Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Sáningu lokið í kringum brautina, barnabrautin tilbúin og starfsmenn hafið vinnu í sumar

Frá sáningu í dag sem sprautuð var á þar til gerðum bíl

MotoMos hefur nýlega lokið sáningu í kringum alla brautina og fyrir vikið eru ALLIR ökumenn beðnir um að virða þær hjáleiðir sem búið er að gera í brautinni en ekki að æða út úr brautinni hvar sem þeim þóknast eða dettur í hug.  M.ö.o. bannað er að fara út úr brautinni nema á þar til gerðum stöðum.  Með þessari sáningu myndast binding í jarðveginn í kringum brautina og ætti að minnka allt ryk ásamt að svæðið verður fallegra á að horfa þegar grasið fer að spretta.  MotoMos hefur komið upp ágætis barnabraut sem er fín 65/85cc braut og ættu allir krakkar að geta skemmt sér vel í henni.  Vökvunarmál eru í brennidepli þessa dagana í þessari þurrkatíð og til þess að bæta það, að þá hefur félagið sett upp stórar brunaslöngur sem eiga að bæta upp á það sem á vantar í vökvun á brautinni.  Með þessu vonast félagið til að geta vökvað með góðu móti um 90-95% af brautinni.

Lesa áfram Sáningu lokið í kringum brautina, barnabrautin tilbúin og starfsmenn hafið vinnu í sumar

MotoMos vökvuð hressilega á morgun – opnar kl.13

Ótrúlegt en satt, júní rétt byrjaður og þurrkur orðin eitt helsta vandamál í öllum brautum á suðvesturhorninu eins og er.  En þrátt fyrir það að þá ætlar MotoMos að reyna við að vökva brautina þokkaleg svo hægt verði að hjóla í einhverjum brautum hér á suðvesturhorninu í þessari blíðu.  Balli sprautari vökvaði í dag og ætlar að mæta aftur snemma í fyrramálið til að vökva á morgun hressilega rétt áður en við gerum ráð fyrir að opna svo hjólamenn geti hjólað við þokkalegar aðstæður.  Við ætlum nokkrir að mæta rúmlega 12 á morgun og týna úr brautinni steina, allir velkomnir að týna, og síðan mun Balli láta dæluna ganga eins og tankarnir þola og vökva eins mikið og hægt er.  Brautin verður svo opin fyrir fólk kl.13 og vonumst við til að sjá sem flesta þar sem ástand brauta er vægast sagt þurrt þessa daga og ekkert í kortunum sem segir að þetta sé að breytast á næstunni.

Að öðrum málum að frétta að þá mun MotoMos fá kurl til að setja í brautina og mun sú vinna hefjast í næstu viku.  Er það von MotoMos að með kurlinu verður auðveldara að viðalda raka í brautinni og breyti upplifun ökumanna við að keyra.  Þetta verkefni er langtíma verkefni en á næstum 3 – 5 árum að þá mun MotoMos setja um 60-70 rúmmetra af kurli á hverju ári í brautina í þeirri von að blöndun þess við núverandi efni geri brautina betri hvað raka og þurrk varðar.

Ný bikarmótaröð að hefjast og ber hún nafnið Suzuki bikarmótaröðin – Glæsileg verðlaun í boði

Sett hefur verið á laggirnar ný bikarmótaröð í samvinnu við Suzuki umboðið á Íslandi sem verður í formi stigakeppni.  Keppt verður í þriggja móta röð og eru glæsileg aðalverðlaun í boði og má þar fyrst og fremst nefna keppnisstyrkur frá Suzuki fyrir allt árið 2013 ásamt því að veitt verða verðlaun í öllum mótunum frá Suzuki.  Til þess að eiga möguleika á þessum glæsilega aðalvinning þarf viðkomandi að vera efstur að stigum í Pro flokki í lok sumars.  Suzuki blæs til þessara mótaraðar í samvinnu við þrjá klúbba og eru það VÍFA upp á Akranesi, UMFS á Selfossi og MotoMos í Mosfellsbæ.  Fyrsta keppnin mun fara fram á Selfossi þann 17 maí næstkomandi og er verið að undirbúa opnun á skráningu á vef MSÍ.  Öll skráning mun fara í gegnum vef MSÍ, www.msisport.is, og þurfa keppendur að eiga senda til að geta tekið þátt þó með einni undantekningu.  Boðið verður upp á „Nýliðaflokk“ þar sem aðilar geta komið sem svo sannarlega hafa ekki keppt áður og fengið að taka þátt í því skyni að kynnast því hvernig er að keppa.  Fyrir viðkomandi er nóg að senda póst á eitt ákveðið netfnag og verður netfangið auglýst síðar.  Þessi flokkur verður ekki keyrður ef þátttaka verður undir tíu keppendur í hverri keppni en þetta er liður Suzuki og klúbbana í að reyna að fá nýliða til að prófa að keppa.  Lágmarksstærð hjóla í „Nýliðaflokkinn“ er 125cc tvígengis eða stærri og er keyrt í 2 x 10 mínútur plús tveir hringir.  Í stað þess að nota tímamæla í þessum flokki að þá verður talið.  Af öðrum flokkum er að frétta að keppt verður í MX kvenna ásamt 85cc og svo Pro flokk sem mun skiptast í A og B flokk.  

