Síðasti skráningardagur er í dag í fjórðu umferð Íslandsmótsins í motocross sem fer fram í Sólbrekkubraut á laugardaginn.
Skráið ykkur hér og nú.
Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.
Síðasti skráningardagur er í dag í fjórðu umferð Íslandsmótsins í motocross sem fer fram í Sólbrekkubraut á laugardaginn.
Skráið ykkur hér og nú.
Stjórn MSÍ hefur falið Stefáni Gunnarssyni stjónarmanni MSÍ að leiða landslið Íslands í Moto-Cross til keppni á MX of Nations sem að þessu fer fram í byrjun október á Ítalíu.
Stefán Gunnarsson landsliðseinvaldur mun skipa lið Íslands eftir 4. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fram fer í Sólbrekku 8. ágúst.
Stjórn MSÍ mun leggja liðinu til fararstyrk en gera má ráð fyrir að landsliðið haldi til Ítalíu í lok september og verði við æfingar ytra vikuna fyrir keppnina sem fram fer á Ítalíu dagana 3. og 4. október.
Mótanefnd KKA hefur óskað eftir að halda 5. & 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro á akstursíþróttasvæði félagsins við Hlíðarfjall.
5. & 6. umferðin hefur verið laus til umsóknar frá því í vetur og fagnar stjórn MSÍ þeim krafti sem er í félagsmönnum KKA á bjóða sig fram til framkvæmdar þessarar keppni.
Stjórn MSÍ hefur samþykkt umsókn KKA og mun keppnin fara þar fram 5.september samkvæmt keppnisdagatali MSÍ.
Minni flaggara á stuttan hitting upp í Álfsnesi í kvöld, fimmtudaginn 23 júlí kl.20:30. Þetta verður örstuttur fundur fyrir mótið á laugardag og eiga allir að hafa fengið póst um innihald fundarins. Einnig getur verið gott fyrir þá sem aldrei hafa komið upp í Álfsnes að koma og skoða aðstæður.
Viljum árétta það, þar sem svo margir virðast alltaf bíða með það fram á síðustu stundu eða hreinlega gleyma því, að skráning rennur út á miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 21 júlí fyrir þriðju umferð Íslandsmeistaramótsins í motocrossi. Eitthvað hefur verið um það að fólk gleymir aðgangsorði sínu eða lendir í veseni og þá er oft of seint í rassinn gripið og lítið hægt að gera til að bjarga málunum. Þannig að betra er að skrá sig í tíma, ef eitthvað skyldi koma upp á, svo hægt er fyrir viðkomandi að leita til MSÍ eða síns félags ef þeir lenda í vandræðum með sjálfa skráninguna.
3. umferð Íslandsmóts MSÍ í Moto-Cross fer fram á akstursíþróttasvæði VÍK á Álfsnesi laugardaginn 25. júlí. Lokadagur skráningar er um miðnætti þriðjudaginn 21. júlí. Það skal áréttað að skráningu líkur á fyrrgreindum tíma og eru engar undanþágur frá því, best er því að skrá sig tímanlega þannig að hægt sé í tíma að greiða úr einhverjum mistökum í tíma. Álfsnes brautin hefur nýlega verið tekin öll í gegn en hefur tréspæni verið blandað við jarðveginn allann hringinn. Þetta var einnig gert í brautinni hjá KKA á Akureyri og gafst vel.
Hörkubarátta hefur verið í flestum flokkum í fyrstu tveimur umferðum ársins og staðan til Íslandsmeistara opinn í flestum flokkum.
Rétt er að minna keppendur á að „MX dagskrá 2009“ er að finna undir „Reglur“ á heimasíðu MSÍ og gott er að prenta hana út og hafa með sér á keppnisstað. Einnig er gott að hafa meðferðis útprentun af keppnisreglum.
Keppendur undir 18 ára aldri þurfa að koma með þáttöku yfirlýsingu sem skal undirrituð af forráðamanni, þáttökuyfirlýsingu er að finna undir „Reglur“ á heimasíðu MSÍ. Það sparar mikinn tíma fyrir skoðunarmenn að þeir keppendur sem þurfa þáttökuyfirlýsingu hafi hana með sér tilbúna þegar þeir mæta í skoðun.
Keppendur ATH. reikna má með að hjól verði hávaðamæld á Álfsnesi og því rétt að passa upp á að púst / hljóðkútar séu í lagi.
Stjórn MSÍ