Það er kannski þegar komið í gleymskubókina hjá mörgum – en það eru samt ekki nema fimm ár síðan VÍK fékk afnot af Bolaöldusvæðinu. Fram að þeim tímapunkti var ekkert svona svæði aðgengilegt og samningurinn við Ölfuss um afnot af svæðinu kærkominn tímamótagjörningur.
Samningurinn var hins vegar ekki á þeim nótunum að við mættum sprauta um allt svæðið og spóla það í klessu á núll komma þremur!
Af gefnu tilefni er fólk beðið um að halda sig við slóðana sem eru á svæðinu og búa alls ekki til nýja. Sérstaklega er beðið um það í samningnum, að ekki sé keyrt upp í Ólafsskarðið. Vinsamlegast hjálpið til við að virða þessi tilmæli.
Er ekki annars bara allt gott að frétta..!?
Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur
MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv
Íslenskt landslið á ISDE 2011?
Formannafundur MSÍ var haldinn fyrir lokahófið á laugardaginn. 18 manns mættu a fundinn sem var að sögn formanns MSÍ gagnlegur og með góðri samstöðu. Nokkur mál eru í vinnslu og er að vænta niðurstöðu úr þeim flestum fyrir áramót, sumum jafnvel fljótlega. Hér verða talin upp nokkur atriði sem eru í vinnslu og eru misjafnlega langt komin.
- Stefnt er ad því að senda Íslenskt landslið á ISDE sem haldið verður í Finnlandi í ágúst. (6 í hverju liði)
- Keppnisdagatalið verður svipað og í fyrra nema að Sauðárkrókur kemur inn fyrir Ólafsfjörð í motocrossinu. Ólafsfjörður kemur svo aftur 2012.
- Keppnisdagatalið gæti riðlast í ágúst ef landslið fer á ISDE.
- Klaustur verður 21. maí
- 3 endurocross í vetur gilda til Íslandsmeistara 2011
- Keppnisfyrirkomulag í enduro verður breytt. Aftur farið í 2 keppnir á dag en líklega breytt dagskrá innan dagsins frá því sem var áður. Hugsanlega verður C-flokkur kynntur til sögunnar.
- 3 Íscross keppnir eftir áramót með höfuðstöðvar á Mývatni og hugsanlega á Ólafsfirði.
Hvað finnst fólki um þessa punkta?
Kári og Bryndís akstursíþróttamenn ársins
MSÍ tilkynnti um helgina að Kári Jónsson og Bryndís Einarsdóttir hafi verið valin sem akstursíþróttamenn ársins.
Kári Jónsson varð í ár Íslandsmeistari í þriðja sinn í Enduro. Hann hafði talsverða yfirburði á árinu, nema í síðustu keppninni þegar hann keppti stuttu eftir handarbrot en náði þó að sigra með naumindum.
Bryndís Einarsdóttir keppti í sumar í tveimur seríum, Hollenska meistaramótinu og Heimsmeistarakeppninni. Hún fékk samtals 15.stig í heimsmeistarakeppninni og endaði í 29.sæti. Besti árangur hennar var 13. sæti í einu motoi í Þýskalandi. Hún var venjulega í top 10 í hollenska meistaramótinu.
Kári og Bryndís eru því tilnefnd fyrir hönd MSÍ í keppninni um Íþróttamann ársins sem Samtök íþróttafréttamanna velur.
Bryndís með 2 stig á Ítalíu
Bryndís Einarsdóttir nældi sér í tvö stig í seinna motoinu á Ítalíu í dag, en þar fór fram síðasta keppnin í heimsmeistaramótinu í motocrossi.
Vefstjóri heyrði í Bryndísi rétt í þessu og sagði hún að keppnin hafi verið ágæt. Í gær náði hún ekki góðu starti og auk þess hafi hún dottið einu sinni og misst nokkrar framúr sér og endaði í 23. sæti. Seinna mótoið í dag byrjaði á krassi í fyrstu beygju, brotnum vatnskassafestingum en það herti bara keppnisskapið og hún náði að keyra sig uppí 19. sæti. Í heildina hafi hún verið þokkalega ánægð með keppnina en brautin hafi verið gríðarlega tæknileg með stórum stökkum og erfiðum ryþmaköflum.
Samtals varð hún því í 21. sæti í keppninni.
Síðasta umferðin framundan hjá Bryndísi
Við heyrðum í Bryndísi Einarsdóttur í kvöld en hún er á leiðinni til Ítalíu þar sem lokaumferðin í heimsmeistaramótinu fer fram um helgina. Bryndís er vel stemmd fyrir keppnina og stefnir á að klára árið með stæl eftir að hafa misst af síðasta móti vegna meiðsla.
Á sunnudaginn keppti hún í 5. umferðinni í Hollenska meistaramótinu og náði hún sínum besta árangri þar í sumar, en hún endaði í 7.sæti í ausandi rigningu.
Áfram Bryndís!
Kári Jónsson Íslandsmeistari í Enduro 2010
Kári Jónsson tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í Enduro Cross Country þegar hann sigraði í þriðju og síðustu umferðinni í Íslandsmótinu. Kári þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum að þessu sinni en Daði Erlingsson leiddi drjúgan hluta af keppninni en lenti í því óláni að afturhluti grindarinnar (subframe) brotnaði og rétt hékk hjólið saman og því dró það nokkuð úr hraða hans. Kári, sem er að jafna sig eftir handarbrot, náði þessu á seiglunni og tryggði sér fullt hús stiga úr þremur keppnum ársins. Þetta er þriðji titillinn hjá Kára en hann var bæði Íslandsmeistari í fyrra og árið 2006.
Keppnin var haldin að Jaðri á Suðurlandinu og heppnaðist frábærlega vel.
Eftirfarandi er lokastaðan í þeim flokkum sem keppt er í í Enduro Cross Country: Lesa áfram Kári Jónsson Íslandsmeistari í Enduro 2010