Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Dagskrá fyrir Kreppukeppnina

Kreppukeppni Þorlákshöfn 29.11.2008
Byrjar: Endar: Lengd:
Mæting / Skoðun

10:30

11:00

Æfing. 85cc / Kvenna

11:10

11:25

15 mín

Æfing. B / 40+

11:30

11:45

15 mín

Æfing. Unglinga / Open

11:50

12:05

15 mín

Moto 1. 85cc / Kvenna

12:15

12:27

12 + 2 hringir
Moto 1. B / 40+

12:37

12:52

15 + 2 hringir
Moto 1. Unglinga / Open

13:02

13:22

20 + 2 hringir
Moto 2. 85cc / Kvenna

13:32

13:44

12 + 2 hringir
Moto 2. B / 40+

13:54

14:09

15 + 2 hringir
Moto 2. Unglinga / Open

14:19

14:39

20 + 2 hringir
Verðlaun:

15:10

Landsliðsfundur hjá MSÍ

MSÍ hélt í gær fyrsta landsliðsfundinn sem undirbúning fyrir Motocross of Nations. Mættir voru þeir 10 sem valdir voru um daginn í hópinn og rætt var um framkvæmd og ýmislegt annað sem viðkemur vali á landsliðinu.
Ljóst er að 7 manns munu detta úr hópnum og mun það skýrast smátt og smátt fram að keppninni sjálfri sem haldin verður í USA 22. og 23. september.

Kynntur var

Lesa áfram Landsliðsfundur hjá MSÍ

ÍSÍ & FIM aðild

24. nóvember 2006 var Mótorhjóla & Snjósleðasamband Íslands formlega stofnað og tekið inn í ÍSÍ sem sérsamband fyrir þessar keppnisgreinar. Sama dag var Mótorsportsambandi Íslands formlega slitið en það var stofnað í janúar árið 2000 til þess að fara með keppnismál mótorhjóla og snjósleða ásamt því að vinna að stofnun sérsambands innan ÍSÍ og aðildar að FIM alþjóða keppnissamtökunum.
Þessum áfanga hefur nú loksins verið náð og teljast þessar íþróttagreinar nú undir þessum samböndum.
Þetta þýðir að “sportið okkar” hefur öðlast opinbera viðurkenningu og eiga nú þeir íþróttamenn og félög sem
Lesa áfram ÍSÍ & FIM aðild

Lyfjapróf / frá Vélhjóla og vélsleðanefnd ÍSÍ

{mosimage}
Keppendur í Motocross og Enduro eru beðnir að hafa í huga að þeir geta átt von á því
að þeir verði teknir í lyfjapróf á keppnisstað fyrir keppnir sumarsins.  Hægt er að kynna sér hvaða lyf eru á
bannlista á Lyfjavef ÍSÍ http://www.isisport.is/isinew/lyf/Lyfjamal_nysida.asp
 
Kveðja Vélhjóla og vélsleðanefnd ÍSÍ.
Lesa áfram Lyfjapróf / frá Vélhjóla og vélsleðanefnd ÍSÍ

Frá WADA

Nýr listi Alþjóða Lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) yfir efni og aðferðir sem bannað er að nota í íþróttum tekur gildi 1. janúar 2005. ÍSÍ hefur sent listann til allra íþróttafélaga og deilda í landinu til kynningar en einnig til héraðssambanda og sérsambanda. Mjög mikilvægt er að listinn verði kynntur íþróttafólki og öllum þeim sem þurfa starfs síns vegna að kunna skila á þeim lyfjum og aðferðum sem bannað er að nota í tengslum við íþróttaiðkun. Sérstaklega skal athuga að fyrirkomulagi um undanþágur vegna notkunnar lyfja af bannlistanum í lækningaskyni hefur verið breytt. Nú þurfa allir að sækja um undanþágur á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á vef ÍSÍ. Þetta þýðir að t.d. íþróttamenn sem nota astmalyf þurfa að sækja um undanþágu fyrir notkun þess, ekki dugir að greina frá því þegar viðkomandi er tekin í lyfjapróf.
Nánari upplýsingar má finna á lyfjavef ÍSÍ 

Með kveðju,
Anna Lilja Sigurðardóttir
Íþróttabandalag Reykjavíkur
annalilja@ibr.is
s. 5353706

Tilkynning frá Enduro nefnd / Skráning hafin

Vegna tafa á leyfum hefur enn ekki verið gefinn út staðsetning á keppnissvæði fyrir næstu helgi. Allar líkur eru á að keppnin fari fram á Hellu sunnan þjóðvegar 1 þar sem keppt var 2001 og 2002. Þetta svæði er eitt af þeim betra sem keppt hefur verið á, grónir sandmelar, gras, lækjarsprænur og drullupittir. Lítið sem ekkert grjót og engar þúfur = bara gaman ! Þar sem margir keppendur hafa dregið skráningu mun skráningarfrestur verða framlengdur til fimmtudags kl: 24:00 Endanleg staðfesting verður gefinn út á fimmtudag. Dagskrá verður sú sama og verið hefur í sumar hvað varðar keppnisdaginn.
kveðja Enduro nefnd.