Greinasafn fyrir flokkinn: Slóðar

Slóðaakstur

Hjálp! Vinnukvöld fyrir keppnina í Bolaöldu um næstu helgi

BOLAÖLDUBRAUT 13 8 14Síðasta umferðin í motocrossinu verður haldin í Bolaöldu á laugardaginn. Veðurspáin lofar mjög góðu veðri og við munum gera okkur besta til að hafa brautina og svæðið í toppstandi fyrir keppnina. Skráningarfresturinn rennur út í kvöld kl. 21 og ekki eftir neinu að bíða að skrá sig og taka þátt í gleðinni.

Brautin verður opin fram á miðvikudagskvöld en á fimmtudagskvöldið (og föstudag) verður brautin tekin í gegn. Það er heilmargt sem þarf að græja fyrir svona keppni, bæði í brautinni og á svæðinu sjálfu. Við ætlum því að vera með vinnukvöld á fimmtudagskvöldið og óskum eftir aðstoð félagsmanna, fyrrverandi keppnismanna og annarra sem vilja rétta okkur hjálparhönd. Við viljum gera svo margt en erum allt of fáir ef einungis stjórnarmenn mæta.

Mæting verður kl. 17 í Bolaöldu og verkefnalisti verður á staðnum og unnið e-h frameftir kvöldi. Það væri sérstaklega gaman að sjá einhverja koma og taka til hendinni í enduroslóðum s.s. týna grjót úr slóðum, safna saman stikum og plasti og laga slóðana fyrir haustið. Sjáumst á fimmtudaginn – vonandi 🙂

LOKSINS ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ. OPNUN BOLAÖLDUSVÆÐISINS

Bolaöldusvæðið OPNAR á morgun, Laugardag, kl 13:00 

Það er búið að vinna töluvert í brautunum og eru þær allar nokkuð góðar. EN!!!!!!!!! Fyrir þá duglegu er mæting kl 11, reyndar þurfa þeir aðeins að hjálpa okkur fyrst við að hreinsa nokkra steina úr brautinni. Í staðinn fá þeir líka að keyra í brautinni frá 12:00-13-00.

Almenn opnun er kl 13:00

Slóðakerfið er því miður ekki ALLT tilbúið í opnun. En við ætlum að opna neðra svæðið fyrir umferð.

Ekkert gjald er í barnabrautirnar en 1000 kr dagpassi fyrir motocross og slóðakerfið. ATH ENGINN MIÐI Á HJÓlI þýðir brottvísun af svæðinu. Miðar fást í Olís Norðlingaholti sem og í Litlu Kaffistofuni.

Árskortin eru að komast í sölu og er sama lága gjaldið enn í boði kr 12.000 fyrir brautar og félagsgjald. Nánar um það bráðlega.

Breytingar.

Áminning!!!! VINNUKVÖLD Í SLÓÐUM. Miðvikudagskvöld.

Gallhörðu slóðameistararnir okkar verða með vinnukvöld Í KVÖLD miðvikudagskvöld kl 19:00.

Mæting er að sjálfsögðu aðeins fyrr til að skipta liðinu niður í hópa.

Yfirfara á merkingar á slóðunum og loka einhverjum, svo þarf að sá þar sem komin eru mikil sár.

Gott að hafa með sér bakpoka og slaghamar.

Slóðanefndin.

PS: Veðrið er aldeilis orðið flott. Geggjað útivistarveður. Verður bara gaman saman.

BOLAÖLDUSVÆÐIÐ ER LOKAÐ.

Að undantekinni barnabrautinni er svæðið lokað.

Þó að það sé sæmilega hlýtt hér niður í bæ er kalt og frost upp á Bolaöldusvæðinu. Við vorum að laga stóru brautina í gær með jarðýtu en gátum ekki klárað alla brautina vegna frosinna svæða. Slóðakerfið er heldur ekki tilbúið til að taka við umferð, skaflar eru hér og þar og ekki  viljum við að ofursprækir hjólarar tæti út um allt.

Vinsamlegast sýnið þolimæði. Vonumst til að geta opnað svæðið bráðlega. Bolaöldunefndin horfir til þess að geta opnað svæðið þann 25. Það verður tilkynnt hér vel og vandlega.

Bolaöldu tuðararnir.

Bolaöldusvæðið í fínu formi.

Loksins höfum við fengið rigningu og þar af leiðandi er bæði brautir og slóðar í fínu formi. Um að gera að nýta tækifærið og hjóla af sér afturendann í dag. Aron og Sandra standa sig eins og hetjur við að halda svæðinu fínu og flottu. MX brautirnar opna kl 16:00. Munið eftir miðum  eða árskortum Á HJÓLUNUM.

Brautarstjórn.

Bolaöldusvæðið í flottu standi.

Garðar vill koma því á framfæri að brautir og slóðar eru í flottu standi.

Búið er að vinna í stóru brautinni í dag og grjóti komið sem lengst í burtu. Það er flottur raki í bæði brautum og slóðum enda hafa skýin verið að hlífa svæðinu fyrir sólinni undanfarna daga. Flott aðsókn var á svæðið í gær og verður brautin opin næstu daga. Einnig má hafa samband við Garðar í S:866 8467 til að ath með opnun á morgnana.

Brautirnar verða opnar alla virka daga frá 16:00 – 21:00, helgar 10:00 – 18:00  á meðan veðrið leyfir.

Brautarstjórn