Lesa áfram Ný bikarmótaröð að hefjast og ber hún nafnið Suzuki bikarmótaröðin – Glæsileg verðlaun í boði

Uppfærð frétt – MotoMos opnar á sunnudag kl.15 en ekki í dag, laugardag

MotoMos opnar kl.15 á morgun, sunnudag en ekki í dag þar sem mikið er búið að rigna í nótt og er allt á floti.

Búið er að breyta brautinni nokkuð og er að mati þeirra sem unnið hafa í henni hreint út sagt geðveik. Lágmarksbreidd er nú í það minnsta 6 metrar í brautinni. Jafnframt kynnum við eftirfarandi opnunartíma í sumar sem fólk ber að virða.

Mánudagar – frá kl.17-21
Þriðjudagar – frá kl.17-21
Miðvikudagar – frá kl.17-21
Laugardagar – frá kl.13-18
Sunnudagar – frá kl.13-18

Miðar fæst í N1 í Mosfellsbæ og hægt er að kaupa árskort með að senda póst á motomos@internet.is. Vefmyndavélar fara upp á svæðið á næstu dögum til að fylgjast með umferð á svæðinu.

Skráning hafin í Íslandsmótin

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Íslandsmótið 2012 í Moto-Cross og Enduro-CC. Alls verða 6 keppnir í Moto-Cross og gilda 5 bestu keppnir keppanda til Íslandsmeistara. 4 keppnisdagar verða í Enduro-CC en tvær umferðir fara fram á keppnisdegi, 3 bestu keppnisdagar keppanda gilda til Íslandsmeistara, 6 umferðir af 8. Ekki er hægt að ógilda 2 slökustu umferðirnar af 8, ógilda verður slakasta árangur samanlagt frá einum keppnisdegi í E-CC.

Skráningu í Íslandsmeistarakeppnir MSÍ líkur alltaf kl: 21:00 á þriðjudagskvöldum vikuna fyrir mótsdag (4 dögum fyrir keppni). Engar undanþágur eru frá þessari reglu. Keppendum sem eru að keppa í fyrsta skipti er bent á að skrá sig vel tímanlega, allavegana 10 dögum fyrir keppni til þess að hægt sé að lagfæra hluti sem geta komið upp og hamlað geta skráningu. Ef keppendur eru í vandræðum með skráningu inn á www.msisport,is skulu þeir hafa samband við formann þess akstursíþróttafélags sem þeir eru skráðir í. Aðrar athugasemdir eða vandræði skal tilkynna með tölvupósti á skraning@msisport.is.

Keppendur eru minntir á að kynna sér reglur MSÍ og hafa ávalt með sér dagskrá og keppnisreglur á keppnisstað.

Keppnisdagatal má sjá hér.

Skráning í liðakeppnir er einnig hafin og má lesa um liðakeppnirnar í Lesa Meira hér fyrir neðan.

Lesa áfram Skráning hafin í Íslandsmótin

Kjartan fær styrk frá bænum

Styrkþegar í ár

Kjartan Gunnarsson var einn þeirra sem hlutu styrk frá Mosfellsbæ til að stunda íþrótt sína í sumar eins og sjá má á eftirfarandi tilkynningu frá bænum:

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum 13 ungmennum styrk til að stunda sína íþrótt, tómstund eða list yfir sumartímann. Margir hæfir umsækjendur sóttu um, 13 strákar og 9 stúlkur.

Í frétt á vef Mosfellsbæjar segir að við valið hafi nefndin stuðst við reglur sem byggjast á vilja Mosfellsbæjar til að koma til móts við ungmenni sem, vegna tómstunda sinna, geta ekki með sama hætti og jafnaldrar þeirra stundað launuð störf.

Þessi meginregla auk reglunnar um að jafna beri styrkjum milli kynja, aldurshópa, list- íþrótta- og tómstundagreina er það sem íþrótta- og tómstundanefnd styðst við þegar valið er í þennan hóp.

Umsækjendur áttu það allir sameiginlegt að þau langar og þurfa að nota sumartímann til æfinga, koma fram á viðburðum eða vera við keppni.

Þeir sem hlutu styrkinn í ár eru:

Emil Tumi Víglundsson, til að stunda götuhjólreiðar
Sigurpáll Melberg Pálsson, til að stunda knattspyrnu
Súsanna Katarína Guðmundsdóttir, til að stunda hestaíþróttir
Þuríður Björg Björgvinsdóttir, til að stunda listskautahlaup
Arna Rún Kristjánsdóttir, til að stunda golf
Stefán Ás Ingvarsson, til að stunda badminton
Gunnar Birgisson, til að stunda skíðagöngu
Böðvar Páll Ásgeirsson, til að stunda handbolta
Halldóra Þóra Birgisdóttir, til að stunda knattspyrnu
Hannah Rós Sigurðardóttir, til að stunda kvikmyndagerðarlist
Kjartan Gunnarsson, til að iðka motocross
Sigurður Kári Árnason, til að leggja stund á stærðfræði
Friðrik Karl Karlsson, til að stunda frjálsar íþróttir

(tekið af mosfellsbaer.is)