Neðra slóðasvæði opið – þökk sé félagsmönnum
Um 15 félagar mættu á slóðavinnukvöld í gær og gerðu það fært svo nú er neðra svæðið opið(svæðið vestan við Jósepsdalarveg), einnig er skemmtilegur hringur inní Jósepsdal opin.
Athugið að það er búið að breyta sumum slóðunum svo það verður að hjóla þá í byrjun með opnum augum og fylgjast vel með hliðunum og í guðana bænum að virða lokanir.
Menn voru almennt ánægðir með breytta slóða og nefndu nokkrir að þetta væri hálfgerður klaustursfýlingur á þeim núna, ekki bara úppsaðir blastkaflar.
Félagsmenn stóðu sig frábærlega við að grjóthreinsa slóðana og aðstoða við nýjar merkingar og sýndu það og sönnuðu að þetta verður auðvelt þegar margir vinna það saman.
Nú er bara að byrja að hjóla og restin af slóðunum opnar næstu daga.
Slóðanefnd, sem eru engir slóðar.