
Um helgina fóru fram önnur og þriðja umferðin í Íslandsmótinu í íscrossi á Mývatni. Önnur umferðin var haldin á laugardag og þriðja umferðin á sunnudag. Veðrið setti strik í reikninginn á föstudag og þurfti að fresta 3 motoinu í tveimur flokkum fram á sunnudag. Mývetningar eru höfðingjar heim að sækja og keppnishaldið til mikillar fyrirmyndar að venju.
Íslandsmeistarar urðu Kári Jónsson í vetrardekkjaflokki, Bjarni Hauksson í Unglingaflokki og heimafólkið Jón Ásgeir Þorláksson í Opnum flokki og Signý Stefánsdóttir í Kvennaflokki.