Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Skráning í Klaustur hefst 10.mars

Startið á Klaustri í fyrra

Klausturskeppnin, Transatlantic Offroad Challenge 2011 verður haldin 28. maí í 10. sinn

Ein fjölmennasta íþróttakeppni og langstærsta akstursíþróttakeppni sem haldin hefur verið hérlendis, Klausturskeppnin svokallaða verður haldin á Kirkjubæjarklaustri um 28. maí nk. Skráning í keppnina hefst fimmtudagskvöldið 10. mars kl. 22. Síðastliðið ár skráðu yfir 400 manns sig til keppni á innan við sólarhring og því vissara að vera viðbúinn þegar skráning hefst þar sem keppendafjöldi í ár takmarkast við 400 manns.

Vélhjólaíþróttaklúbburinn og MSÍ, Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands standa að keppninni ásamt landeigendum á Ásgarði við Kirkjubæjarklaustur. Keppnin á síðasta ári laðaði að sér um 460 keppendur. Þá reyndist brautin mörgum keppendum og hjólum gríðarlega erfið en stór mýrarfláki reyndist ófær er leið á keppnina sem varð til þess að brautinni var breytt þegar leið á keppnina. Undanfarið  hefur gríðarleg vinna verið lögð í að gera keppnissvæðið betur úr garði, slóða hefur verið ýtt upp í gegnum mýrina alræmdu auk þess sem brautin hefur verið lengd.

Lesa áfram Skráning í Klaustur hefst 10.mars

Sumarið (og Klaustur) á næsta leiti

Það er komið að því að greiða félagsgjaldið og styrkja félagið ykkar. Sumarið er rétt handan við hornið og félagið þarf þinn stuðning. Skráning í Klausturskeppnina hefst 10. mars og þá verða allir keppendur að hafa greitt félagsgjald í sitt félag.

Vorverkin í Bolaöldu og Álfsnesi hefjast von bráðar og það er margt sem okkur vantar til að geta staðið okkur í sumar. Félagið vantar m.a. dráttarvél og margt fleira sem nauðsynlegt er að útvega sem allra fyrst. Auk þess kostar það einfaldlega stórfé að byggja upp og reka aksturssvæðin og því þurfa sem flestir að leggja sitt af mörkum.

Félagið heldur úti tveimur svæðum og hjá því er starfsmaður í vinnu auk sumarstarfsmanns sem er kostnaðarsamt. Fjöldi manns vinnur líka sjálfboðastarf á vegum félagsins við að halda keppnir, byggja upp svæðið og tryggja rétt okkar á slóðum og vegum landsins.

Lesa áfram Sumarið (og Klaustur) á næsta leiti

Munið félagsgjöldin

Nú er rétti tíminn til að borga félagsgjöldin í VíK svo það gleymist ekki! Hvort sem þú þarft að endurnýja eða ert nýr félagi þá er hægt að borga hér á vefnum með kreditkorti og hægt að prenta út félagaskírteini strax á eftir. Hér eru stuttar leiðbeiningar

  1. Skráðu þig inn á motocross.is
  2. Farðu í félagakerfið
  3. Veldu Borga félagsgjöld ef þú ert í félagi / Nýskráning í félag ef þú ert nýr
  4. Fylgdu leiðbeiningum

Hægt er að greiða í fleiri félög en VÍK

Liðakynning: Team KTM Red Bull

Einar Sigurðarson er nú liðsstjóri hjá KTM

Team KTM á Íslandi eru klárir í tímabilið 2011. Liðið er að vakna uppúr dvala síðustu tveggja ára. Liðið er með ökumenn í öllum flokkum og allir ökumenn liðsins eru staðráðnir í að gera sitt besta fyrir liðið, styrktaraðila og auðvitað fyrir sig sjálfa,  allt eru þetta ökumenn sem ættu að geta unnið keppnir og staðið sig vel.

Ökumenn liðsins hafa sett sér markmið varðandi árangur í sumar, árangur felst ekki bara í því að liðsmenn sýni góðan árangur í keppnum, heldur ekki síður í því að allir liðsmenn sýni góðan liðsanda og geri sitt besta innan brautar sem utan.

Keppnislið KTM mun að öllu leiti gæta þess að vera góð fyrirmynd fyrir þá hópa sem íþróttin höfðar mest til, í mótum, á æfingum og þess utan.

Ökumenn liðsins  eru: Lesa áfram Liðakynning: Team KTM Red Bull

Önnur umferð í Íscrossinu

Frá Mývatni

Í kvöld rennur út skráningarfrestur í aðra umferðina í Íslandsmótinu í Íscrossi, sem að þessu sinni fer fram á Akureyri. Nánar tiltekið mun keppnin fara fram á tjörninni við Leirunesti og verður örugglega mikill fjöldi áhorfenda. Þessa helgi fer fram stór vetrarsporthátíð á Akureyri sem heitir Éljagangur 2011. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um hátíðina á www.eljagangur.is

Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar mun aðstoða KKA við framkvæmd mótsins og er tímaplanið hér.

Stelpukvöld í Púkanum 31.jan

Auglýsingin

Púkinn á Grensásvegi 14 ætlar að halda stelpukvöld 31.janúar á milli 19.30 og 21.30 eða eins og þeir sögðu:

Allar stelpur velkomnar á stelpukvöld í Púkanum næsta mánudagskvöld!!
Auðvitað takið þið allar vinkonur ykkar með!
Allar stelpur frá 16 ára aldri velkomnar 🙂
Hlökkum til að sjá ykkur!!