Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Keppnisdagatal uppfært

Keppnisdagatal MSÍ 2011 hefur verið uppfært og eru komnar inn kvartmílu- og sandspyrnukeppnir.

Breyting verður á Moto-Cross dagskrá 4. umferð sem vera átti 6. ágúst, þessi keppni færist fram um viku til 30. júlí. um Verslunarmannahelgi.

kv.
Kalli

Hér er tengill á dagatalið

Nýju tollalögin túlkuð misjafnlega

Sverrir Jónsson skrifar athyglisverða grein í dag um nýju tollalögin á motosport.is.

Stefnir í hart við tollstjóraembættið – túlka nýtt frumvarp um vörugjöld og keppnistæki mjög þröngt

Fyrir skömmu fögnuðum við hjólamenn því mikið að loksins yrði tekið tillit til þess að motocrosshjól eru keppnistæki og niðurfelling fengist því á vörugjaldi.  En ekki var Adam lengi í paradís og nú hefur komið í ljós að tollstjóraembættið gerir allt sem í þeirra valdi stendur til þessa hanga á sinni stífni og sýnir þessu lítinn skilning.  Túlka þeir löggjöfina eins þrönga og þeir mögulega geta og líta þeir á að motocrosshjól séu ekki sérsmíðað keppnistæki þó svo að það sé skýrt tekið fram af framleiðanda að um sérhæft keppnistæki sé um að ræða sem eingöngu má aka á þar til gerðum, lokuðum, samþykktum keppnisbrautum.  Lesa áfram Nýju tollalögin túlkuð misjafnlega

Tryggingamál

ÍBR hefur unnið að því undanfarið að taka saman hvert er hægt að sækja endurgreiðslur vegna íþróttaslysa. Markmið með þessari vinnu var að hafa tiltækt á einum stað upplýsingar fyrir iðkendur og/eða forráðamenn þeirra því stundum getur þetta verið nokkuð flókið ferli. Ýmsir sérfróðir aðilar hafa lesið yfir efnið og þ.á.m. fulltrúar Menntamálaráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands.

Lesa áfram Tryggingamál

Kári, Þorgeir, Ingvi og Signý Íslandsmeistarar í Íscrossi

Daði Erlingsson sigraði í Vetrardekkjaflokki í síðustu umferð ársins í Íscrossi sem haldin var á Mývatni í gærkvöldi. Kári Jónsson sem var með fullt hús stiga fyrir mótið, vann fyrsta mótóið en í öðru og þriðja mótóinu gekk ekki eins vel og endaði hann fimmti og þriðji. Fyrir lokamótóið var þá komin smá spenna í titilbaráttuna en Kári hafði það að lokum og sigraði í Íslandsmótinu með 16 stiga forystu. Jón K. Jacobsen (Nonni lóbó) vann þó síðasta mótó ársins og vann silfurverðlaun í keppninni.

Guðbjartur Magnússon sigraði í Unglingaflokki en Ingvi Björn Birgisson varð Íslandsmeistari.

Jón Ásgeir Þorláksson sigraði í Opnum flokki með fullt hús stiga en Þorgeir Ólason varð annar og tryggði sér með því Íslandsmeistaratitilinn.

Signý Stefánsdóttir sigraði á heimavelli í kvennaflokknum með fullt hús stiga. Hún var einu mótói, því fyrsta á árinu) frá því að vinna titilinn með fullt hús stiga. Hún endaði 21 stigi á undan Ásdísi Elvu Kjartansdóttur.

Keppnisreglur fyrir Klaustur

MSÍ og VÍK hafa gefið út keppnisreglur fyrir TransAtlantic Off-Road Challenge (Klaustur). Fljótt á litið eru ekki miklar breytingar en vissir hlutir eru útskýrðir nánar en áður. Stærsta breytingin er án efa að „Vítið“ er orðið 10 mínútur og þriðja vítið merkir vísun úr keppni. Með þessu er gefið til kynna að hart verður tekið á svindli.

Algjör skyldulesning fyrir alla keppendur.

Klaustur reglur

Tékklisti fyrir Klaustur

Svona létt yfirferð yfir helstu hluti sem þurfa að vera klárir á fimmtudaginn.

  1. Skrá sig í klúbb/Borga félagsgjaldið. VÍK eða einhvern annan klúbb
  2. Skrá sig á msisport.is kerfið. Nýskráningar fara fram á www.felix.is. Það tekur allt að einn dag að verða virkt þannig að það er best að gera þetta NÚNA
  3. Búa til lið! Tveggja manna? Þriggja manna? Eða bara að taka sóló?
  4. Tékka hvort kreditkortið sé í gildi og eitthvað sé eftir af heimildinni.
  5. Taka frá fimmtudagskvöldið klukkan 22! Þá byrjar skráningin á www.msisport.is

Svo hafið þið 12 vikur til að kaupa hjól og hjálm, merkja gallann, koma ykkur í form, æfa sig að keyra í sandi, panta gistingu og smyrja samlokur.