Lyfjaeftirlit ÍSÍ í samvinnu við lyfjafræðinema við HÍ stendur fyrir málþingi um lyfjamisnotkun og íþróttir þann 23. nóvember n.k. Er málþingið hluti af námskeiði 5. árs nema í klínískri lyfjafræði við Háskóla Íslands.
Helstu umfjöllunarefnin eru almenn umfjöllun um lyfjamisnotkun og íþróttir, náttúruefni og fæðubótaefni, notkun vefjaaukandi efna og stera auk þess sem fjallað er um mismunandi deilu- og vafamál. Í lok málþingsins verður samantekt á efni dagsins og tækifæri fyrir umræður og fyrirspurnir.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestrarnir verða haldnir í húsakynnum Háskóla Íslands við Stakkahlíð í salnum Bratta (sjá nánarhér). Dagskráin stendur frá kl. 9.00-16.00, nánari upplýsingar um fyrirlestrana er að finna sem viðhengi hér.