Greinasafn fyrir flokkinn: Slóðar

Slóðaakstur

Umhverfisnefnd óskar eftir GPS hnituðum slóðum

Umhverfisnefnd VÍK sótti fjölmennan fundi um utanvega akstur. Að fundinum stóðu Umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun. Þeir sem fylgst hafa með fréttum undanfarna daga hafa væntanlega heyrt um nefnd sem á að koma með tillögur að nýtingu vega/slóða, eða með öðrum orðum ákveða hvað er vegur og hvað ekki. Landmælingar og vegagerðin hafa verið dugleg undanfarin ár að gps mæla vegi og slóða (þó ekki slóðana sem við förum). Félagsmenn 4×4 hafa einnig verið duglegir að safna „trökkum“ (gps leiðum) af þeim slóðum og vegum sem þeir fara um og væntanlega munu þau gögn renna í þetta verkefni, jeppamönnum til góðs. Einnig veit ég að einhverjir hjólamenn eru að trakka slóða og leitast umhverfisnefndin því eftir samstarfi við hjólamenn um söfnun þeirra trakka sem við höfum nú þegar. Við erum að leita að gögnum um vegi, slóða, einstígi, þjóðleiðir og allt annað sem við erum að fara, jafnt á láglendi sem hálendi. Það sem við getum ekki notað eru gps punktar af OFF-ROAD akstri af skiljanlegum ástæðum. Margar af þeim leiðum sem hjólamenn erum að fara eru trúnaðarmál þeirra sem þær fara. Því verða gögnin meðhöndluð sem trúnaðarmál og ekkert sent frá nefndinni nema með fullu samþykki þeirra sem eiga gögnin. Þeir sem vilja hjálpa okkar með þessa söfnun geta haft samband við Jakob (892-1373) eða sent mér trökkin beint í geokobbi@simnet.is. P.S. Nefndin á að skila af sér 1. des 2004 og því höfum við enn nokkurn tíma til að undirbúa baráttuna fyrir slóðunum okkar.
Umhverfisnefnd

Frá Umhverfisnefnd

Eins og félagsmenn hafa eflaust tekið eftir hefur að undanförnu verið nokkur umræða
í fjölmiðlum um akstur utan vega og oftar en ekki hafa hjólamenn legið undir
ásökunum ? því miður ekki alltaf að ástæðulausu.

Í dag, þriðjudaginn 7. september, var kallaður saman fundur á vegum
Umhverfisstofnunar. Tilgangur fundarins var tvíþættur, annarsvegar til að kynna
nýstofnaðan vinnuhóp sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvaða vegi má
aka í óbyggðum og hverja ekki. Og hinsvegar að leita eftir skoðunum helstu
útivistarfélaga og hagsmunaaðila hvað megi gera til að sporna við utanvegaakstri. Lesa áfram Frá Umhverfisnefnd

Honda hættir framleiðslu á XR

Þegar líða tekur að 25 ára afmæli eins allra vinsælasta hjóls sem framleitt hefur verið, hefur verið ákveðið að hætta framleiðslu á Hondu XR250R í Mars 2005, og stóribróðir XR400R mun einnig hverfa af færiböndunum.
Hjólin sem taka við XR-inu á enduro og trail markaðinum eru CRF250X og CRF450X, en 450 hjólið er ekki enn komið með framleiðsludagsetningu. XR250 hjólið var algjört hit fyrir Hondu þegar það kom fram 1979 og XR400 var það sem mikill fjöldi manna völdu sér þegar það kom fram á síðasta áratug síðustu aldar. Miðað við endingu hjólanna og áræðanleika, verða þrátt fyrir það þúsundir hjóla í umferð í mörg ár enn.

Hestar og hjól

Þessa dagana er mikið um að það sé verið að koma hestum í haga. Oftar en ekki nota hestamenn tækifærið og ríða í sveitina, hvort sem þeir eru á leið á suðurlandið, Borgarfjörðinn, eða þaðan af lengra. Mikil traffik hesta er því á slóðum og vegum á þessum svæðum og á leiðum út frá borginni. Biðjum við alla hjólamenn að sýna ýtrustu varkárni og tillitsemi, fara út í kant og drepa á hjólunum og bíða þar til að ljóst þykir að hestarnir fælist ekki vélarhljóðið. Tillitsemi kostar ekkert.