Greinasafn fyrir flokkinn: Slóðar

Slóðaakstur

Bolaöldubraut í frábæru standi, það er búið að rigna í dag.

Samkvæmt Aroni Berg, yfirmanni steinatýnslu og hreinsunarmála,  hefur ringt í brautina í dag. Einnig er hinn síglaði Robert Knasiak og fleyri góðir búnir að vera sveittir við að gera og græja slóðana með öflugum vinnuvélum. Það er búið að hreinsa brekkurnar úr og í Bruggaradalinn, mun hún vera fær öllum núna.  Einnig er búið að laga verstu vúbbsakalfana á neðra slóðasvæðinu. Nú er það bara fullt rör og lítið af bremsum.

Muna eftir miðunum þar sem nauðsynlegt er að fá peninga inn fyrir svona framkvæmdum.

Brauta og slóðanefndin.

Klaustursnámskeið

Nú býðst frábært tækifæri til að fínpússa tæknina fyrir Klaustur!
Laugardaginn 19. maí mun íslenska landsliðið í ISDE „Six Days“ 2012 halda þriggja tíma námskeið í Enduro tækni með það að markmiði að undirbúa keppendur fyrir Klausturskeppnina sem fer fram um aðra helgi.

Námskeiðið verður haldið á Bolaöldusvæðinu laugardaginn 19. maí á milli kl. 10:00 og 13:00, mæting er við húsið og haldið verður þaðan inn í Bruggaradal þar sem æfingin mun fara fram.

Farið verður um valin svæði sem henta til æfinga fyrir Klausturskeppnina með það í huga að undirbúa þáttakendur fyrir skemmtilegustu keppni ársins.

Meðal þess sem kennt verður:

  • Grunnstillingar á hjóli og ökumanni
  • Startæfingar
  • Beygjuæfingar
  • Bremsun
  • Sitja eða standa
  • Röttar
  • Fara upp/niður moldarbarð

Verð fyrir námskeiðið er 10 þúsund og munu þáttakendur fá ISDE 2012 Team Iceland bolinn við komu á Klaustur.   Allur ágóði rennur í fararsjóð liðsins, meira um keppnina og undirbúning liðsins síðar.

Áhugasamir vinsamlega sendið tölvupóst á agustbjornsson@gmail.com eða hafið samband í s 895 2123.

Lesa áfram Klaustursnámskeið

Bolaöldubrautir og slóðar.

Garðar er búinn að vera sveittur í að græja og gera brautirnar í fínt stand. Barnabrautin var græjuð í gær semog stóra brautin. Til allrar lukku ringdi svolítið í gær og rakastigið fínt eftir það. Vökvunarkerfið er ekki hægt að setja af stað fyrr en næturfost hættir, frís í öllum stútum.  Slóðarnir á neðra svæðinu eru flottir og er mjög gott að æfa sig í þeim fyrir Klausturskeppnina.

Brauta og slóða nefndir.

Bolaöldubrautir og slóðar

Búið er að lagfæra MX brautina með traktornum og er hún í flottu standi. Einungis er opið á neðra slóðasvæðinu, vinsamlegast virðið það. Ekki er starfsmaður á svæðinu yfir daginn ennþá, vinsamlegast farið varlega, þið eruð á eigin vegum.

Opnunartímar næstu daga:

Mán, Þirðju og Miðvikudag opið 16 – 21.

Fimmtudag (Sumardaginn 1. ) Opið frá 12 – 18

Föstudag lokað, brautin græjuð fyrir helgina.

Laugardag og Sunnudag 12 – 18.

 Brauta og slóða nefndir.

Bolaöldusvæðið opnar laugardag 14.4.12 kl. 11 – Tímataka frá hádegi!!!

MX brautirnar eru báðar í toppstandi enda búið að renna yfir þær með jarðýtunni.

Slóðarnir á neðra svæðinu eru líka góðir og koma ótrúlega vel undan vetri. Vinsamlegast virðið það að einungis neðra svæðið er opið.

Árskort frá 2011 eru ekki lengur í gildi. Munið eftir miðunum, þeir fást hjá Olís Norðlingaholti. Ath líka þarf miða fyrir slóðakerfið. Fylgst verður með því hvort að menn eru með miðann Á HJÓLINU. Þeir sem ekki eru með miða verður umsvifalaust vísað af svæðinu.

Ps. Nýjustu fréttir – brautirnar eru eiginlega fáránlega góðar eftir veturinn. Allt frost er farið og hvergi drullu að finna í braut og sáralítið í neðra endurosvæðinu. Brautirnar er flott preppaðar, uppstökk og lendingar, rétt rakastig og röttar að myndast í öllum beygjum.

Til að toppa daginn á morgun ætlum við að vera með gangandi tímatöku ca frá hádegi á morgun. Allir sem eiga tímatökusendi (muna að hlaða sendinn!) geta því mætt og skráð sig og keyrt á brautina á tíma. Við setjum svo tímatökuna inn á MyLaps að degi loknum. Sum sagt, svæðið er klárt, veðrið lítur vel út og það er klárlega komið sumar. Sjáumst þar.

 

Gleðileg Hjólajól. Takk fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári

Öllum þeim sem starfað hafa með okkur á liðnu ári þökkum við fyrir frábært samstarf með von um áframhald á komandi árum. Megi allir hafa ánægjulegar hjólastundir um hjólajólin og vonandi fá allir eitthvað fallegt hjóladót í pakkann sinn. Með von um ánægjulegar hjólastundir á komandi ári.

Stjórn VÍK.