðvikudag.

Árskort í MotMos 2011

Stór hjól: 20.000 kr

Lítil hjól:  10.000 kr

Fyrir félagsmenn í MotoMos er veittur  fjölskylduafsláttur á árskortum,
20% afsláttur ef keypt eru fleiri en 1 árskort á sama heimili.

Reglan er þannig að kaupa þarf öll kortin í einu og
afslátturinn virkar bara á meðlimi fjölskyldunnar (sama lögheimili)

Miðaverð í brautina:

Stór hjól: 1.000 kr

Lítil hjól:  500 kr

Reiknings númer er hægt að sjá í félagsskráning.

Opnunartími Motomos :
Virkir dagar 12:00-21:00
Helgar:  10:00-18.00

Mikið fjör í MotoMos um helgina

Eins og margir vita var Micke Frisk með námskeið í MotoMos um helgina, sem heppnaðist mjög vel þrátt fyrir mikla bleytu.
Tók nokkrar myndir á námskeiðinu sem hægt er að kíkja á með að smella
hér

img_8913

Tók líka örfáar myndir í dag sunnudag af upprennandi snillingum í barnabrautinni, sjá hér

Einnig eru myndir inn á www.motosport.is og www.hondaracing.is