Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Íþróttamaður Mosfellsbæjar.

Í dag fór fram val á íþróttamanni Mosfellsbæjar,  þar fengum við mótorhjólamenn í Mosó nokkrar viðurkenningar. Gunnlaugur Karlsson fyrir Íslandsmeistaratitil í MX2,  Ásgeir Elíasson fyrir Íslandsmeistaratitil í tvímenning í enduro,  Valdimar Þórðarson fyrir Íslandsmeistaratitil í  enduro og einnig fyrir að hafa verið valinn í landsliðið sem fór á MXON, og Friðgeir Óli Guðnason var valinn efnilegasti ökumaðurinn undir 16 ára og síðast en ekki síst,  Einar Sv. Sigurðarson fyrir í íslandsmeistaratitil í motocrossi MX1, og einnig fyrir að hafa verið valinn í landsliðið sem fór á MXON.   Einar var einnig tilnefndur sem íþróttamaður Mosfellsbæjar fyrir hönd MotoMos og var hann einn af 7 íþróttamönnum bæjarins sem komu til greina, sem verður að teljast mikill heiður og viðurkenning á okkar sporti.   Til hamingju með þennan frábæra árangur strákar.

mm-400x2581

Miðar í MotoMos brautina

Sú breyting hefur orðið á að nú fer miðasala í brautina fram hjá N1 Háholti Mosfellsbæ, félagsmenn athugið að það þarf að sýna félagsskírteinið til þess að fá ódýrari miða….
 
Einnig viljum við minna 12 til 18 ára félagsmenn í MotoMos á fríu hjólanámskeiðin sem eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 19:00 þessa og næstu viku, Valdi #270 er þessa viku og Gulli #111 næstu.

kv. Elías Pétursson, MotoMos

Lesa áfram Miðar í MotoMos brautina

MotoMos brautin opnar 17.júní

Þann 17 júní kl 12:00 mun brautin okkar verða opnuð.  Af því tilefni verður halldið mikið „húllumhæ" og eru að sjálfsögðu allir boðnir velkomnir.  Opið verður fram til kl 21:00.

Nokkrir af bestu motocross ökumönnum landsins verða á staðnum og verða með tilsögn ef fólk vill.
 
Allar nánari upplýsingar eru komnar á heimasíðu félagsins www.motomos.is .
 
Að lokum viljum við ítreka þakkir okkar til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóginn við gerð brautarinnar.  Sérstakar þakkir fá Eysteinn hjá Suðurverk og Þórir „sívinnandi". Félag með menn eins og þessa og fleiri innanborðs getur flutt fjöll, enda er reyndar bókstaflega búið að gera það.
 
Einnig viljum við þakka Mosfellsbæ og öðrum sem hafa aðstoðað okkur og styrkt á ýmsan hátt. 
 

Kveðja, Stjórn MotoMos.
Lesa áfram MotoMos brautin opnar 17.júní

Brautin opnar!

Þann 17 júní kl 12:00 mun brautin okkar verða opnuð með viðhöfn og verður af því tilefni eitthvert „húllumhæ“ og eru allir velkomnir, opið verður fram til kl 21:00.

Selt verður í brautina á staðnum (kort og seðlar) og er miðaverð er eftirfarandi, félagsmenn MotoMos kr 1.500,- utanfélagsmenn 2.000,- lítil hjól 500,-.

Árskort og fleiri spennandi hlutir í starfi félagsins verða kynntir á næstu dögum hér á heimasíðu félagsins, ljóst er að ef fram fer sem horfir mun mikið verða af skemmtilegum hlutum að gerast fyrir félagsmenn í sumar.

Viljum við hvetja alla sem áhuga hafa á hjólamennsku að drífa sig í því að ganga í félagið, hér til hliðar eru upplýsingar um aðild og annað sem að gagni má koma.
Hægt verður að skrá sig í félagið á staðnum.

Að lokum viljum við ítreka þakkir okkar til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg við gerð brautarinnar, sérstakar þakkir fá Eysteinn hjá Suðurverk og Þórir „sívinnandi“. Félag með menn eins og þessa og fleiri innanborðs getur flutt fjöll, enda er bókstaflega búið að gera það.

Einnig viljum við þakka Mosfellsbæ og öðrum sem hafa aðstoðað okkur og styrkt á ýmsan hátt.

Tilkynning frá MotoMos

Ágætu hjólamenn,
Við hjá MotoMos viljum taka það skýrt fram að það er stranglega bannað að hjóla í brautarstæðinu okkar og námunum þar í kring, ef einhver verður staðinn að því mun hann verða útilokaður frá brautinni um óákveðin tíma.
Vinsamlegast virðið þetta, því einn hjólamaður á röngum stað getur eyðilagt alla okkar brautardrauma.
Einungis örfáir aðilar úr brautarnefndinni hafa verið fengnir til þess að prufa kafla brautarinnar með það í huga að fullgera hönnun hennar.
Einnig langar okkur að nota þetta tækifæri og þakka þeim fjölmörgu sem hafa hjálpað okkur við brautarsmíðina fram að þessu.
 
Stjórn MotoMos.

Lesa áfram Tilkynning frá MotoMos