Greinasafn fyrir flokkinn: Skemmtiefni

Eitthvað hressandi eins og það væri alltaf föstudagur.

Færiband í sandinn

sand-x-bike-2Að svissneskt fyrirtæki skuli smíða faratæki fyrir eyðimörk er nóg til að fá mann til að efast. En skyldi þetta farartæki vera eins skemmtilegt og þeir segja? Hröðunin á að vera frá 0 -100 km/klst á 2,8 sek og eiginleikarnir alveg frábærir. Þetta kemst svo 350 km á einum tanki af bansíni.  Menn verða bara að dæma af myndunum…

Fleiri myndir og JúTúb fyrir neðan.. Lesa áfram Færiband í sandinn

Afmælisveisla MotoMos.

Í tilefni af 1.árs afmælis Motomos brautarinnar 17. júní 2009,  verður slegið upp
afmælisveislu í brautinni frá kl 11:00-14:00, það er frítt í brautina og kveikt verður
á grillinu kl 12.  Komdu með í MotoMos og eigðu góðan dag með fjölskyldunni

Brautin verður lokuð í dag, vegna viðhalds fyrir morgundaginn, opnar kl 11 á morgun.

Föstudagsáminning

Fyrir þá sem vinna stórsigra um helgina er rétt að minna á þetta:

thinkofyoursponsor

Spurningakeppni MXTV

Árið er ?
Keppnin er ?
Flokkurinn er ?

Hint:
Þegar karlmenn keyrðu 2 stroke,
Það voru 5 Súkkur á startlínu,
Það var stokkið yfir veginn,
Aron Ómars var ennþá á barnahjóli,
Maggi formaður var þarna að rústa startinu.

[flv width=“400″ height=“315″]http://www.motocross.is/video/mxgf/selfoss/sel.flv[/flv]
Svarið með kommenti hér fyrir neðan, sá heppni vinnur
bol frá Kristjáni Geir í MXSport, dregið verður úr réttum svörum.

Vinningshafinn verður birtur fljótlega hér fyrir neðan.

Gamlir fjendur æfa saman

Ricky Carmichael og Chad Reed börðust oft hatrammri baráttu í supercrossinu í Ameríku fyrr á þessum áratug. RC hafði oftast betur enda er hann The GOAT. Nú þegar Reed er kominn á Súkku er þeir farnir að æfa saman eða allavega farnir að leika sér í sama sandkassanum og okkur til mikillar ánægju náði dótturfélag MXTV í USA af þeim nokkrum myndum sem við sjáum hér.
Nú er bara að krossleggja fingurna og sleppa því að biðja um eitthvað í jólagjöf, nú verða allir að biðja um að SÝN haldi áfram að sýna Supercrossið þrátt fyrir helv… krexxuna.
Smellið HÉR.

Ljósmyndakeppni motocross.is 2007

Motocross.is hélt í sumar ljósmyndakeppni sem lukkaðist ágætlega.
Sendar voru hátt í hundrað myndir í keppnina og voru flestar þeirra
mjög flottar. Á árshátíð VÍK um daginn voru svo veitt verðlaun fyrir þá
4 flokka sem keppt var í og að lokum valin ljósmynd ársins.

Motocross.is
vill þakka öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna og vonandi
verða enn fleiri og flottari myndir með á næsta ári.

Þetta er mynd ársins:

Sigurvegarar urðu sem hér segir:
Lesa áfram Ljósmyndakeppni motocross.is 2007