Hinn góðkunni Íslandsvinur Micke Frisk ætlar að halda námskeið í samstarfi við MotoMos í brautinni í mosó gryfjunum.
Frisk er okkur mótorhjóla fólki flestum kunnugur, en hann keppti og þjálfaði Suzuki liðið. Hann hefur keppt um allan heim í motocrossi, enduro og supercrossi. Einnig hefur hann keppt til margra ára í Svíþjóð.
Frisk hefur meðfram vinnu í Svíþjóð þjálfað motocross unnendur.
Námskeiðið verður föstudaginn 1 maí.(almennur frídagur) og laugardaginn 2 maí. mæting 9.30, hjólað frá 10.00-12.00 matarhlé 13.00-16.00. Takmarkað við 20 þáttakendur. Verð pr. mann 10.000 kr.
Á námskeiðinu verður farið í staðsetningu á hjólinu, beygjutækni, stökk svo eitthvað sé nefnt.
Athugið takamarkað pláss, aðeins 20 þáttakendur geta tekið þátt í þjálfuninni, fyrstur kemur fyrstur fær, allir velkomnir.
Aðeins örfá pláss eru eftir. Þið sem viljið komast á námskeiðið sendið póst á gudnifrid@gmail.com en þeir/þær sem ekki komast að fara á biðlista.