Greinasafn fyrir flokkinn: MXTV

Stórasta sjónvarpsstöð í heimi!!

Gamlir fjendur æfa saman

Ricky Carmichael og Chad Reed börðust oft hatrammri baráttu í supercrossinu í Ameríku fyrr á þessum áratug. RC hafði oftast betur enda er hann The GOAT. Nú þegar Reed er kominn á Súkku er þeir farnir að æfa saman eða allavega farnir að leika sér í sama sandkassanum og okkur til mikillar ánægju náði dótturfélag MXTV í USA af þeim nokkrum myndum sem við sjáum hér.
Nú er bara að krossleggja fingurna og sleppa því að biðja um eitthvað í jólagjöf, nú verða allir að biðja um að SÝN haldi áfram að sýna Supercrossið þrátt fyrir helv… krexxuna.
Smellið HÉR.

Myndbönd 2008

Þar sem nokkrir hafa haft samband við mig og spurt hvort það verði ekki gefin út diskur með efninu sem var sýnt á árshátíð VÍK þá hef ég ákveðið að setja þetta á DVD disk og „gefa út“. Á disknum er tónlistarsyrpa frá árinu 2008, svipmyndir frá MXoN keppninni, saga VÍK í 30 ár 1 og 2, og svo er fréttatími MXTV með í pakkanum, þannig að þetta er um 40 mínútur af efni.
Þeir sem hafa áhuga á að eignast þennan disk vinsamlega hafi samband við migá: msveins@simnet.is. Verð á disknum er 2.000,- kr.

Kv. Maggi

Horn í horn video

Hér má sjá 3 video frá Horn í horn túrnum hans Einars Sverrissonar. Svavar Kvaran félagi Einars setti klippti myndirnar um túrinn. Smellið á (more…) hér fyrir neðan til að sjá hina tvo þættina.

3. Þáttur af Horn í Horn – Túrinn

Þriðji og síðasti hluti seríunnar þar sem sagt er frá túrnum
Allt gekk upp eins og best var á kosið og landið þverað á rúmum 15 klst.

Lesa áfram Horn í horn video