Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

App frá MyLaps

Eins og flestum keppendum er kunnugt um þá notar MSÍ meðal annars tímatökukerfi sem heitir MyLaps. Kerfið er aðgengilegt á netinu en nú er einnig fáanlegt app fyrir iPhone. (Android útgáfa er væntanleg). Þar er hægt að sjá á aðgengilegan hátt úrslit og stöður í keppnum og mótum.

Leitið að  „Event results“ í iTunes store eða smellið hér.

Leiðrétting á úrslitum frá Akureyri

Þau leiðu mistök urðu við útreikning stiga í kvennaflokki að Signý sem kláraði ekki 1. moto fékk stig við útreikning stiganna en hefði átt að vera stigalaus. Með því lenti hún ranglega í þriðja sæti. Þetta var auðvitað ekki rétt. Þess í stað átti Einey Ösp Gunnarsdóttir að fá 3ju verðlaun í kvennaflokki. Við biðjumst afsökunar á þessu. Úrslitin á MyLaps hafa verið uppfærð.

Frábær keppni á Akureyri – úrslit og tímar komnir á MyLaps.com

KKA hélt í dag 5. umferð Íslandsmótsins í motocrossi með glæsibrag á frábæru svæði sínu ofan við Akureyri. Öll aðstaða, veður og braut voru nánast eins og best varð á kosið ef frá er talinn frískur vindur sem gerði annað slagið vart við sig. Keppnin gekk einnig vel fyrir sig, lítið sem ekkert um óhöpp og flott stemning. Öll úrslit og tímar eru komnir á MSÍ síðuna hér: http://msisport.is/pages/urslitogstada/ Helstu úrslit urðu sem hér segir: Lesa áfram Frábær keppni á Akureyri – úrslit og tímar komnir á MyLaps.com

Skráning í Unglingalandsmót hafin

Skráning í Unglingalandsmót UMFÍ er hafin á vef MSÍ. Keppnin verður haldin í glæsilegri braut Selfyssinga um verslunarmannahelgina.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Púkaflokkur 65cc2t/110cc4t 11-12 ára
85cc flokkur 85cc2t/150cc4t 12-15 ára
MX Unglingaflokkur 15-18 ára

Keppt í bæði stráka og stelpuflokk í öllum flokkum, sér verðlaun fyrir yngri aðila í bæði 85cc og unglingaflokki

Keppnin er á sunnudeginum um verslunarmannahelgina, hjólaskoðun hefst kl 9:00, frekari dagskrá verður gefin út sennilega á morgun eða fimmtudag

Hægt er að skrá  sig í alla flokka inni á msisport.is nema púkaflokkinn, ef einhver hefur áhuga þar er best að hafa samband bara beint við Axel Sigurðsson í síma 6617743 eða axelsig404@gmail.com

Við hvetjum alla sem hafa aldur til, að skrá sig sem fyrst

Landsliðið fyrir MXoN hefur verið valið

Gunnlaugur Karlsson liðstjóri Íslenska landsliðsins í Motocross hefur valið liðið í samráði við Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) sem mun taka þátt í Motocross of Nations í Lommel, Belgíu 29. og 30. september.
Motocross of Nations er stærsta motocrosskeppni sem keppt er í. Þykir mikil viðurkenning að sigra keppnina en keppt er í 3 flokkum og er einn keppandi í hverjum flokki. MX1 er flokkur 450cc hjóla, MX2 er flokkur 250cc hjóla og svo er opinn flokkur.

Liðið samanstendur af tveimur stigahæstu keppendunum í MX-Open og þeim stigahæsta í MX2 og því þrír sterkustu ökumenn landsins í dag.

Eftirfarandi keppendur voru valdir:

MX1 Viktor Guðbergsson
MX2 Ingvi Björn Birgisson
Open Sölvi Borgar Sveinsson

Enduro CC á Egilsstöðum á laugardaginn

Enduro Egilsstaðir
Enduro Egilsstaðir - smellið á fyrir stórt plakat

5. og 6. umferðirnar í Íslandsmótinu í Enduro Cross-Country fara fram um helgina. Keppt verður í fyrsta skipti á austurlandi í Íslandsmóti og verður gaman að sjá hvernig austfirðingum tekst til að gera braut og framkvæma keppnina. Ekki skulu menn búast við einhverju slori, því austfirðingar hafa haldið vélsleðakeppnir með miklum sóma um árabil.

Keppnin fer fram í landi Stóra Steinsvaðs sem er u.þ.b. 2o km utan við Egilsstaði.

Skráningu  lýkur að venju á þriðjudaginn klukkan 21 á www.msisport.is

Facebook event fyrir keppnina er hér

Landakort að svæðinu má sjá hér fyrir neðan  Lesa áfram Enduro CC á Egilsstöðum á laugardaginn