Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Enduro Cross Country fór fram í dag á Bolaöldusvæðinu. Íslandsmeistarinn Kári Jónsson hóf titilvörnina með góðum sigri en fékk nokkuð óvænta mótspyrnu frá Eyþóri Reynissyni sem hingað til hefur látið motocrossið hafa forgang. Íslandsmeistarinn í motocrossi, Aron Ómarsson varð annar og Daði Erlingsson í þriðja í ECC1 flokknum. Eyþór Reynisson sigraði í ECC2, Bjarki Sigurðsson annar og Haraldur Örn Haraldsson þriðji.
Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur
MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv
Dagskrá morgundagsins
Íslandsmeistarmótið í Enduro CC / Dagskrá 2011
Skoðun:
Enduro CC / Meistara og Tvímenningur 10:00 – 10:20
Enduro CC / B flokkar 10:20 – 10:40
1. umferð keppnisdags:
Flokkur: Röðun á ráslínu: Aksturstími:
Meistaraflokkur ECC-1 og ECC-2 11:10 90 mín.
Tvímenningur 11:10 89 mín.
B flokkar 11:11 45 mín.
2. umferð keppnisdags:
Flokkur: Röðun á ráslínu: Aksturstími:
Meistaraflokkur ECC-1 og ECC-2 14:00 90 mín.
Tvímenningur 14:00 89 mín.
B flokkar 14:01 45 mín.
Verlaunaafhending kl: 16:00
Sjá nánari útgáfu hér.
Fjölskylduafsláttur á árskortum
Eins og í fyrra bíður VÍK fjölskyldum afslátt á árskortum í brautir ef keypt eru fleiri en eitt kort. Allir sem kaupa fjölskyldukort þurfa að vera með heimilisfang á sama stað. Hafið samband við birgir@prent.is og leggjið inn pöntun.
Afslátturinn er veittur við kaup af fleiri en einu korti: |
Verðdæmi Ef keypt eru 3 kort – afsláttur af öllum kortum 10% |
2 kort = 5 % afsláttur 3 kort = 10% aflsláttur 4 kort = 15% afsláttur |
Stórt hjól 24.000 kr. Lítið hjól 12.000 kr. Lítið hjól 12.000kr. Samtals 48.000 kr. afsláttur -4.800 kr. Þú greiðir 43.200 |
Sænskur ökumaður með námskeið á Íslandi
Einn hraðasti ökumaðurinn í Svíþjóð kemur til Íslands til að keppa í fyrstu umferðinni í Motocrossinu á Sauðarkróki, hann mun lenda á Íslandi daginn fyrir Klaustur og vera á landinu í 12 daga. Hann mun fylgjast með keppnini á Klaustri og verður svo staddur í Reykjavík vikuna fyrir Sauðarkrók og vikuna eftir Sauðarkrók.
Ökumaðurinn heitir Linus Sandahl og hefur keppt í World Mini GP og endaði þar í sjötta sæti, hann hefur lítið búið í Svíþjóð síðustu ár, hann var á saminingi hjá MX Heaven í Californiu þar sem hann bjó, keppti og sótti skóla í nokkra mánuði.
Sumarið að koma – árskort, bikarkeppnir og fleira
Hér eru línurnar voru settar fyrir sumarið. Ákveðið var kynna nýja opnunartíma brauta, verðskrá og fjórar bikarkeppnir.
Verðskrá:
- Árskort stórt hjól 24.000 (smella til að kaupa)
- Árskort lítið hjól: 12.000 (smella til að kaupa)
- Dagskort í crossbraut fyrir félagsmenn: 1.200 kr.
- Dagskort í endúróbraut fyrir félagsmenn: frítt
- Dagskort í crossbraut fyrir utanfélgasmenn: 1.500 kr.
- Dagskort í endúróbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.000 kr.
Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:
- Þriðjudagar 16-21
- Fimmtudagar 16-21
- Laugardagar 10-17
- Sunnudagar 10-17
- Lokað í mx-braut mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
- Endúróbrautin er alltaf opin.
Opnunartímar í Álfsnesi
- Mánudagar 16-21
- Föstudagar 16-21
- Laugardagar 10-17
- lokað aðra daga
Dauður mótor á bílastæði, teyma verður hjólin að tilgreindu startsvæði.
Bikarkeppnir
Keppnisgjald 3.000, flokkum raðað í moto þegar skráning er ljós, reglur og tímalengd verður kynnt fyrir hvert mót.
- Bolaalda – Mánudaginn 13. Júní
- Álfsnes – Sunnudaginn 26. Júní.
- Styrktarkeppni enduro 15. Júlí
- Bolaalda – Mánudaginn 14. Ágúst.
Bryndís sjötta í dag
Önnur umferðin í sænska meistaramótinu í motocrossi fór fram í dag. Bryndís Einarsdóttir varð í sjötta sæti í báðum motounum og endaði einnig sjötta í heildina. Þetta er góð bæting frá fyrri helgi þar sem hún endaði í tíunda sæti.
Mótið fór fram í Tibro í miðri Svíþjóð í góðu veðri og við toppaðstæður.
Bryndís sagði í spjalli við vefstjóra vera ánægð með keppnina sérstaklega þar sem hún hafi ekkert náð að æfa í vikunni þar sem hún gaf meiðslunum tíma til að jafna sig. Hún hafði verið í fjórða sæti rúmlega hálft seinna mótóið en náði því miður ekki að halda því til enda.
Bryndís flýgur til Íslands á morgun og æfir þar og keppir fram í miðjan Júní þegar þriðja umferðin í Heimsmeistarakeppninni fer fram í Finnlandi.