Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Mikið fjör í MotoMos um helgina

Eins og margir vita var Micke Frisk með námskeið í MotoMos um helgina, sem heppnaðist mjög vel þrátt fyrir mikla bleytu.
Tók nokkrar myndir á námskeiðinu sem hægt er að kíkja á með að smella hér

img_8913

Tók líka örfáar myndir í dag sunnudag af upprennandi snillingum í barnabrautinni, sjá hér

Einnig eru myndir inn á www.motosport.is og www.hondaracing.is

Micke Frisk með námskeið föstudag og laugardag

0064Micke Frisk er með 20 manna námskeið í dag og á morgun, því er fólki vinsamlegast bent á að nýta sér aðrar brautir í dag eins og Þorlákshöfn og Sólbrekku.

Námskeiðinu líkur klukkan 16.00 báða dagana.

Guðni F.

MotoMos í kvöld.

Það var fjör í kvöld og margir flottir hjólarar á staðnum, sérstaklega hann Fannar Freyr #470
og hann var ekki í neinum vandræðum með
vúppsana í barnabrautinni.

Tókum slatta af myndum smellið hér.


Video frá helginni.

Það var hörku stuð í MotoMos eins og í Bolaöldu um helgina.

Ætlum að byrja á að selja árskort í MotoMos á morgun mánudag, kíkið inn á www.motomos.is
Hér er video frá helginni:

[flv width=“480 height=“320″]http://www.motocross.is/video/mxgf/2504/250409.flv[/flv]

Brautin í topp standi.

„Brautin var geggjuð í kvöld“ sögðu strákarnir Jón Ágúst og Friðgeir en þeir voru með einka æfingu.

Eitt þarf að vera á hreinu að það er stranglega bannað að hjóla í gryfjunum nema í brautinni,  þið sem eruð að því eruð að skemma fyrir öllum hinum. Ef ég sé menn hjóla aftur fyrir utan okkar svæði þá hringi ég á lögregluna!!

Barnabrautin er blaut á einum stað ennþá, fara varlega.
Opnar kl 10 á morgun laugardag, ekki klikka á sólarvörninni.  Kveðja, Guðni F

.

Barnabrautin tilbúin.

Það er svoldið blautt núna upp í MotoMos eftir rigningar síðustu daga.  Fyrst að Eysteinn gat ekki hjólað í kvöld, græjaði hann barnabrautina.  Það er flottur vúppsa kafli kominn  fyrir allra hörðustu púkana

Brautin er samt aðeins of blaut ennþá, þarf kannski einn til tvo daga þurrk og þá verður hún frábær.