Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Ágætis skráning í endúró á Akureyri

Önnur umferðin í Enduro Cross Country Íslandsmótinu fer fram á Akureyri á laugardaginn. Ágætis skráning er í mótið og eru alls tæplega 100 skráðir til leiks í 7 flokkum. Spáð er hitabyljgu á Norðurlandi á laugardaginn og Akureyringar hafa lofað braut með góðu flæði þannig að allt stefnir í frábært mót. Þeir sem eru fyrir norðan ættu að fylgjast með upplýsingum um vinnukvöld á kka.is

Hér er listi yfir alla skráða.

Muna skráningu í Endúrómótið

Nú er tæp vika í aðra umferðina í Íslandsmótinu í Endúró. Keppnin verður haldin á Akureyri og er skráningin á www.msisport.is og lýkur henni á þriðjudagskvöld kl. 23.59.

Breytingar á dagskrá motocross keppna

Moto-Cross dagskrá 2010 hefur verið löguð til eftir að kom í ljós að hvíldartími á milli Moto 1 og2 í B flokk og Kvennaflokk var of stuttur. Matarhlé sem var strax eftir tímatökur hefur verið fært til og er nú Moto 1 í B flokk og Kvennflokk strax á eftir tímatökum og svo kemur matarhléið. Að öðru leiti er dagskráin óbreytt frá því sem var. Engar frekari breytingar verða á Moto-Cross dagskrá 2010. Hugsanlegar breytingar fyrir keppnistímabilið 2011 verða ræddar nánar á formannfundi í haust.

Reykjavík. 9. júní. 2010

Stjórn MSÍ

Motocrossið á laugardaginn við Ólafsfjörð

msi_logo_150pxFyrir fyrstu MX keppni ársins á vegum MSÍ og Vélsleðafélags Ólafsfjarðar,  þá eru hér birtar upplýsingar um mótstjórn og dagskrá:

Kristinn Gylfason er mótstjóri, Helgi Reynir brautarstjóri og Baldvin Gunnarsson verður skoðunarmaður. Mótstjórn vill minna keppendur og aðstandendur að muna eftir gögnum vegna skoðunar og vera með útfyllta yfirlýsingu vegna þáttöku yngri keppenda. Allar nánari upplýsingar um keppnisreglur, dagskrá keppninar og eyðublöð er að finna á heimasíðu MSÍ.

Hér er Dagskrá dagsins

Hér eru nýju motocross reglurnar

kv Mótstjórn og MSÍ

Muna að skrá sig í Motocrossið

msi_stort.jpgFyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Motocrossi fer fram á laugardaginn á Ólafsfirði. Nú er skráningin komin á fullt á MSIsport.is.

Ekki klikka á því að skrá þig! Skráningu lýkur á þriðjudagskvöld.

Skráning er hafin, lýkur á miðvikudagskvöld.

1. umferð Íslandsmótsins í Enduro Cross-Country fer fram laugardaginn 8. maí í Jósepsdal. Jósepsdalur er við Bolaöldu, akstursíþróttasvæði VÍK sem flestum er kunnugt um. Skráning er hafinn á msisport.is

Skorum á keppendur sem ætla að keppa saman á Klaustri að skrá sig í tvímenning og taka létta æfingu fyrir keppnina, koma sér í hjólagírinn.