MotoMos hefur nýlega lokið sáningu í kringum alla brautina og fyrir vikið eru ALLIR ökumenn beðnir um að virða þær hjáleiðir sem búið er að gera í brautinni en ekki að æða út úr brautinni hvar sem þeim þóknast eða dettur í hug. M.ö.o. bannað er að fara út úr brautinni nema á þar til gerðum stöðum. Með þessari sáningu myndast binding í jarðveginn í kringum brautina og ætti að minnka allt ryk ásamt að svæðið verður fallegra á að horfa þegar grasið fer að spretta. MotoMos hefur komið upp ágætis barnabraut sem er fín 65/85cc braut og ættu allir krakkar að geta skemmt sér vel í henni. Vökvunarmál eru í brennidepli þessa dagana í þessari þurrkatíð og til þess að bæta það, að þá hefur félagið sett upp stórar brunaslöngur sem eiga að bæta upp á það sem á vantar í vökvun á brautinni. Með þessu vonast félagið til að geta vökvað með góðu móti um 90-95% af brautinni.
Lesa áfram Sáningu lokið í kringum brautina, barnabrautin tilbúin og starfsmenn hafið vinnu í sumar