Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Keppnisdagatal 2011

MSÍ hefur tilkynnt keppnisdagatal fyrir árið 2011 með fyrirvara um breytingar.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 29. Janúar. Íslandsmót Rvk / Ólafsfj. / Mývatn VÓ / AM
Enduro Cross 5. Febrúar. Íslandsmót Reykjavík / Reiðhöllin VÍK
Ís-Cross 19. Febrúar. Íslandsmót Rvk / Akureyri / Mývatn VÍK / KKA / AM
Ís-Cross 19. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Enduro/CC 14. Maí. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
6 tímar. 28. Maí. Off-Road Klaustur VÍK / MSÍ
MX 4. Júní. Íslandsmót Sauðárkrókur VS
Enduro/CC 18. Júní. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 2. Júlí. Íslandsmót Reykjavík Álfsnes VÍK
MX 23. Júlí. Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 31. Júlí Unglingamót Egilsstaðir UMFÍ / MSÍ
MX 6. Ágúst. Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 8.-13. Ágúst. Alþjóðlegt Finnland FIM / Finnland
MX 20. Ágúst. Íslandsmót Reykjavík Bolalda VÍK
Enduro/CC 3. Sept. Íslandsmót Sauðárkrók / Suðurl. VS / VÍK
MX 17.-18. Sept Alþjóðlegt MX of Nation FIM / Frakkland
Árshátíð 12. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSI

Hér er svo slóð á dagatalið á PDF formatti

Bryndís og Kári glæsilegir fulltrúar MSÍ á lokahófi ÍSÍ

Kári og Bryndís

Bryndís Einarsdóttir akstursíþróttakona ársins 2010 og Kári Jónsson akstursíþróttamaður ársins 2010 tóku við viðurkenningum í lokahófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna sem fór fram á Grand Hótel 5. janúar. Einnig var Alexander Petersen handboltamaður valinn íþróttamaður ársins 2010 á hátíðinni.

Tekið af msisport.is

Kynningar á liðum

Motocross.is ætlar að birta hér á síðunni kynningar á keppnisliðum ársins 2011. Liðsstjórar eru hér með hvattir til að senda inn lista yfir þá sem eru í keppnisliðum með upplýsingum um aldur, hjólategund, styrktaraðila o.s.frv.
Myndir af meðlimunum mega endilega fylgja með.

Þetta gildir fyrir lið í öllum flokkum, öllum greinum og á öllum aldri.

Sendið efni á vefstjori@motocross.is

Lögin samþykkt

logo_sm.gifHið háttvirta Alþingi Íslendinga hefur samþykkt breytingar á lögum um vörugjöld af bifreiðum og bifhjólum (sjá frétt hér). Lögin höfðu talsverða þýðingu fyrir þá sem stunda íþróttir á mótorhjólum því vörugjöld af sérsmíðuðu keppnishjóli(ekki til notkunar á götum) hefur hér með verið fellt niður.

Búast má við að motocrosshjól muni fljótlega lækka í verði um sirka 20% og verður að teljast líklegt að motocrossið og enduroið muni eflast talsvert í kjölfarið. Þetta mun eflaust gefa fleirum kost á að stunda íþróttina, ungum sem öldnum. Einnig inní lögunum er ákvæði um að rafmagnshjól séu undanþegin vörugjaldi þannig að þau ættu einnig að lækka í verði og verða að raunverulegum kosti í sumum tilvikum

Lesa áfram Lögin samþykkt

Nýtt tímarit um jaðaríþróttir

Fyrsta forsíða Click

Tímaritið Click hefur hafið göngu sína. Blaðið fjallar um jaðaríþróttir og meðal annars grein um Eyþór „okkar“ Reynisson í fyrsta tölublaðinu sem var dreift í dag. Blaðinu er dreift frítt þannig að flestir ættu að hafa fengið gripinn innum lúguna í dag. Tékkið á lúgunni!!

Annars eru þeir á Feisbúkk og svo hér er .pdf útgáfa líka