Greinasafn fyrir flokkinn: Netviðtalið

Viðtal á netinu við hina og þessa

„Kannski erum við ágætir í endúró“

International Six days enduro keppnin er líklega elsta mótorsportkeppni í heiminum þar sem enn er keppt árlega. Keppnin var fyrst haldin árið 1913 í Englandi og verður haldin í Finnlandi í 86.skipti í ár og þykir mikill heiður að sigra keppnina. Íslendingar eru að senda lið til keppninnar í fyrsta skipti og er þetta fyrsta landslið sem MSÍ hefur sent til keppni í Enduro.

Haukur Þorsteinsson hefur verið aðaldrifkrafturinn á bakvið för liðsins í ár og vefstjóri náði af honum spjalli í gær þegar liðið kom saman kvöldið fyrir brottför. „Ég hef alltaf haft áhuga á að hjóla bæði enduro og annað svo hefur maður heyrt í mönnum tala mikið um þetta Six days í gegnum árin en ég hef aldrei hugsað útí neinar alþjóðlegar keppnir eða landslið og vissi í raun ekki af þessari keppni eða um hvað hún snérist. Á endanum fór ég á netið og leitaði uppi keppnina og las mig til. Ég minntist svo á þetta við Kalla Gunnlaugs formann MSÍ og þar frétti ég að menn hafi oft spáð í að senda lið og en alltaf eitthvað staðið í veginum. Ég spurði hann hvort ég ætti ekki bara að setja saman hóp því kannski erum við ágætir í enduro. Það var lítið mál og ég tók upp símann og hringdi í menn sem ég taldi koma til greina, allir tóku vel í þetta en kostnaðurinn var auðvitað talsverður sem setti strik í reikninginn. Það var úr að við erum að fara 6 ökumenn og 6 aðstoðarmenn og allir bara skelfilega spenntir.“

Liðið klár fyrir brottför: Jonni, Daði, Kári, Haukur, Árni og Stefán

Hvað eruð þið eiginlega að fara útí?

Lesa áfram „Kannski erum við ágætir í endúró“

Gulli í Svíþjóð

Gunnlaugur Karlsson er einn af nokkrum Íslendingum sem tóku smá forskot á sumarið og fóru til Svíþjóðar að æfa í vor eins og við höfum greint frá hér áður. Við kíktum á æfingu og ræddum við kappann.


Viðtal við Aron í kanadísku tímariti

Ein af myndunum sem fylgja viðtalinu

Nokkuð skemmtilegt og opinskátt viðtal við Aron Ómarsson birtist í kanadísku veftímariti nýverið. Aron stiklar á stóru um sinn feril, stöðuna á íslenska motocrossinu og auðvitað um framtíðina.

Smellið hér fyrir viðtalið

Stefnan tekin uppávið

img_5270
Stefán Gunnarsson landsliðseinvaldur kemur skilaboðum til sinna manna

Íslenska landsliðið í motocrossi er nýkomið heim frá Ítalíu eftir að hafa keppt á Motocross of Nations eins og lesendur síðunnar ættu að vita. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur þátt í keppninni en fyrsta skiptið sem Stefán er landsliðseinvaldur. Við slóum á þráðinn til Stefáns og spjölluðum aðeins við hann.

Sæll Stefán og velkominn heim. Hvernig er þetta ferli búið að vera?

Þetta byrjaði bara strax í ágúst þegar við völdum liðið og þá fór allt í gang. Við þurftum að útvega kostendur, flutning, flug, galla, límmiðasett og allt sem þessu fylgir þannig að við hittum keppendurnar og aðstandendur þeirra og skiptum með okkur verkum. Samstarftið gekk bara vel og þetta small allt.

Lesa áfram Stefnan tekin uppávið

Einar Sig. bætir rallybikar í safnið

Ísak og Einar
Ísak og Einar

Einn sigursælasti mótorhjólamaður Íslandssögunnar, Einar S. Sigurðarson, keppti í sinni fyrstu rallykeppni um síðustu helgi. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni ásamt aðstoðarökumanni sínum Ísaki Guðjónssyni sem stundum er kallaður  „kóari Íslands“. Við hjá motocross.is vorum pínu hræddir um að Einar myndi hætta í mótohjólasportinu og einbeita sér að fjórhjólafarartækjum en hann keppti einmitt á fjórhjóli á LEX-Games um daginn og endaði öllum að óvöru í öðru sæti. Eina leiðin til fá niðurstöðu í málið var að hringja í kappann.

Einar hvað er málið? Ertu hættur að hjóla og farinn á fullu í fjórhjóla og bílasportið?
Haha, nei alls ekki. Ég hætti aldrei að hjóla.

En hvað með þessa rallkeppni, hvernig stóð á því?

MXTV á fullri ferð

Viðtal númer 2 í röðinni hjá MXTV er komið í loftið. Rætt er við Skúla Þór Johnsen sem er í Honda-liðinu og kynnumst við því aðeins kappanum.

[flv]http://www.motocross.is/video/mxtv/12/skuli.flv[/flv]