Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Fréttir frá MSÍ

Á stjórnarfundi MSÍ sunnudaginn 24.11. voru eftirfarandi hugmyndir ræddar varðandi keppnistímabilið 2014. Lögð voru drög að keppnisdagatali 2014 sem verður endanlega ákveðið á formannafundi / aðalþingi MSÍ 7.12. n.k. 5 umferðir í MX og 2 umferðir í Enduro verða allar keyrðar á tímabilinu 14.06. til 30.08.
2 Keppnisdagar í Enduro og keyrðar 2 umferðir hvorn dag. Einn Meistaraflokkur og Tvímenningur keyra í 2x 90 mín. Í stað B flokks verða Unglingaflokkur 14-18 ára, 19-30 ára, 31-40 ára, 41-50 ára og 50+ flokkar sem keyra í 2x 50 mín. Auk 2-3 aldursskiftir Kvennaflokkar. Liðakeppni verði endurvakin. Keppt á Suðurlandi 11.07. og Norðurlandi 9.08. Erfiðari hringur með hjáleiðum. Verðlaunaafhending kl 20 um kvöldið og reynt að búa til útilegustemmingu og virkilega flottar keppnir.

Einnig voru ræddar hugmyndir fyrir keppnistímabilið 2014 og mun stjórn líklega leggja fyrir formannafund / aðalþing MSÍ 7.12. n.k. að ekki verði sent landslið á MX of Nation sem fer fram í Lettlandi í september 2014. Hugsanlega verður horft til þess að aðstoða einhverja keppendur við að keppa í „Red Bull“ mótaröðinni í Bretlandi eða senda landslið til þáttöku í MX of Nation yngri en 21 árs sem fer fram í Belgíu ár hvert. Þar er keppt í 85cc flokki og MX2 flokki.

Samkvæmt samþykktum aukaþings MSÍ 2012 fyrir keppnisárið 2013 var ákveðið að allir keppendur fæddir 1997 eða síðar sem tóku þátt að lágmarki í 4 af 5 Íslandsmeistarakeppnum í Moto-Cross eða 3 af 4 keppnum í EnduroCC árið 2013 fengju keppnisgjöld endurgreidd í lok keppnistímabils. Stjórn MSÍ óskar eftir umsóknum um endurgreiðslu keppnisgjalda fyrir þessa keppendur.
Vinsamlega sendið eftirfarandi upplýsingar:
Nafn, keppnisnúmer og kt. keppanda og í hvaða keppnum keppt var. Nafn, kt. og reikningsnúmer forráðamanns sem endurgreiða skal til. Sendið á kg@ktm.is fyrir 15. desember 2013.
Ekki verður tekið við óskum um endurgreiðslu eftir 15. desember. 2013

Krakkaæfingar byrja 7 Apríl / Alla sunnudaga í Apríl

Við ætlum að byrja með æfingar fyrir krakkana í Bolöldu þann 7.Apríl næstkomandi kl 16. Við ætlum að vera alla sunnudaga í Apríl svo byrjar svokallaða sumarnámskeiðið okkar tvisvar í viku strax í Maí.
Þetta námskeið er í raun smá upphitun fyrir sumarið og kostar mánuðurinn 8.000.- Við erum orðnir spenntir að hitta krakkana aftur og hefja nýtt tímabil. Við óskum líka eftir því að fá 4-6 foreldra í foreldraráð fyrir sumarið sem hafa áhuga á að hjálpa okkur að ná inn fleiri krökkum ásamt því að halda utan um litlu bikarkeppnirnar sem verða í sumar eftir frábæra þáttöku í fyrra. Gott væri að foreldrar boði þáttöku á namskeid@motocross.is svo við sjáum hvað margir vilja taka þátt í Apríl.

Sumarkortið fer í sölu í Apríl. Endilega kynnið ykkur byltingu í brautar & félagsmálum okkar.

VÍK blæs til sóknar og boðar byltingu er varðar félags- og brautargjöld til félagsmanna.  Er það von stjórnar VÍK að með þessu sé komið til móts við sem flesta aðila sem að þessu sporti koma og jafnframt auki áhuga manna á að nýta sér þá frábæru aðstöðu sem er í boði og vera virkir félagsmenn.  Ein breyting verður þó hvað varðar endurosvæði VÍK í Bolaöldu og það er að VÍK mun hér eftir rukka fyrir akstur á því svæði.  En hér fyrir neðan má sjá það helsta.

