Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Lokahóf MSÍ

Miðasala á MSIsport.is

Enn vantar bikara

Enn vantar farandbikara og Nýliða verðlaun til endurmerkingar fyrir Lokahóf MSÍ.

VINSAMLEGA SKILIÐ Í MOTO Í SÍÐASTALAGI N.K.MÁNUDAG.

Skráning hafin í EnduroCrossið

Endurocross
Skráning er hafin í endurocrossið sem VÍR heldur á Sólbrekkusvæðinu 5.nóvember næstkomandi. Jói Kef og félagar hafa lofað frábærri braut sem allir geta ráðið við og auk þess verða hjáleiðir fyrir þá sem verða orðnir þreyttir.

Keppt verður í tveimur flokkum, einmenning og tvímenning. Keppnisgjaldið er 4000 krónur á mann, þ.e. 4000 í einmenninginn og 8000 fyrir liðið í tvímenningi.

Video frá brautarlagningu hér

Lesa áfram Skráning hafin í EnduroCrossið

Framtíðarbikarinn

Um næstu helgi fer fram „Coupe de l’Avenir“ sem lauslega má þýða sem Framtíðarbikarinn fram í Belgíu.  Keppnin er betur þekkt sem MX of Nation undir 21 árs en þetta er í fertugasta sinn sem keppnin fram.

2 Íslenskir keppendur munu taka þátt í ár og er það í fyrsta skiptið sem Íslendingar eru með í keppninni. Eyþór Reynisson og Guðbjartur Magnússon verða fulltrúar Íslands og liðsstjóri er Reynir Jónsson. Hægt er að finna allar upplýsingar um keppnina á http://www.coupedelavenir.be en þarna hafa flestir bestu ökumenn heimsins byrjað sinn feril.

Vonandi gengur þetta vel hjá „strákunum okkar“ og munum við vonandi geta sent fullskipað lið í þessa keppni á næsta ári.

Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráðinu

Karl tekur við af Juhani Halme frá Finnlandi

MSÍ hefur tekið við formennsku í norðurlandaráðinu NMC (Nordic Motorsport Council) fyrir næsta ár.
Innan NMC eru öll sérsambönd norðurlandanna, SML Finnlandi, Svemo Svíþjóð,NMF Noregi og DMU Danmörk.
Árlegur norðurlandafundur NMC fór fram laugardaginn 1. október í Helsinki og tók Karl Gunnlaugsson formaður MSÍ þar við formennskunni fyrir hönd MSÍ.
Norðurlandafundur NMC mun verða haldinn í Reykjavík 6. október 2012 og má reikna með um 100 manns á þann fund.

NMC var stofnað árið 2006 eftir áratuga samstarf á milli norðurlandanna í hagsmunamálum fyrir mótorhjóla- og snjósleðaíþróttir.

Kári Íslandsmeistari í Endúró með fullt hús stiga

Kári Jónsson Íslandsmeistari í Endúró 2011

Kári Jónsson varð í gær Íslandsmeistari í ECC-1 flokki í Enduro-CrossCountry eftir sigur í öllum 6 umferðum ársins. Eyþór Reynisson varð í öðru sæti í keppninni í Skagafirðinum í gær og tryggði sér þar með sigur í ECC-2 flokki. Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason unnu tvímenninginn, Guðbjartur Magnússon B-flokkinn, Sigurður Hjartar Magnússon B40+ flokkinn og Signý Stefánsdóttir vann kvennaflokkinn.

Íslandsmeistarar árið 2011 í Endúró eftir flokkum:

  • ECC-1 : Kári Jónsson
  • ECC-2 : Eyþór Reynisson
  • Tvímenningur: Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason
  • B flokkur: Guðbjartur Magnússon
  • B40+ : Magnús Guðbjartur Helgason
  • Kvennaflokkur: Signý Stefánsdóttir

Nánari úrslit eru á MyLaps

Nánari úrslit í B-flokkum og kvennaflokki eru hér (excel skjal)