Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Staðan í B-flokkunum og dagskrá morgundagsins

Síðustu umferðirnar í Íslandsmótinu í Enduro-Cross Country fara fram á morgun í Skagafirðinum, nánar tiltekið á Skíðavæðinu í Tindastóli. Keppni hefst klukkan 11 og stendur til klukkan 16. Hvetjum við Skagfirðinga og nærsveitunga að fjölmenna á svæðið og fylgjast með.

Hér er dagskráin í heild sinni.

Hér svo staðan í B-flokkunum fyrir keppnina (aðrir flokkar eru á MyLaps.com)

Lesa áfram Staðan í B-flokkunum og dagskrá morgundagsins

Dagskrá fyrir MXoN keppnina á morgun

Þetta er ófölsuð ljósmynd. Brautin lítur HRIKALEGA vel út.

43 keppendur eru skráðir í MXoN styrktarkeppnina sem fram fer  á morgun á Selfossi. Enn er þó pláss fyrir fleiri keppendur og það helst í kvennaflokki, 85 flokki og C flokki. Annars er pláss laust í öllum flokkum, brautinn verður vökvuð í dag og í kvöld þannig að brautinn verður alveg 100%. Sýnum stuðning og höfum gaman að deginum, hlökkum til að sjá sem flesta.

10:00 Mæting  / Skráning

10:30 – 10:50 Hópur 1 Æfing (MX85, Kvenna, C & Heiðursmenn)
11:00 – 11:20 Hópur 2 Æfing (MX B & MX Open)
11:20 – 11:50 Hlé

12:00 – 12:15 MX 85 & Kvenna
12:20 – 12:35 C & Heiðursmenn
12:40 – 12:55 MX B
13:00 – 13:15 MX Open

Lesa áfram Dagskrá fyrir MXoN keppnina á morgun

Skráning hafin í MXoN styrktarkeppnina

Skráning hefst hér með í styrktarkeppni fyrir íslenska landsliðið sem mun keppa á Motocross of Nations í Frakklandi  17 og 18 September.

Keppnin verður haldin í hinni frábæru braut á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.

Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.
Lesa áfram Skráning hafin í MXoN styrktarkeppnina

Íslandsmeistarar krýndir eftir frábæra keppni í Bolaöldu

Eyþór Reynisson Íslandsmeistari í motocrossi 2011

Í dag fór fram í blíðskaparveðri í Bolaöldu lokaumferðin í Íslandsmótinu í motocrossi. Íslandsmeistar í sínum flokkum urðu eftirfarandi:

  • Eyþór Reynisson í MxOpen og Mx2
  • Karen Arnardóttir í MxKvenna
  • Hinrik Ingi Óskarsson í MxUnglinga
  • Einar Sigurðsson í 85 cc flokki
  • Ernir Freyr Sigurðsson í B-flokki
  • Ragnar Ingi Stefánsson B40+ flokkur

Í keppninni í dag urðu úrslitin þessi:
Lesa áfram Íslandsmeistarar krýndir eftir frábæra keppni í Bolaöldu

Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst

Já það er komið að skemmtilegustu keppni ársins sem er styrktarkeppni fyrir Íslenska landsliðið í Motocross sem keppir á Motocross of Nations í Frakklandi  17&18 September.

Keppnin verður haldin í nýuppgerði braut Selfyssinga á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.

Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

  • MX Open: Opinn flokkur MX1-MX2-Unglingaflokkur
  • MX85 + kvenna: Mx kvenna – 85kvk – 85 KK
  • MX B: Bestu úr 85cc KK, +40
  • C Flokkur: Fyrir þá sem eru að keppa í fyrsta skipti
  • H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.

Lesa áfram Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst

„Kannski erum við ágætir í endúró“

International Six days enduro keppnin er líklega elsta mótorsportkeppni í heiminum þar sem enn er keppt árlega. Keppnin var fyrst haldin árið 1913 í Englandi og verður haldin í Finnlandi í 86.skipti í ár og þykir mikill heiður að sigra keppnina. Íslendingar eru að senda lið til keppninnar í fyrsta skipti og er þetta fyrsta landslið sem MSÍ hefur sent til keppni í Enduro.

Haukur Þorsteinsson hefur verið aðaldrifkrafturinn á bakvið för liðsins í ár og vefstjóri náði af honum spjalli í gær þegar liðið kom saman kvöldið fyrir brottför. „Ég hef alltaf haft áhuga á að hjóla bæði enduro og annað svo hefur maður heyrt í mönnum tala mikið um þetta Six days í gegnum árin en ég hef aldrei hugsað útí neinar alþjóðlegar keppnir eða landslið og vissi í raun ekki af þessari keppni eða um hvað hún snérist. Á endanum fór ég á netið og leitaði uppi keppnina og las mig til. Ég minntist svo á þetta við Kalla Gunnlaugs formann MSÍ og þar frétti ég að menn hafi oft spáð í að senda lið og en alltaf eitthvað staðið í veginum. Ég spurði hann hvort ég ætti ekki bara að setja saman hóp því kannski erum við ágætir í enduro. Það var lítið mál og ég tók upp símann og hringdi í menn sem ég taldi koma til greina, allir tóku vel í þetta en kostnaðurinn var auðvitað talsverður sem setti strik í reikninginn. Það var úr að við erum að fara 6 ökumenn og 6 aðstoðarmenn og allir bara skelfilega spenntir.“

Liðið klár fyrir brottför: Jonni, Daði, Kári, Haukur, Árni og Stefán

Hvað eruð þið eiginlega að fara útí?

Lesa áfram „Kannski erum við ágætir í endúró“