Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Landsliðið valið

Stjórn MSÍ samþykkti á stjórnarfundi 25.07.2011 að Gunnlaugur Karlsson tæki við liðstjórn landsliðs MSÍ fyrir Motocross of Nations, einnig var samþykkt á sama stjórnarfundi að Karl Gunnlaugsson og Stefán Gunnarsson myndu f.h. MSÍ velja landslið í samráði við Gunnlaug til þáttöku í Frakklandi 17. og 18. September eftir 4. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross.

Landsliðþjálfarinn Gunnlaugur Karlsson hefur tilkynnt lið Íslands í samráði við stjórn MSÍ til þáttöku á Moto-Cross of Nations sem fer fram í Frakklandi dagana 17. og 18. september.

Eftirfarandi ökumenn keppa fyrir Íslands hönd á MX of Nations 2011:

MX1 – Viktor Guðbergsson / Suzuki
MX2 – Eyþór Reynisson / Honda
MX Open – Kári Jónsson / TM Racing
Liðstjóri: Gunnlaugur Karlsson

Lesa áfram Landsliðið valið

Kári Jónsson í sérflokki á Akureyri í 3 og 4 umferð ECC

Kári Jónsson á Akureyri um helgina

Tekið af motosport.is

Um helgina fór fram 3 og 4 umferðin í ECC (enduro cross country) og fór hún fram við frábærar aðstæður á Akureyri.  Eins og alltaf stóðust norðanmenn væntingar og vel að hvað brautarlögn varðar og voru keppendur mjög ánægðir með brautina og var hún með góðu flæði þó svo að norðanmenn kvarti undan því að það hafi vantað einhvern „grodda“ í hana til að gera hana virkilega spennandi.  En fyrir meirahluta keppenda að þá leyndi hún á sér og veit ég ekki til þess að nokkur hafi ekki verið farin að finna aðeins fyrir því í skrokknum eftir báðar umferðirnar og var þá mýrin lúmsk þó lítil væri.  Einnig var alltaf nóg um að vera við hliðið og er ég á því að þetta bólukerfi sé að bjóða upp á skemmtilegri upplifun en mælarnir.  Alla vega var alltaf eitthvað um að vera við hliðið og fólk gat miklu betur fylgst með hverjir voru fremstir þó svo að það hafi farið í skapið á einhverjum hvað sumir voru lengi að láta pípa á sig.

Lesa áfram Kári Jónsson í sérflokki á Akureyri í 3 og 4 umferð ECC

Skráning keppnisliða í motocross

Keppnislið í Moto-Cross athugið að skrá þarf keppnislið á skraning@msisport.is, taka þarf fram nafn liðs, keppendur og keppnisnúmer þeirra ásamt liðsstjóra. Skráningargjald fyrir keppnislið er 5.000,- fyrir árið og þarf að leggja það inn á reikning MSÍ Kt. 500100-3540 Banki 525-26–401270 og senda staðfestingu á greiðslu á skrning@msisport.is .

Nánari upplýsingar um skráningu liða er að finna hér. Athugið, ógreitt lið telur engin stig

 

Klausturskeppninni frestað um óákveðinn tíma!

Fréttatilkynning vegna Klaustur 2011

Stjórn VÍK og MSÍ FRESTAR fyrirhugaðri Klausturskeppni 28. maí 2011.

Ný dagsetning á keppninni verður ákveðin þegar náttúruöflin ákveða að sleppa takinu á landinu.

Þessi ákvörðun er okkur þungbær en nauðsynleg.

Hvetjum alla þá sem hafa pantaða gistingu til að afboða komu sína á svæðið.

Stjórn VÍK og MSÍ

 

Dagskrá morgundagsins

Íslandsmeistarmótið í Enduro CC / Dagskrá 2011

Skoðun:
Enduro CC / Meistara og Tvímenningur 10:00 –  10:20
Enduro CC / B flokkar 10:20 – 10:40

1. umferð keppnisdags:
Flokkur: Röðun á ráslínu: Aksturstími:
Meistaraflokkur ECC-1 og ECC-2 11:10  90 mín.
Tvímenningur 11:10  89 mín.
B flokkar 11:11  45 mín.

2. umferð keppnisdags:
Flokkur: Röðun á ráslínu:  Aksturstími:
Meistaraflokkur ECC-1 og ECC-2 14:00 90 mín.
Tvímenningur 14:00  89 mín.
B flokkar 14:01  45 mín.

Verlaunaafhending kl: 16:00

Sjá nánari útgáfu hér.