Greinasafn fyrir flokkinn: Slóðar

Slóðaakstur

Slóðakerfið í Bolaöldu

Þar sem mikið hefur ringt undanfarið þá er slóðakerfið okkar mjög viðkvæmt. Nú verðum við að höfða til skynseminnar hjá hjólafólki.

Moldarstígarnir eru eitt drullusvað og eitthvað er um að ökumenn keyri þá meðfram stígunum. Úr því verður hin mesta gróðurskemmd og það viljum við ekki sjá á svæðinu okkar. Vinsamlegast keyrið bara á svæðinu inn í Jósefsdal á meðan ástandið er svona.

Ef ekki er hægt að verða við þessari beiðni er hætta á því að slóðakerfinu verði lokað. En að sjálfsögðu treystum við því að til þess þurfi ekki að koma.

Stjórnin.

Vinnukvöld í slóðakerfinu í gær.

Við þökkum þeim sem mættu til að vinna við slóðakerfið í gærkvöldi. Þó að það væru ekki margir sem mættu þá voru þeir 10-12 manns hörkudugleg-ir og skiluðu frábærri vinnu. Það var hreinsað mikið af steinum, stikum og borðadrasli vítt og breytt um svæðið.

Það lá samt við að það þyrfti að hringja á vælubílinn fyrir mig í upphafi þar sem kl 18:15 voru einungis 2 komnir á svæði til að vinna. En úr því rættist, ég átti samt von á mun fleyrum á vinnukvöldið þar sem margir vilja hafa slóðakerfið okkar í góðu ástandi. En svona er það nú bara.

Einhverjum slóðum var lokað í gærkvöldi og það þýðir að þeir slóðar eru LOKAÐIR, virðið það.

Stjórnin.

Áminning.!!!!!!!!!!!!!

Allir sem hafa áhuga á slóðakerfinu okkar, vinnukvöldið er í dag, miðvikudag.

Mæting kl :18:00. Fyrir þá sem hafa möguleika á að mæta tímalega/ fyrr, Garðar er með skipulagið á hreinu.

Ef það er ekki áhugi á vinnukvöldinu þá verðum við að loka einhverjum slóðum þar sem þeir þola ekki meiri ánýðslu án viðhalds.

Félagsmenn og aðrir slóðavinir, sýnum viljann í verki.

Stjórnin.

Bolaöldusvæðið.

Garðar var að láta vita að brautirnar eru í frábæru ástandi. Hann var að klára barnbrautina og er búinn að græja stóru brautina líka. Ekki spillir fyrir að það er búið að rigna vel þannig að þær eru allt að því 100% eða jafnvel betri. Hvetjum alla til að nýta þessa frábæru daga sem eru framundan. Það styttist alltaf dagurinn! Munið eftir að kaupa miða!

Garðar hefur einnig veri að vinna í slóðakerfinu. Búið er að laga Jósefsdalinn og er hann orðin allt að því í hraðbrautargæðum. Nú ætti að vera hægt að blasta þar allt í rot, þó skil ég ekki hvað er svona gaman við það ( nott). Að venju er gott að fara varlega fyrsta hringinn til að átta sig á aðstæðum.

SLÓÐAKERFISVINNUDAGUR:

Næstkomandi miðvikudag verður hinn mjög svo eftirsótti Slóðavinnudagur/ kvöld. Nú kemur í ljós hverjir hafa virkilegann áhuga á að halda slóðunum okkar í viðunandi /nothæfu ástandi. Það hafa fallið þó nokkur orð um gæði slóðanna okkar og hafa notendur að sjálfsögðu forgang í að fá að vinna við þá. Við byrjum vinnuna kl 18:00. Fyrir þá sem geta komið fyrr þá mun Garðar beina vinnuþyrstum á réttar leiðir. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir fjölda manns og höfum við skipulagt vinnusvæðin í þaula þannig að allir fái verkefni.

Látum ekki stóru orðinn falla undir steinana sem þarf að tína úr slóðunum.

Sjáumst hress og kát.

Stjórnin.

Endúróskóli Slóðavina og MCraft.se

Fyrstu helgina í júlí standa Slóðavinir fyrir námskeiði í endúrófræðum. Hingað til lands koma tveir sænskir endúró-ökumenn til að kenna íslensku hjólafólki endúrófræði: Aksturstækni, stillingar hjólsins, búnaður o.fl.. Svíarnir reka endúróskóla í Svíþjóð og hafa gert um nokkurt skeið undir nafni Mcraft.se en stofnandi og eigandi þess fyrirtækis er Bertil Marcusson (Berra), sem í tvígang hefur tekið þátt í Paris-Dakar keppninni. Yfir skólanum mun svifa Dakar-andi og ætlar Bertil að segja okkur frá reynslu sinni af þátttöku í þessari erfiðustu keppni í heimi. Bertil er ekki alveg ókunnugur Íslandi því undanfarin ár hefur hann komið hingað með ferðamenn í mótorhjólaferðlög. Með Bertil kemur Per Carlsson, en hann hefur margra ára reynslu sem keppnismaður í endúró, auk þess að búa yfir um tíu ára reynslu í miðlun fróðleiks um akstur mótorhjóla. Per er kennari að mennt. Námskeiðið er hugsað fyrir ökumenn tvíhjóla, hvort sem þeir aka léttari endúróhjólum eða stærri ferðahjólum.  Það stendur yfir í tvo og hálfan dag og samanstendur af verklegum og bóklegum æfingum.  

Athygli áhugasamra er vakin á því að skráningarfrestur hefur verið framlengdur til 27. maí vegna þess að lítið vantar upp á að lágmarks nemendafjölda sé náð. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Slóðavina.

Tilmæli til enduro-fólks

 

Heimreiðin að Gunnarshólma
Heimreiðin að Gunnarshólma

Ein vinsælasta ferjuleið enduró-fólks liggur meðfram Suðurlandsveginum.  Ábúendur á Gunnarshólma glíma við þann leiðinlega fylgifisk þess, að „woops’ar“ myndast í heimreiðinni hjá þeim.  Það er afar óhentugt því mikill slinkur kemur á fullhlaðinn grasflutningabíl þeirra.

Því er þeim tilmælum beint til vélhjólafólks að hlífa veginum  þegar hann er þveraður!
Virðing = velgengni