Frestur til að skila inn athugasemdum við verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs rennur út þann 24.júní.
Verndaráætlunin hallar talsvert á ferðafólk vélknúinna ökutækja og því hvetjum við ALLA til þess að skila inn athugasemdum (já líka ÞIG).
Verndaráætlunin gengur jafnvel svo langt að loka torfærum slóða um Vonarskarð, fyrir allri umferð nema gangandi, þó svo að gangandi umferð um Vonarskarð hafi í gegnum tíðina verið nánast óþekkt.
Talsverð slóðagrisjun er í gangi og mun Ferðaklúbburinn 4×4 að því tilefni senda út kynningarblað með Fréttablaðinu þriðjudaginn 22.júní þar sem fjallað er um lokun leiða.