MX brautirnar eru báðar í toppstandi enda búið að renna yfir þær með jarðýtunni.
Slóðarnir á neðra svæðinu eru líka góðir og koma ótrúlega vel undan vetri. Vinsamlegast virðið það að einungis neðra svæðið er opið.
Árskort frá 2011 eru ekki lengur í gildi. Munið eftir miðunum, þeir fást hjá Olís Norðlingaholti. Ath líka þarf miða fyrir slóðakerfið. Fylgst verður með því hvort að menn eru með miðann Á HJÓLINU. Þeir sem ekki eru með miða verður umsvifalaust vísað af svæðinu.
Ps. Nýjustu fréttir – brautirnar eru eiginlega fáránlega góðar eftir veturinn. Allt frost er farið og hvergi drullu að finna í braut og sáralítið í neðra endurosvæðinu. Brautirnar er flott preppaðar, uppstökk og lendingar, rétt rakastig og röttar að myndast í öllum beygjum.
Til að toppa daginn á morgun ætlum við að vera með gangandi tímatöku ca frá hádegi á morgun. Allir sem eiga tímatökusendi (muna að hlaða sendinn!) geta því mætt og skráð sig og keyrt á brautina á tíma. Við setjum svo tímatökuna inn á MyLaps að degi loknum. Sum sagt, svæðið er klárt, veðrið lítur vel út og það er klárlega komið sumar. Sjáumst þar.