Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Félagsgjöld 2011 í Motomos

Það er komið að því að greiða félagsgjaldið og styrkja félagið ykkar.  Verðið fyrir árið 2011 er 4.000 kr á einstakling og 8.000 fyrir fjölskylduna.
Fyrir þá sem greiða fyrir 15 mars ætlar Pukinn.com að gefa flott límmiðakitt á fram númera plötu, á límmiðann geturðu sett nafn, númer og að sjálfsögðu verður Motomos logoið líka 🙂  og einnig færðu 1 miða í Motomos brautina fyrir hvert kort.  Límmiðann og miðann í brautina geturðu náð í Pukinn.com þegar félagsskírteinið kemur heim í pósti. Félagsskírteinið veitir þér afslætti hjá fjölda fyrirtækja.
Félagsgjald fyrir árið 2011 er 4.000 kr.

Sýnishorn

Veittur er fjölskylduafsláttur til þeirra sem hafa sama lögheimili. Gjaldið fyrir fjölskyldu er 8.000 kr.
Til að gerast félagsmaður MotoMos þarf að leggja inná reikning 0315-13-301354,
kennitala MotoMos er 511202-3530.

Setjið í skýringu með greiðslu, kennitölu þess sem greitt er fyrir.

Ef menn/konur vilja greiða 8.000 kr fyrir alla fjölskylduna, vinsamlega sendið
póst á motomos@internet.is með nafni og kennitölu allra fjölskyldumeðlima.

Félagsskírteinið verður sent innan 2 vikna eftir að  þú hefur greitt.  Ef það berst ekki þá vinsamlegast sendið okkur póst á motomos@internet.is

Skráning í Klausturskeppnina hefst 10. mars og þá verða allir keppendur að hafa greitt félagsgjald í sitt félag.

Vinnukvöld í skúrnum

A er staðurinn

„Vinnukvöld í skúrnum“ fer fram í húsnæði N1 að Funahöfða klukkan 20:00 miðvikudaginn 23 febrúar.
Farið verður yfir hvernig dekkjaskipti fara fram á fjór- og tvíhjólum ásamt því hvernig best er að bera sig að við viðgerð á brotnum vélarhlutum með sérstakri málmsteypu.
Einnig verður efnt til dekkjaskipta keppni þar sem verðlaun verða fyrir þann sem er fljótastur að taka afturdekk af og setja annað á gjörð. Þeir sem vilja taka þátt í þeirri keppni er bent á að mæta með sín eigin gjörð og dekk ásamt verkfærum sem nota skal til verksins. Nánari upplýsingar um keppnina veitir Ásgeir Örn (897-7800).
Einnig verður sýnt hvernig aflmæling á tvíhjóli fer fram á sérstökum „Dyno“ bekk sem N1 hefur upp á að bjóða.
Slóðavinir standa fyrir kvöldinu en leiðbeinendur kvöldsins verða þeir Valur Vífilsson, Ragnar Ingi Stefánsson og Bjarni Finnbogason

Liðakynning: Team KTM Red Bull

Einar Sigurðarson er nú liðsstjóri hjá KTM

Team KTM á Íslandi eru klárir í tímabilið 2011. Liðið er að vakna uppúr dvala síðustu tveggja ára. Liðið er með ökumenn í öllum flokkum og allir ökumenn liðsins eru staðráðnir í að gera sitt besta fyrir liðið, styrktaraðila og auðvitað fyrir sig sjálfa,  allt eru þetta ökumenn sem ættu að geta unnið keppnir og staðið sig vel.

Ökumenn liðsins hafa sett sér markmið varðandi árangur í sumar, árangur felst ekki bara í því að liðsmenn sýni góðan árangur í keppnum, heldur ekki síður í því að allir liðsmenn sýni góðan liðsanda og geri sitt besta innan brautar sem utan.

Keppnislið KTM mun að öllu leiti gæta þess að vera góð fyrirmynd fyrir þá hópa sem íþróttin höfðar mest til, í mótum, á æfingum og þess utan.

Ökumenn liðsins  eru: Lesa áfram Liðakynning: Team KTM Red Bull

Lokaumferðin í EnduroCrossi 5. febrúar

Smellið á og prentið út plakat!

Skráning er hafin á vef MSÍ fyrir þriðju og síðustu keppnina í Íslandsmótinu í EnduroCrossi. Keppnin verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal og fer fram 5.febrúar klukkan 14.

Mikil spenna er fyrir keppnina þar sem fyrsti Íslandsmeistarinn í greininni verður krýndur. Kári Jónsson er með 7 stiga forystu á Daða Erlingsson en eins og menn vita geta hlutirnir snúist fljótt við í EnduroCrossinu, jafnvel á síðasta hring.

Hér er facebook síðan fyrir keppnina.

Keppnisdagatal 2011

MSÍ hefur tilkynnt keppnisdagatal fyrir árið 2011 með fyrirvara um breytingar.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 29. Janúar. Íslandsmót Rvk / Ólafsfj. / Mývatn VÓ / AM
Enduro Cross 5. Febrúar. Íslandsmót Reykjavík / Reiðhöllin VÍK
Ís-Cross 19. Febrúar. Íslandsmót Rvk / Akureyri / Mývatn VÍK / KKA / AM
Ís-Cross 19. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Enduro/CC 14. Maí. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
6 tímar. 28. Maí. Off-Road Klaustur VÍK / MSÍ
MX 4. Júní. Íslandsmót Sauðárkrókur VS
Enduro/CC 18. Júní. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 2. Júlí. Íslandsmót Reykjavík Álfsnes VÍK
MX 23. Júlí. Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 31. Júlí Unglingamót Egilsstaðir UMFÍ / MSÍ
MX 6. Ágúst. Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 8.-13. Ágúst. Alþjóðlegt Finnland FIM / Finnland
MX 20. Ágúst. Íslandsmót Reykjavík Bolalda VÍK
Enduro/CC 3. Sept. Íslandsmót Sauðárkrók / Suðurl. VS / VÍK
MX 17.-18. Sept Alþjóðlegt MX of Nation FIM / Frakkland
Árshátíð 12. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSI

Hér er svo slóð á dagatalið á PDF formatti

Kjör íþróttamanns Mosfellsbæjar 2011

Fimmtudaginn 13. janúar nk. kl. 20:00 verður haldið hóf í íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst verður kjöri íþróttakarls- og konu Mosfellsbæjar árið 2010.
ALLIR MOSFELLINGAR ERU HJARTANLEGA VELKOMNA Á KJÖRIÐ !

Fulltrúar MotoMos eru Kjartan Gunnarsson og Hekla Daðadóttir