  • Almennt félagsgjald 5.000 kr. – óbreytt á milli ára
  • Nýtt – Félags- og brautargjald sameinað í eitt fyrir allt árið eða aðeins 12.000 kr. sem gildir í allar brautir VÍK og er hægt að greiða með valgreiðslu fyrirkomulagi og greiða 1.000 kr. á mánuði í tólf mánuði, 2.000 kr. í sex mánuði eða með eingreiðslu (tímabil 1 mars 2013 til 1 mars 2014)
  • Nýtt – Frítt fyrir 85cc tvígengis/150cc fjórgengis hjól og minni
  • 50% afsláttur af æfingargjöldum hjá VÍK í sumar og frítt foreldrakort fylgir með
  • Stakur miði í braut 1.000 kr. í bæði motocross og endurobrautir

Hér er um algjöra nýjung að ræða og munar engum um að greiða 1.000 kr. á mánuði sem gildir bæði sem félagsgjald í félagið og sem brautargjald í allar brautir félagsins.  Einnig er frítt fyrr öll 85cc hjól og þaðan fyrir neðan og þar af auki býður VÍK nú í fyrsta sinn foreldrum krakka sem eru á æfingum að fá frítt kort sem fylgir því að vera með krakkana sem eru 16 ára og yngri á námskeiðum hjá VÍK.  Þannig að nú er engin ástæða til að fara ekki með krakkana í brautir því það er frítt og þar að auki getur þú nú iðkað skemmtilegt sport á meðan börnin þín eru á námskeiðinu hjá VÍK.

Signý valin Íþróttamaður HSÞ 2012

Signý hlaðin verðlaunum
Signý hlaðin verðlaunum

Signý Stefánsdóttir hefur verið valin Íþróttamaður HSÞ fyrir árið 2012 en tilkynnt var um kjörið á ársþingi HSÞ á Grenivík í gær. Er þetta í fyrsta skipti í manna minnum sem íþróttamaður sem stundar aðrar greinar en frjálsar íþróttir eða glímu fær þessa viðurkenningu.

Í umsögn um Signý Stefánsdóttur segir þetta:

Signý hefur á undanförnum árum unnið fjölda Íslandsmeistaratitla í akstursíþróttum, m.a. í ískrossi, motocrossi og þolakstri.
Hún var valin akstursíþróttakona ársins árið 2008 hjá MSÍ, keppti erlendis í heimsmeistaramóti kvenna í motocrossi árið 2009 og endaði í 27. sæti. Var töluvert frá keppni árið 2010 vegna meiðsla, en varð Íslandslandsmeistari í ískrossi árið 2011 og nú á síðasta ári varð hún Íslandsmeistari í öllum greinum sem keppt var í á vegum Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands og var að auki valin akstursíþróttakona ársins 2012.

Lesa áfram Signý valin Íþróttamaður HSÞ 2012

Crossfitæfingar að byrja aftur

Hópurinn eftir geðveika æfingu í öllum motocrossgallanum 30.4.2011

Já það er komið að því að byrja aftur með crossfitæfingarnar. Við hittumst í Crossfit Reykjavík, Skeifunni á mánudögum og miðvikudögum kl. 18 og tökum vel á því. Ef stemning er fyrir þriðju æfingunni þá verður hún á laugardagsmorgnum kl. 1o. Æfingarnar hefjast alltaf á góðri upphitun og kennslu en síðan tökum við æfingu dagsins saman. Ef við á tökum við sérstaka hjólabónusæfingu að auki og góðar teygjur í lokin.
Við Árni #100 verðum til skiptis með æfingarnar og ábyrgjumst góða stemningu og mikil átök. Þeir sem vilja prófa æfingarnar eru velkomnir en við tökum sérstaklega vel á móti þeim og pössum að menn fari rétt af stað. Hinir sem hafa mætt áður drífa sig bara á staðinn. Verðið á æfingunum er 14.000 fram að áramótum fyrir tvær æfingar í viku og 21.000 kr. fyrir þrjá æfingar í viku. Sjáumst í Skeifunni. Kv. Keli og Árni

KORTIN ERU KOMIN Í SÖLU HÉR FYRIR NEÐAN

Lesa áfram Crossfitæfingar að byrja aftur

App frá MyLaps

Eins og flestum keppendum er kunnugt um þá notar MSÍ meðal annars tímatökukerfi sem heitir MyLaps. Kerfið er aðgengilegt á netinu en nú er einnig fáanlegt app fyrir iPhone. (Android útgáfa er væntanleg). Þar er hægt að sjá á aðgengilegan hátt úrslit og stöður í keppnum og mótum.

Leitið að  „Event results“ í iTunes store eða smellið hér.

Fyrir lokaumferðina

Klikkið á mynd fyrir stóra mynd!

Lokaumferðin í Íslandsmótinu í motocrossi fer fram á laugardaginn í Bolaöldu. Um 50 keppendur eru skráðir til leiks og aðstæður í Bolaöldu eru hinar bestu.

Nú þegar 5 af 6 bestu keppnum hvers keppanda gilda til stigasöfnunar, hafa einhverjir nú þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitla. Raunar er það bara í kvennaflokki þar sem ekki er titillinn tryggður. Signý getur tekið fram út Anítu með að sigra annað motoið og ná öðru sæti í hinu! Baráttan um sigur í keppninni á þó eflaust eftir að vera mikil. Hér er staðan í öllum flokkum:

Kvennaflokkur

  1. Aníta Hauksdóttir 215 (getur unnið)
  2. Signý Stefánsdóttir 205 (getur unnið)
  3. Guðfinna Gróa Pétursdóttir 157

Lesa áfram Fyrir lokaumferðina