Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Skráning í Enduro-liðakeppni stendur yfir

Skráning keppnisliða í Íslandsmótaröð MSÍ í Enduro Cross Country er opin til miðnættis 13.05.2011 skrá skal lið samkvæmt reglum MSÍ (á skraning@msisport.is) um liðakeppni sem er að finna hér.

Skráningargjald keppnisliðs er 5.000,- og skal það leggjast inn á reikning MSÍ áður en skráningarfrestur rennur út.
Kt. 5001003540 | Banki 525-26–401270

 

Skráningu lýkur í kvöld

Létt áminning:

Skráningu í fyrstu umferðina í Enduró Cross Country lýkur í kvöld klukkan á mínútunni 21.00.

Skráningin fer fram á vef MSÍ og þegar þetta er ritað eru um 50 skráðir

Skráning hafin í Endurokeppnina

Skráning fyrir 1. og 2. umferð Íslandsmóts MSÍ í Enduro CC hefur verið opnuð hér á msisport.is. Skráningarkerfið verður opið til kl: 21:00 þriðjudaginn 10. maí. Engar undantekningar verða gerðar á skráningu eftir að skráningartíma líkur, keppendur þurfa að prófa innskráningu á msisport.is tímanlega og tilkynna með 1-2 sólahrings fyrirvara ef innskráning virkar ekki þannig að hægt sé að bregðast við vandamálum sem upp koma tímanlega.

Keppnisgjöld eru óbreytt frá 2010, B flokkur, B Kvenna, B 40+ og B 85cc greiða 5.000,- / Meistaraflokkur E-CC1 og E-CC2 greiða 6.000,- og Tvímenningur 10.000,- Varðandi skráningu íTvímenningsflokk þá skráir einn keppandi liðið og sendir tilkynningu á skraning@msisport.is um liðsfélaga. MSÍ útvegar Tvímenningsliðum keppnisnúmer eftir óskum liðs en sækja þarf um númer á skraning@msisport.is fyrir viðkomandi lið, muna að tilkynna fullt nafn þess sem á skráninguna og liðsfélaga.

Allir keppendur sem taka þátt í Íslandsmeistarkeppnum MSÍ þurfa að hafa greitt félagsgjöld til síns aðildarfélags fyrir viðkomandi keppnistímabil.

Aksturstími fyrir Meistaradeild E-CC1 / E-CC2 og Tvímenning er 2x 90 mín. Aksturstími fyrir B flokka er 2x 45 mín.

Nánari keppnisdagskrá ásamt uppfærslu á reglum mun birtast hér á msisport.is á næstu dögum.

Númeraskiptatímabilið er NÚNA

Keppendur sem kepptu árið 2010 geta sótt um breytingu á keppnisnúmeri frá 28. apríl. – 2.. maí. Skoðið reglurnar hér að neðan vel áður en send er inn beiðni, eingöngu verður svarað póstum sem eru réttir samkvæmt reglunum, ekki er tekið við beiðnum í síma.

Laus 2 stafa númer eru:

20,36,37,43,45,48,49,53,54,55,56,59,60,62,65,67,68,70,71,72,74,75,80,82,83,86,89,93,96,97, einnig er fjöldi númera frá 100-500 laus.

Lesa áfram Númeraskiptatímabilið er NÚNA

Keppnistímabilið í Evrópu byrjar í dag

Sumarið byrjar formlega í dag þegar Heimsmeistarakeppnin í Motocrossi hefst  með keppni í Búlgaríu. Tímatökur eru MX1 og MX2 í dag en kvennakeppnin verður í heild sinni í dag (sjá dagskrá neðar). Eins og vanalega er talsverð spenna fyrir keppnina og menn farnir að svitna af stressi.

Í ár verður Bryndís Einarsdóttir líklega okkar eini keppandi í Heimsmeistarakeppninni. Hún verður númer 66 eins og áður og um helgina verður eina kvennakeppnin sem sjónvarpað verður. Bryndís hefur ekki hjólað mikið í vor eftir meiðsli sem hún hlaut í janúar en nú er allt að komast á skrið.
Eyþór Reynisson mun keppa í völdum keppnum í Evrópumótaröð 21 árs og yngri (EMX125) sem er keyrð samhliða nokkrum MX1 keppnum og verður möguleiki að sjá hann eitthvað í sjónvarpi.

Fjórfaldur heimsmeistari Antonio Cairoli þarf að verja titilinn frá landa sínum David Philippaerts, Belganum Clement Desalle, liðsfélaganum Max Nagl og Ben Townley sem nýkominn er frá Ameríku, til að nefna einhverja. Ef Cairoli nær fimmta titlinum er hann kominn upp við hlið Joel Smets, Georges Jobe, Eric Geboers og Roger De Coster í fjölda titla.

Þjóðverjinn Ken Roczen er talinn líklegastur til að sigra í MX2 flokknum þó svo mikið af hæfileikaríkum ungum strákum muni gefa allt sitt í að sigra. Meistari fyrra árs, Marvin Musquin, ætlar að spreyta sig í Ameríku í sumar.

Lesa áfram Keppnistímabilið í Evrópu byrjar í dag