Greinasafn fyrir flokkinn: Slóðar

Slóðaakstur

Vinnukvöld á Bolaöldusvæðinu

Við þurfum HJÁLP frá frábærum félagsmönnum til að taka til á svæðinu í kvöld, snyrta og undirbúa fyrir MX keppnina um næstu helgi. Einnig þarf að renna yfir slóðana til að hreinsa upp borða og drasl sem gæti legið þar í óreiðu.  Mæting kl 18:30. Unnið verður til kl 21:00

Vonandi sjá margir sér fært að aðstoða okkur, margar hendur vinna létt verk og eru fljótar að.

Enduro Skemmti- og styrktarkeppni VÍK og Hjartar Líklegs nk. laugardag 16. júlí

Síðasta sumar var haldin Enduro skemmtikeppni á vegum VÍK til að styðja við bakið á Hirti Líklegum þegar hjólinu var hans stolið. Afraksturinn af keppninni gerði honum kleift að endurnýja Huskann sinn. Á laugardaginn ætlum við að endurtaka leikinn en nú nýtur Blóðbankinn góðs af keppninni. Keppnin verður skemmtileg og fyrir alla, tveir keppa saman í liði sem dregið verður í á staðnum og keppnisfyrirkomulagið verður afslappað og skemmtilegt með óvæntum uppákomum. Nánari dagskrá er í mótun en við gerum ráð fyrir að keppni standi frá 14 til 16, hugmyndin er að bjóða upp á eitt og annað fleira fyrir krakka og jafnvel eitthvað gott í gogginn í lok dags. Skráning opnar hér á vefnum á næstu tímum – takið daginn frá! Meira síðar …
Uppfært! Skráning er hafin HÉR

Slóðakerfið í Bolaöldum

Neðra slóðasvæði opið – þökk sé félagsmönnum

 Um 15 félagar mættu á slóðavinnukvöld í gær og gerðu það fært svo nú er neðra svæðið opið(svæðið vestan við Jósepsdalarveg), einnig er skemmtilegur hringur inní Jósepsdal opin.

 Athugið að það er búið að breyta sumum slóðunum svo það verður að hjóla þá í byrjun með opnum augum og fylgjast vel með hliðunum og í guðana bænum að virða lokanir.

Menn voru almennt ánægðir með breytta slóða og nefndu nokkrir að þetta væri hálfgerður klaustursfýlingur á þeim núna, ekki bara úppsaðir blastkaflar.

 Félagsmenn stóðu sig frábærlega við að grjóthreinsa slóðana og aðstoða við nýjar merkingar og sýndu það og sönnuðu að þetta verður auðvelt þegar margir vinna það saman.

 Nú er bara að byrja að hjóla og restin af slóðunum opnar næstu daga.

 Slóðanefnd, sem eru engir slóðar.

VINNUKVÖLD – SLÓÐARNIR OPNA EF ….

Í kvöld þriðjudag ætlum við að hafa vinnukvöld í slóðunum á neðra svæðinu. Við hefjum starfið klukkan 18:30, ef vel gengum og það verður góð mæting til að aðstoða þá gengur þetta hratt og vel. Það þarf  að hreinsa grjót úr slóðunum og laga merkingar þá verður hægt að opna slóðana í framhaldi af því. Einhverjum slóðum verður breytt sem reynir meira á hjólara og gerir þetta allt skemmtilegra.

 Nú reynir á félagamenn um það hvort þeir vilji fá opna slóða eða ekki!

Þetta þarf ekki að taka langan tíma ef margir mæta.

Bolaalda – Jósefsdalur.

MX Brautin opnar kl 10:00 á morgun, Laugardag, og er í flottu standi.

Jósefsdalurinn opnar á morgun, Laugardag, þrátt fyrir engan áhuga félagsmanna við að merkja upp slóða þar. Hér fyrir neðan er skammarræða frá einum úr enduronefndinni.

Munið eftir miðunum eða kortunum.

ATH nú þarf líka miða í slóðana. Lesa áfram Bolaalda – Jósefsdalur.

Slóðar í Bolaöldum.

SLÓÐARNIR ERU LOKAÐIR!!!!!

Í kvöld verður vinnukvöld í Jósefsdal. Þar verða merktir upp slóðar þannig að hægt sé að taka vel á því í æfingum fyrir Klaustur. Óskað er eftir aðstoð við slóðalagningu. Vinna hefst kl 18:00. Verkið ætti ekki að taka langan tíma enda hljótum við að fá góða aðstoð frá félagsmönnum og öðrum áhugasömum.

Ef vel verður tekið á því, á vinnukvöldi, ætti að vera hægt að opna Jósefsdalinn um helgina. Vinnuþjarkar gefi sig fram við Garðar S: 866 8467, eða Dóra Sveins S: 896 4965, á staðnum.

Slóðanefndin.