Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Sölvi Borgar með sinn fyrsta sigur á Selfossi

Sölvi Borgar t.v. og Viktor berjast um forystuna á Selfossi í gær

Sölvi Borgar Sveinsson er búinn að bæta sig mikið í sumar og sigraði bæði motoin í MX-Open flokknum og vann þar með sína fyrstu keppni í opna flokknum á Íslandsmóti. Keppnin var annars spennandi og skemmtileg og eiga Selfyssingar mikið hrós skilið fyrir skemmtilega braut og glæsilega uppbyggingu á svæðinu. Veðrið var líka fínt og lægðin djúpa mætti í bæinn strax eftir verðlaunaafhendingu.

MX-Open

  1. Sölvi Borgar Sveinsson (159 stig í Ísl. móti)
  2. Viktor Guðbergsson (191 stig)
  3. Kári Jónsson (121 stig)

MX2

  1. Ingvi Björn Birgisson (188)
  2. Björgvin Jónsson (141)
  3. Hjálmar Jónsson (172)

Tilkynning frá MSÍ

af msisport.is

4. umferðin í Íslandsmótaröð MSÍ í Moto-Cross fer fram laugardaginn 21. júlí á Selfossi í nýrri glæsilegri braut. Keppendur athugið að það verður farinn skoðunarhringur fyrir hvert moto eins og aðstæður leyfa, mikilvægt að vera komnir tímanlega fyrir ræsingu, dagskrá verður eins og hún hefur verið en reynt verður að koma þessu að eins og við á.

Einnig eru keppendur minntir á að skrá sig tímanlega fyrir mót, samkvæmt reglum MSÍ rennur skráning út á þriðjudagskvöldi fyrir keppni kl. 21:00 og eru engar undantekningar á því. Það er mjög leiðinlegt að þurfa að vísa mönnum frá keppni vegna þessa en þegar skráning hefur staðið opin í margar vikur þá er lítið hægt að gera í málinu. Stjórn MSÍ tók málið fyrir í vikunni og mun þessi regla verða skoðuð á næsta þingi sambandsins og hugsanlegt að tekin verði upp aftur regla um að hægt verða að skrá sig eftir að skráning rennur út á hærra gjaldi en það myndi ekki koma til framkvæmdar fyrr en á næsta keppnistímabili.

Þrjú atvik hafa komið upp í sumar þar sem keppanda hefur verið vísað úr “moto” fyrir ógætilegan akstur við gult flagg eða þar sem verið var að hlúa að slösuðum keppanda í braut.

Keppendur eru minntir á að sýna varúð, hægja á sér og taka ekki framúr þar sem óhapp er í braut og þar sem gulum flöggum er veifað.

Það er á valdi keppnisstjóra hverju sinni hvernig hann tekur á eða metur aksturslag keppanda og hefur fullt vald til ákvörðunar refsingar við hæfi.

Skráning í Selfoss-keppnina

Nú fer að styttist í að skráningarfrestur fyrir Selfoss keppnina renni út. Skráningunni lýkur á þriðjudagskvöld klukkan 21 á www.msisport.is

Það er kraftur í Selfyssingum um þessar mundir og brautin aldrei verið betri. Seinast var keppt í brautinni í Íslandsmóti fyrir nokkrum árum en í vetur hefur félagsstarfið tekið góðan kipp og mikil vinna lögð í brautina og umhverfi hennar. Marga hefur þurft til að koma þessu á koppinn og hefur bæjarfélagið og Ungmennafélagið snúið hressilega uppá rörið í vor.

Næstu keppnir eftir þessa verða svo Endúrókeppni á Egilsstöðum 28.júlí og svo verður aftur snúið á Selfoss því þar verður Unglingalandsmót um Verslunarmannahelgina.

Úrslit frá Skaganum

Þriðja umferðin í Íslandsmótinu í motocrossi fór fram í Akrabraut á Akranesi í gær. Þetta var fyrsta skipti sem Íslandsmót var haldið í brautinni og voru aðstæður mjög fínar, glæsileg braut og góð umgjörð og ekki skemmdi stórfínt veður.

Að þessu sinni voru nokkuð færri keppendur en vanalega í flestum flokkum. Í toppbaráttunni í MX-Open vantaði 3 ökumenn en Eyþór Reynisson og Bjarki Sigurðsson verða frá út sumarið vegna meiðsla en Aron Ómarsson var frá vegna vinnu. Í flokknum var Viktor Guðbergsson með talsverða yfirburði og Sölvi Borgar Sveinsson og Björgvin Jónsson náðu á pall í fyrsta skipti. Viktor er þó ekki alveg búinn að landa titlinum þrátt fyrir góða forystu í Íslandsmóitnu, því í ár gilda 5 umferðir af 6 til Íslandsmeistara.

MX Open

  1. Viktor Guðbergsson
  2. Sölvi Borgar Sveinsson
  3. Björgvin Jónsson

Lesa áfram Úrslit frá Skaganum

Skráning í 3ju umferðina

Rétt er að minna menn og konur á skráningu í þriðju umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi sem nú er í gangi á msisport.is. Skráningunni lýkur á morgun, þriðjudag, klukkan 21.

Keppnin fer fram á Akranesi á laugardaginn.

Skráningu í motocrossið lýkur í kvöld

Það er skammt stórra högga á milli í sportinu okkar um þessar mundir. Í kvöld klukkan 21 lýkur skráningu í aðra umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi. Skráningin fer eins og vanalega fram á msisport.is en keppnin verður svo á Ólafsfirði á laugardaginn.

Hér er event fyrir keppnina á Feisbúkk