Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Styrktarkvöld fyrir MXoN landsliðið

Styrktarkvöld verður á barnum Hvíta Riddaranum í Mosó á morgun, fimmtudag. Landsliðið í motocrossi sem fer á Motocross of Nations eftir 3 vikur fær nokkrar krónur í farareyri af hverjum bjór sem seldur er. Nánar tiltekið er það  200 kall af hverjum bjór sem er keyptur, og svo 400 kr af hverju hamborgaratilboði:-)

Dagskráin byrjar kl 19:00 og stendur til kl 22:00, það verður sýnd keppni frá brautinni í Frakklandi sem strákanir okkar eru að fara keppa í.

Hvíti riddarinn er í Mosfellsbæ, hjá Krónunni og Mosfellsbakarí.

Hér er facebook síða fyrir atburðinn

Motomos, Í Túninu Heima.

Afreksmenn Motomos

Í tilefni bæjarhátíðar Mosfellsbæjar,  Í Túninu Heima ætlar Motomos að vera með smá húllum hæ í brautinni á sunnudaginn 28. ágúst.
Landsliðsmennirnir Eyþór Reynis og Viktor verða með fría kennslu í stóru brautinni og
Friðgeir Óli og Kjartan verða með fría kennslu í barnabrautinni.
En þessir kappar hafa allir fengið afreksmannastyrk hjá félaginu.

Kennslan byrjar kl 13.00 og klukkan 14.30 ætlum við í  Motomos að taka nokkur stört.

Eysteinn og Lúlli eru með brautina er í extrem makeover þessa dagana, og verður hún því ekki opnuð fyrr en kl 13:00 á sunnudaginn.

Brautin hefur aldrei verið betri.

Ekki missa af þessu því nú verður fjör!!!!

Aldrei að vita nema Þórir og Balli skelli nokkrum pylsum á grillið 🙂

Munið eftir miðum á N1 í Háholtinu.

 

Motomos lokuð !!!

 

Motomos verður lokuð vegna breytinga fram á sunnudag 28. ágúst,
brautin er í allsherjar yfirhalningu, það á að keyra meira efni í neðri part brautarinnar og breyta efri hlutanum.

Auglýsum opnunina síðar.

Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst

Já það er komið að skemmtilegustu keppni ársins sem er styrktarkeppni fyrir Íslenska landsliðið í Motocross sem keppir á Motocross of Nations í Frakklandi  17&18 September.

Keppnin verður haldin í nýuppgerði braut Selfyssinga á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.

Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

  • MX Open: Opinn flokkur MX1-MX2-Unglingaflokkur
  • MX85 + kvenna: Mx kvenna – 85kvk – 85 KK
  • MX B: Bestu úr 85cc KK, +40
  • C Flokkur: Fyrir þá sem eru að keppa í fyrsta skipti
  • H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.

Lesa áfram Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst

Motomos 3 ára

 

Í tilefni 3 ára afmælis Motomos brautarinnar ætlar Balli brautarvörður að halda upp á afmælið föstudaginn 17 júní.  Brautin verður vökvuð og nýlöguð,  og brautin opnar kl 14:00.   Eins og áður er frítt að hjóla þennan dag og boðið verður upp á pylsur og gos.   Vonumst til að sjá sem flesta 🙂