Vökvunarkerfið fór í gang í gær í Motomos, það á aðeins eftir að fínstilla það, þeir sem ætla að hjóla, ekki klikka á miðunum sem fást á N1 !!!
Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos
MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar
Motomos opnar.
Motomos opnar á morgun, miðvikudag 11. maí og verður opin frá kl 16:00 – 21:00. Brautargjaldið er óbreytt 1.000 kr og miðar fást á N1 í Mosfellsbæ. Brautin er í góðu standi fyrir utan 2 blauta staði, tilvalið til að stökkva yfir 🙂
Opnunartímar Motomos í sumar verða auglýstir síðar.
Góða skemmtun og sjáumst á morgun 🙂
MotoMos ýtan tilbúin
Jæja þá erum við loksins komnir með ýtuna upp í MotoMos og erum að byrja laga brautina.
Brautin ætti að vera orðin þokkaleg síðar í vikunni.
Fylgist með.
Vorverkin hafin
Okkur vantar 2-3 aðila til að hjálpa okkur að mála ýtuna okkar annað kvöld, hún er að sjálfsögðu inni á verkstæði. Sendið okkur póst með símanúmeri ef einhver er til í að hjálpa okkur 🙂
Keppnisdagatal uppfært
Keppnisdagatal MSÍ 2011 hefur verið uppfært og eru komnar inn kvartmílu- og sandspyrnukeppnir.
Breyting verður á Moto-Cross dagskrá 4. umferð sem vera átti 6. ágúst, þessi keppni færist fram um viku til 30. júlí. um Verslunarmannahelgi.
kv.
Kalli
Hér er tengill á dagatalið
Tékklisti fyrir Klaustur
Svona létt yfirferð yfir helstu hluti sem þurfa að vera klárir á fimmtudaginn.
- Skrá sig í klúbb/Borga félagsgjaldið. VÍK eða einhvern annan klúbb
- Skrá sig á msisport.is kerfið. Nýskráningar fara fram á www.felix.is. Það tekur allt að einn dag að verða virkt þannig að það er best að gera þetta NÚNA
- Búa til lið! Tveggja manna? Þriggja manna? Eða bara að taka sóló?
- Tékka hvort kreditkortið sé í gildi og eitthvað sé eftir af heimildinni.
- Taka frá fimmtudagskvöldið klukkan 22! Þá byrjar skráningin á www.msisport.is
Svo hafið þið 12 vikur til að kaupa hjól og hjálm, merkja gallann, koma ykkur í form, æfa sig að keyra í sandi, panta gistingu og smyrja samlokur.