Stjórn MSÍ samþykkti á stjórnarfundi 25.07.2011 að Gunnlaugur Karlsson tæki við liðstjórn landsliðs MSÍ fyrir Motocross of Nations, einnig var samþykkt á sama stjórnarfundi að Karl Gunnlaugsson og Stefán Gunnarsson myndu f.h. MSÍ velja landslið í samráði við Gunnlaug til þáttöku í Frakklandi 17. og 18. September eftir 4. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross.
Landsliðþjálfarinn Gunnlaugur Karlsson hefur tilkynnt lið Íslands í samráði við stjórn MSÍ til þáttöku á Moto-Cross of Nations sem fer fram í Frakklandi dagana 17. og 18. september.
Eftirfarandi ökumenn keppa fyrir Íslands hönd á MX of Nations 2011:
MX1 – Viktor Guðbergsson / Suzuki
MX2 – Eyþór Reynisson / Honda
MX Open – Kári Jónsson / TM Racing
Liðstjóri: Gunnlaugur Karlsson