Brautin hjá MotoMos lokar frá og með deginum í dag og þar til nánar verður auglýst. Brautin er að fara í ítarlegt viðhald og smávægilegar breytingar. Stórtækar vinnuvélar verða að vinna á svæðinu og er ÖLL UMFERÐ Í BRAUTINNI BÖNNUÐ á meðan. Þetta ástand mun vara í nokkra daga og verður rækilega auglýst þegar hún opnar aftur.
Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos
MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar
VÍK æfingar sumarið 2012
Nú þegar svæðið okkar við Bolöldu hefur opnað þá ætlum við þjálfarar MX & Enduro skóla VÍK að kynna fyrir ykkur sumarið sem er handan við hornið, eflaust margir krakkar búnir að vera pirra foreldra sína hvort það sé ekki hægt að fara hjóla eða á æfingar, en einsog síðustu vikur hafa verið þá hefur ekki verið möguleiki á að æfa úti og reiðhöllinn fullbókuð.
Markmið VÍK með æfingastarfinu er að byggja upp kröftugt barna og unglingastarf félagsins til framtíðar en öll æfingagjöld renna óskipt í æfingastarfið. Skipulagðar æfingar frá upphafi er grundvöllur þess að bæta kunnáttu og öryggi yngstu ökumannanna og stuðlar að bættri umgengni og virðingu fyrir umhverfinu.
Lesa áfram VÍK æfingar sumarið 2012
Árskortin komin í sölu hjá MotoMos fyrir árið 2012
Árskortin eru komin í sölu fyrir árið 2012 og marg borgar það sig fyrir hjólandi einstaklinga að kaupa slíkt. Verðskráin fyrir árið 2012 er eftirfarandi:
- 25. 000 kr. fyrr utan félagssmenn
- 20.000 kr. fyrir félagsmenn
- 15.000 kr. kort númer 2 fyrir félagsmenn innan sömu fjölskyldu
- 10.000 kr. kort númer 3 fyrir félagsmenn innan sömu fjölskyldu (er þá búið að kaupa tvö kort fyrir)
- 12.000 kr. kort fyrir 85 cc hjól og minni fyrir félagsmann
- 10.000 kr. kort númer 2 fyrir 85cc innan sömu fjölskyldu
Til að kaupa árskort þarf að senda póst á motomos@internet.is og Bryndís mun sjá um rest ásamt að upplýsa um reikning MotoMos til að greiða fyrir árskortin.
Lesa áfram Árskortin komin í sölu hjá MotoMos fyrir árið 2012
Motomos nýpússuð
Búið að laga öll uppstökkin í Motomos , vildum ekki skemma ruttsana í beygjunum svo við létum þá eiga sig…
MotoMos opnar á Skírdag kl.13
Brautin hjá MotoMos verður opnuð á Skírdag, 5 apríl kl.13 og verður hún opin til kl.18 sama dag. Var gripið nánast fullkomið í
brautinni í gær hjá þeim sem fengu að fara nokkrar prufuhringi. Þangað til er brautin LOKUÐ þar sem enn er verið að vinna í henni og þurfa þeir sem það gera að fá frið til slíkra verka. Brautin er mjög skemmtileg þar sem hún liggur þannig í landslaginu sem gerir hana mjög áhugaverða fyrir notendur fyrir utan að það myndast í henni „röttar“ sem gerist ekki í öllum brautum. Miðar í brautina eru seldir í N1 í Mosfellsbæ. Miðaverð er óbreytt og hefur verið svo síðustu ár. MotoMos bendir fólki á hagræðið í því að vera með árskort sem veitir fólki aðgang á öllum stundum á auglýstum opnunartíma félagsins.
Sú nýlunda verður tekin upp í sumar að mynd verður tekin af öllum þeim sem teknir verða miðalausir og birt á vef félagsins og facebook síðu. Má þar með sanni segja að þeir sem gera slíkt hangi upp á „wall of shame“. Miðalausir verða umsvifalaust vísað úr braut og geta átt hættu á banni frá svæðinu.
Keppnisdagatal 2012
MSÍ hefur birt keppnisdagatal fyrir árið 2012.
Helsta breytingin frá fyrra ári er sú að nú eru 6 keppnir í Íslandsmótinu í motocrossi þar sem aðeins 5 bestu gilda hjá hverjum keppanda. Svipaða sögu er að segja um Íslandsmótið í Enduro þar sem nú eru 4 keppnir og 3 bestu gilda.
Klaustur keppnin verður haldin 27.maí er nánari frétta að vænta frá henni innan fárra daga.
KEPPNISDAGATAL MSÍ 2012 | ||||
Grein: | Dagsetning: | Mótaröð: | Staðsetning: | Aðildarfélag: |
MX | 5. Maí. | Íslandsmót | Sólbrekka | VÍR |
Enduro/CC | 12. Maí. | Íslandsmót | Reykjavík / Suðurland | VÍK / VÍR |
6 tímar. | 27. Maí. | Off-Road 6 tímar | Klaustur | VÍK / MSÍ |
MX | 2. Júní. | Íslandsmót | Ólafsfjörður | VÓ |
Enduro/CC | 16. Júní. | Íslandsmót | Akureyri | KKA |
MX | 7. Júlí. | Íslandsmót | Akranes | VIFA |
MX | 21. Júlí. | Íslandsmót | Selfoss | MÁ |
Enduro/CC | 28. Júlí. | Íslandsmót | Egilsstaðir | START |
MX | 4. Ágúst. | Unglingamót | Selfoss | UMFÍ / MSÍ / MÁ |
MX | 11. Ágúst. | Íslandsmót | Akureyri | KKA |
MX | 25. Ágúst. | Íslandsmót | Reykjavík Bolalda | VÍK |
Enduro/CC | 8. Sept. | Íslandsmót | Reykjavík / Suðurland | VÍK / VÍR |
Enduro | 24. – 29. Sept. | Alþjóðlegt | ISDE Six Days | FIM / Þýskalnd |
MX | 29. & 30. Sept. | Alþjóðlegt | MX of Nation | FIM / Belgía |
Árshátíð | 10. Nóvember. | Uppskeruhátíð | Reykjavík | MSÍ |
Nánari dagatal, með sandspyrnum og fleira, má finna á vef MSÍ.