Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Vantar menn í stjórn MSÍ

Formaður MSÍ skrifaði grein á vefsíðu MSÍ þar sem hann óskar eftir mönnum til að bjóða sig fram til stjórnar. Einnig er grein þá sem hafa nú þegar boðið sig fram. Hér er greinarnar:

Nú líður senn að aðalþingi MSÍ sem fer fram laugardaginn 14. nóvember n.k. og hafa aðeins borist 4 framboð til stjórnar MSÍ, 3 sitjandi stjórnarmenn þeir Jóhann Halldórsson, Guðmundur Hannesson og Stefán Gunnarsson ásamt undirrituðum formanni MSÍ hafa gefið kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn MSÍ.

Lesa áfram Vantar menn í stjórn MSÍ

Uppskeruhátíð MSÍ

Uppskeruhátíð MSÍ fer fram laugardagskvöldið 14. nóvember í veislusal Rúbín við Öskjuhlíð. Húsið opnar kl: 19:00 og boðið verður upp á glæsilegan 3 rétta kvöldverð. Koníaksbætt humarsúpa er í forrétt, Lynggrillaður lambalærisvöðvi á sveppaturni ásamt sherrysveppasósu og kryddkartöfluteningum í aðalrétt og ofnbakaður banani hjúpaðu myntu súkkulaðisósu í eftirrétt.

Að loknum kvöldverði fer svo fram verðlaunaafhending fyrir Enduro og Motocross, myndbönd frá sumrinu verða frumsýnd ásamt ýmsum aukaverðlaunum og fleiru óvæntu. Karl Örvarsson stjórnar veislunni og hljómsveitin Vítamín mun svo sjá um fjörið fram á nótt.

Miðasala fer fram á síðu MSÍ og þarf að skrá sig inn eins og um keppni sé að ræða, flokkarnir koma fram eftir fjölda miða sem verslaðir eru 1x 2x 3x 4x eða 5x árshátíð. Miðaverð er 7.900,- á mann. ATH. Takmarkaður miðafjöldi er í boði þannig að rétt er að bóka sér miða strax.

Stjórn MSÍ.

Íslandsmeistarar: Skila bikurum

Íslandsmeistarar frá því í fyrra eru vinsamlega beðnir um að skila bikurum í verslunina Moto fyrir helgi. Annars verða dregin af ykkur 25 stig á næsta ári!

Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun

isi.gifHaustannarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 2. nóv. nk. Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.
Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.
Fjarnámið er öllum opið 16 ára og eldri sem áhuga hafa. Nemendur skila verkefni í hverri viku auk lokaverkefnis og krossaprófa. Hlé verður gert á náminu frá miðjum desember og fram í janúar.
Skráning er til 29. október á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Þátttökugjald er aðeins kr. 3.500.-
Allar frekari uppl. veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 og á vidar@isi.is

Kreppukeppni 24.okt

Vélhjóladeild ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn hefur ákveðið að halda motocrosskeppni þann 24.október næstkomandi. Keppnin ber heitir „Kreppukeppni“ og er þetta annað árið í röð sem keppnin fer fram. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta allt á léttu nótunum en einnig eru vinningarnir rausnarlegir og nytsamlegir, ekki stórir bikarar heldur eitthvað ætilegt.

Keppnin verður með svipuðu sniði og í fyrra, keppt í fullt af flokkum og léttleikinn í fyrirrúmi. Skráning opnar á vef MSÍ fljótlega og dagskráin verður auglýst nánar hér á vefnum.

Fyrir þá sem ekki vita er frábær motocrossbraut rétt við Þorlákshöfn sem er nothæf nánast allt árið þar sem snjólétt er á svæðinu og sandurinn í henni tilvalinn í akstur þó svo að það sé létt frost. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um brautina.

Styttist í uppskeruhátíð og Aðalþing MSÍ

msi_stort.jpgAðalþing MSÍ fer fram laugardaginn 14. nóvember í Íþróttamiðstöðinni Laugardal og hefst kl: 11:00

Formenn aðildarfélaga MSÍ eru vinsamlega beðnir að kynna sér lög sambandsins og senda inn beiðnir um þingmál sem þeir vilja að tekin verða fyrir á þinginu. Einnig er óskað eftir framboðum til stjórnar, varastjórnar og til nefndarsetu.

Uppskeruhátíð MSÍ fer fram sama dag og hefst dagskráin kl: 19:00 í Rúbín Öskjuhlíð, uppskeruhátíðin verður auglýst nánar næstu daga en um glæsilega dagskrá er að ræða með borðhaldi og dansleik. Þar verða veittir Íslandsmeistaratitlar ársins 2009.

Íslandsmeistarar í öllum flokkum síðasta árs, vinsamlega skilið inn farandbikurum i verslunina Moto, Rofabæ 7 fyrir 25.október.