Greinasafn fyrir flokkinn: Skemmtiefni

Eitthvað hressandi eins og það væri alltaf föstudagur.

Frábær skemmtikeppni!

Veðrið og aðstæður hreinlega léku við menn í Bolaöldu í dag. VÍK og Hjörtur Líklegur stóðu fyrir skemmtikeppni til styrktar Blóðbankanum og keppendum til skemmtunar. 30 manns skráðu sig til keppni og áttu frábæran dag. Dregið var í tveggja manna lið og reynt að jafna hraða liðanna með valinu og öðrum leiðum s.s. armbeygjum í tíma og ótíma. Keppt var á neðra svæðinu í 7,9 km langri braut. Sigurvegarar dagsins með 11 hringi voru Atli Már #669 og Ólafur Einarsson, Árni Gunnar keyrði einn og varð í öðru sæti og Ágúst H og Guðmundur Óli í því þriðja  en allir aðrir keppendur fengu verðlaun frá hinum ýmsu styrktaraðilum. Við þökkum keppendum og styrktaraðilum kærlega fyrir daginn. Nánari úrslit eru hér:

Myndir frá deginum HÉR.

Lesa áfram Frábær skemmtikeppni!

Enduro Skemmti- og styrktarkeppni VÍK og Hjartar Líklegs nk. laugardag 16. júlí

Síðasta sumar var haldin Enduro skemmtikeppni á vegum VÍK til að styðja við bakið á Hirti Líklegum þegar hjólinu var hans stolið. Afraksturinn af keppninni gerði honum kleift að endurnýja Huskann sinn. Á laugardaginn ætlum við að endurtaka leikinn en nú nýtur Blóðbankinn góðs af keppninni. Keppnin verður skemmtileg og fyrir alla, tveir keppa saman í liði sem dregið verður í á staðnum og keppnisfyrirkomulagið verður afslappað og skemmtilegt með óvæntum uppákomum. Nánari dagskrá er í mótun en við gerum ráð fyrir að keppni standi frá 14 til 16, hugmyndin er að bjóða upp á eitt og annað fleira fyrir krakka og jafnvel eitthvað gott í gogginn í lok dags. Skráning opnar hér á vefnum á næstu tímum – takið daginn frá! Meira síðar …
Uppfært! Skráning er hafin HÉR

Motocross vs MotoHross

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=xxiFgGx_7Ck&NR=1[/youtube]Það hefur lengi verið í umræðunni hve illa það fer í hross að mæta vélhjóli.  Það má heldur ekki draga neitt úr nauðsyn þess að vélhjólafólk síni ítrustu varfærni þegar reiðmenn eru í nánd.  Við vélhjólafólk getum alltaf drepið á hjólunum og látið fara lítið fyrir okkur ef þarf – en reiðfólk hefur ekki sömu möguleika.  Hrossin eru misjöfn og á þeim verður ekki slökkt.  Það er því gríðarlega mikilvægt að rétt sé staðið að samskiptum hjóla og hrossa (sjá frétt hér á undan).
Hér er hins vegar skemmtilegt myndband frá  Evrópu sem sýnir að með réttri æfingu þá er ýmislegt mögulegt.

Næturendúró skemmtikeppni?

Upp er komin sú hugmynd að halda næturendúró-skemtikeppni á Bolaöldusvæðinu á næstunni.

Keppnisfyrirkomulagið væri með því fyrirkomulagi að keyrt væri ca í tvær – þrjár klst.  Jafnvel með tveggja manna fyrirkomulagi, A og  B ökumenn saman.  Ekið væri frá kl 19:00 – 21:00. Kostnaður kr 4000 á keppanda.

En þá er ósvöruð spurning! Hverjir hefðu áhuga á að taka þátt. Að sjálfsögðu miðast þetta við að keppendur væru þannig ljósum búnir á tuggunum, að þeir væru ferðafærir í svona brjálæði.   

Er áhugi fyrir svona keppni?  ( Með fyrirvara um veður! )

Vinsamlegast svarið í spjallinu eða senda póst á vik@motocross.is