Í framhaldi af upplýsingum frá MSÍ í gær (í þessari færslu) þá er hér dagskráin fyrir keppnina á laugardaginn og upplýsingar um flokkana. Lesa áfram Aðeins meira um Endurokeppnina
Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ
Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.
Íslendingar í Evrópu

Íslenskir motocross ökumenn eins og aðrir íþróttamenn hafa löngum haft þörf fyrir að bera sig saman við þá bestu í heiminum. Raggi og Nonni freistuðu gæfunnar á níunda áratug síðustu aldar og svo hafa nokkrir fylgt í kjölfarið, bæði í motocross og enduro. Á síðustu árum, eftir að Íslendingar hafa orðið fullgildir meðlimir í alþjóðasamfélaginu, eftir inngöngu MSÍ í FIM hefur orðið nokkuð áberandi aukning í þessum útflutningi. Motocross.is heyrði í tveimur ungum ökumönnum sem eru að freista gæfunnar í Evrópu um þessar mundir. Þetta eru þau Aron Ómarsson og Bryndís Einarsdóttir. Lesa áfram Íslendingar í Evrópu
Athöfn fyrir Íslandsmeistara VÍK
Mánudaginn 8. febrúar kl. 16:45 mun Íþróttabandalag Reykjavíkur veita um 650 reykvískum íþróttamönnum frá 13 ára aldri viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitla á árinu 2009. Hér er að neðan er listi íþróttamanna sem hér með eru boðnir á athöfnina sem fer fram í Ráðhúsinu.
Þess má geta að auk verðlaunagripanna þá verða dregin út útdráttarverðlaun Hér
Íslandsmeistarar: Lesa áfram Athöfn fyrir Íslandsmeistara VÍK
Númeraskiptatímabilið er núna
Samkvæmt reglum MSÍ er hægt að skipta um númer einu sinni á ári. Sá tími er núna, eða eins og stendur í tilkynningu frá MSÍ:
Keppendur sem kepptu árið 2009 geta sótt um breytingu á keppnisnúmeri frá 4. – 6. febrúar. Skoðið reglurnar hér að neðan vel áður en send er inn beiðni, eingöngu verður svarað póstum sem eru réttir samkvæmt reglunum, ekki er tekið við beiðnum í síma. Lesa áfram Númeraskiptatímabilið er núna
Uppstokkun á keppnisfyrirkomulagi
MSÍ hefur tilkynnt niðurstöðu fundarhalda um síðustu helgi. Ljóst er að nokkuð mikil breyting verður á keppnishaldi í motocrossi og enduro á næsta ári þó svo ekki sé endanlega komin mynd á niðurstöðurnar. Eftirfarandi er tilkynning frá stjórn MSÍ:
Formannafundur og Þing MSÍ samþykkti einróma eftirfarandi breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Moto-Cross og Enduro fyrir keppnistímabilið 2010. Eftirfarandi eru breytingar sem munu taka gildi um áramótin þegar fullkláraðar keppnisreglur munu liggja fyrir frá keppnisnefnd.
Bryndís og Bjarki akstursíþróttamenn ársins

Bryndís Einarsdóttir og Bjarki Sigurðsson voru um helgina valin akstursíþróttamenn ársins af Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands. Bryndís náði góðum árangri í sumar á alþjóðavettvangi en hún endaði í 9.sæti í sænska meistaramótinu og í 31.sæti í Heimsmeistarakeppninni með 10 stig. Bjarki náði frábærum árangri i í þremur greinum í sumar sem endaði með titli í þeim öllum; snjócrossi, motocrossi og enduro. Bæði eru þau fyrirmyndar íþróttamenn jafnt innan brautar sem utan.
Lesa áfram Bryndís og Bjarki akstursíþróttamenn ársins