Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Bryndís tíunda í Svíþjóð

Bryndís í einni beygjunni

Bryndís Einarsdóttir tók þátt í fyrstu umferðinni í sænska meistaramótinu í motocrossi í um helgina. Hún endaði í tíunda sæti eftir daginn eftir jafnan akstur. Hún var 9. í tímatöku, 11 í fyrra mótóinu og 10 í því síðara.

Gunnlaugur Karlsson náði ekki að komast í gegnum niðurskurð eftir tímatökur.

Keppnin var haldin í Vissefjärda í Smálöndunum á flottri braut í flottu veðri. Lesa áfram Bryndís tíunda í Svíþjóð

Númeraskiptatímabilið er NÚNA

Keppendur sem kepptu árið 2010 geta sótt um breytingu á keppnisnúmeri frá 28. apríl. – 2.. maí. Skoðið reglurnar hér að neðan vel áður en send er inn beiðni, eingöngu verður svarað póstum sem eru réttir samkvæmt reglunum, ekki er tekið við beiðnum í síma.

Laus 2 stafa númer eru:

20,36,37,43,45,48,49,53,54,55,56,59,60,62,65,67,68,70,71,72,74,75,80,82,83,86,89,93,96,97, einnig er fjöldi númera frá 100-500 laus.

Lesa áfram Númeraskiptatímabilið er NÚNA

Bryndís og Gunnlaugur keppa í Svíþjóð um helgina

Bryndís í dag

Fyrsta umferðin í Sænska meistaramótinu í motocrossi fer fram í Vissefjarda í Svíþjóð um helgina. Íslendingar verða með tvo keppendur á mótinu en það eru þau Bryndís Einarsdóttir og Gunnlaugur Karlsson sem bæði hjóla á KTM hjólum. Bryndís keppti í sænsku mótaröðinni árið 2009 og endaði þar í 9.sæti en Gunnlaugur hefur ekki keppt í þessum mótum áður. Allir bestu Svíarnir eru skráðir til leiks og að þessu sinni mun gamla hetjan Ryan Hughes mæta til leiks sem gestur.

Vefstjóri náði nokkrum myndum af þeim á æfingu í Saxtorp brautinni í dag. Sjá fleiri myndir hér.

Gulli í dag

 

Úrhelli í Grikklandi

Bryndís Einarsdóttir var að keppa í annari umferðinni í HM í Grikklandi. Í gær í tímatökunum byrjaði að rigna og brautin þoldi illa vatnið. Í nótt stytti ekkert upp og allt var á floti í morgun og brautin eins og blaut steypa. Fyrra mótóið var keyrt en var nánast komið útí algjört rugl þar sem brautin var vægast sagt illfær. Bryndís endaði í 15.sæti. Seinni umferðinni hefur verið aflýst vegna veðurs.
Enn stendur yfir umræða hvort það eigi að fresta seinni umferðinni í MX3 í karlaflokki.

Keppnistímabilið í Evrópu byrjar í dag

Sumarið byrjar formlega í dag þegar Heimsmeistarakeppnin í Motocrossi hefst  með keppni í Búlgaríu. Tímatökur eru MX1 og MX2 í dag en kvennakeppnin verður í heild sinni í dag (sjá dagskrá neðar). Eins og vanalega er talsverð spenna fyrir keppnina og menn farnir að svitna af stressi.

Í ár verður Bryndís Einarsdóttir líklega okkar eini keppandi í Heimsmeistarakeppninni. Hún verður númer 66 eins og áður og um helgina verður eina kvennakeppnin sem sjónvarpað verður. Bryndís hefur ekki hjólað mikið í vor eftir meiðsli sem hún hlaut í janúar en nú er allt að komast á skrið.
Eyþór Reynisson mun keppa í völdum keppnum í Evrópumótaröð 21 árs og yngri (EMX125) sem er keyrð samhliða nokkrum MX1 keppnum og verður möguleiki að sjá hann eitthvað í sjónvarpi.

Fjórfaldur heimsmeistari Antonio Cairoli þarf að verja titilinn frá landa sínum David Philippaerts, Belganum Clement Desalle, liðsfélaganum Max Nagl og Ben Townley sem nýkominn er frá Ameríku, til að nefna einhverja. Ef Cairoli nær fimmta titlinum er hann kominn upp við hlið Joel Smets, Georges Jobe, Eric Geboers og Roger De Coster í fjölda titla.

Þjóðverjinn Ken Roczen er talinn líklegastur til að sigra í MX2 flokknum þó svo mikið af hæfileikaríkum ungum strákum muni gefa allt sitt í að sigra. Meistari fyrra árs, Marvin Musquin, ætlar að spreyta sig í Ameríku í sumar.

Lesa áfram Keppnistímabilið í Evrópu byrjar í dag