MXTV skellti sér á ísinn i dag og hitti þar Valda #270 og fleiri.
Valdi var með sérstakt dekk undir hjólinu sínu, svo að við kíktum í skúrinn til hans, og kallinn er bara kominn með flott verkstæði. Heyrum svo hvað Valdi hefur að segja: Lesa áfram Valdi kennir að skrúfa
Greinasafn fyrir flokkinn: MXTV
Stórasta sjónvarpsstöð í heimi!!
Gamlir fjendur æfa saman
Ricky Carmichael og Chad Reed börðust oft hatrammri baráttu í supercrossinu í Ameríku fyrr á þessum áratug. RC hafði oftast betur enda er hann The GOAT. Nú þegar Reed er kominn á Súkku er þeir farnir að æfa saman eða allavega farnir að leika sér í sama sandkassanum og okkur til mikillar ánægju náði dótturfélag MXTV í USA af þeim nokkrum myndum sem við sjáum hér.
Nú er bara að krossleggja fingurna og sleppa því að biðja um eitthvað í jólagjöf, nú verða allir að biðja um að SÝN haldi áfram að sýna Supercrossið þrátt fyrir helv… krexxuna.
Smellið HÉR.
MXTV á Leirtjörn í dag
MX-TV var statt á Leirtjörn seinnipartinn í dag. Það var aðeins farið að rökkva en samt fullt af fólki og færið frábært. Vonandi að þessar myndir ýti við einhverjum til að dusta rykið af trellanum og mæti á ísinn um næstu helgi.
Lesa áfram MXTV á Leirtjörn í dag
Myndbönd 2008
Þar sem nokkrir hafa haft samband við mig og spurt hvort það verði ekki gefin út diskur með efninu sem var sýnt á árshátíð VÍK þá hef ég ákveðið að setja þetta á DVD disk og „gefa út“. Á disknum er tónlistarsyrpa frá árinu 2008, svipmyndir frá MXoN keppninni, saga VÍK í 30 ár 1 og 2, og svo er fréttatími MXTV með í pakkanum, þannig að þetta er um 40 mínútur af efni.
Þeir sem hafa áhuga á að eignast þennan disk vinsamlega hafi samband við migá: msveins@simnet.is. Verð á disknum er 2.000,- kr.
Kv. Maggi
MXTV á Kreppukrossinu
MXTV lét sig ekki vanta á kreppukrossið og skaut. Reyndar mættum crewið frekar seint þannig að aðeins eru til myndir af einu moto-i ….en það er meira en aðrar sjónvarpsstöðvar sýna 🙂
Horn í horn video
Hér má sjá 3 video frá Horn í horn túrnum hans Einars Sverrissonar. Svavar Kvaran félagi Einars setti klippti myndirnar um túrinn. Smellið á (more…) hér fyrir neðan til að sjá hina tvo þættina.
3. Þáttur af Horn í Horn – Túrinn
Þriðji og síðasti hluti seríunnar þar sem sagt er frá túrnum
Allt gekk upp eins og best var á kosið og landið þverað á rúmum 15 klst.