Greinasafn fyrir flokkinn: Skemmtiefni

Eitthvað hressandi eins og það væri alltaf föstudagur.

Frábær endurokrosskeppni í Sólbrekku – úrslit

Jói Kef, Gylfi og félagar stóðu fyrir frábærri endurokrosskeppni í Sólbrekku í gær. Tæplega 30 manns skráðu sig til keppni og þeir hefðu alveg mátt vera fleiri. Veðrið klikkaði ekki, brautin var stórskemmtileg – motokross, þúfur, grjót, brölt, fljúgandi dekk, vörubretti, steypuklumpar og alles. Snilldarbraut sem sýndi að það er vel hægt að keppa í enduro í Sólbrekku.

Daði Skaði rúllaði upp einmenningskeppninni og heimadrengurinn Jói Kef ásamt Bjarka #670 unnu tvímenninginn eftir hörkukeppni við Jonna og Stebba, baðvörð. Bestu þakkir fyrir flotta keppni!

Nánari úrslit hér: Lesa áfram Frábær endurokrosskeppni í Sólbrekku – úrslit

Lokahóf MSÍ

Miðasala á MSIsport.is

Gamli sorrý Gráni

Kannski smá einkahúmor en þessi verður að fá að sjást fyrir almenning.
[FB 2205767557188]

Styrktarkvöld fyrir MXoN landsliðið

Styrktarkvöld verður á barnum Hvíta Riddaranum í Mosó á morgun, fimmtudag. Landsliðið í motocrossi sem fer á Motocross of Nations eftir 3 vikur fær nokkrar krónur í farareyri af hverjum bjór sem seldur er. Nánar tiltekið er það  200 kall af hverjum bjór sem er keyptur, og svo 400 kr af hverju hamborgaratilboði:-)

Dagskráin byrjar kl 19:00 og stendur til kl 22:00, það verður sýnd keppni frá brautinni í Frakklandi sem strákanir okkar eru að fara keppa í.

Hvíti riddarinn er í Mosfellsbæ, hjá Krónunni og Mosfellsbakarí.

Hér er facebook síða fyrir atburðinn

Varúð svikahrappar, vilja kaupa „Spliff hjól!“ á uppsprengdu verði! :)

Ég fékk tölvupóst í gærmorgun frá einhverjum snillingi sem hafði

Husqvarna '84 aka. Husqvarna 2008 Spliffbike á 1200 þús / 9000 usd er góður díll!

„mikinn áhuga“ á að kaupa hjólið mitt. Hann vissi reyndar ekki hvaða hjól en var samt rosa áhugasamur um eitthvert hjól, helst sport, eða dirt og líka spliff-hjól og verðið var aukaatriði! Right!  Sumsagt, hér var einhver svikahrappur á ferð sem vissi ekkert um mótorhjól.

Fréttablaðið birti frásögn nýlega um svipað dæmi og kvikindið er greinilega enn að. Þarna var sem sagt svikahrappur á ferð sem reynir allt til að reyna að kaupa eitthvað af fólki og hafa svo af því fé með því að senda tilkynningu að hafa greitt of háa upphæð og að seljandinn verði að millifæra mismuninn til baka svo salan geti farið fram.  Í eftirfarandi samskiptum sést hvað þetta lið er ótrúlega vitlaust en um leið fjandi útsmogið að stæla tölvupósta frá PayPal. Ég fékk jafnvel póst frá „starfsmanni PayPal“ í gegnum fake-tölvupóstaddressu. Eftirfarandi póstar lýsa þessu ágætlega – góðar stundir í lestrinum og varið ykkur á erlendum kauptilboðum sem virðast of góð til að geta verið sönn!

Kveðja, Keli formaður VÍK

Lesa áfram Varúð svikahrappar, vilja kaupa „Spliff hjól!“ á uppsprengdu verði! 🙂