Um næstu helgi fer fram skemmtikeppni til styrktar Hirti L. Jónssyni næsta sunnudag 11. júlí. Keppnin er ætluð öllum og verður með nýstárlegu móti þar sem menn verða dregnir saman í tveggja manna lið og reynt að jafna liðin eins og hægt er þannig að vanur hjólari/keppandi er settur með óvönum hjólara og er markmiðið að allir hjóli á sínum hraða og skemmti sér hið besta og allir sitji við sama borð. Hlaupastartið verður endurvakið og bryddað upp á ýmsu óvenjulegu. Allir velkomnir, vanir, óvanir, konur, börn niður í 12 ára á 85 hjólum og fjórhjól en hjól verða að vera skráð og tryggð og ökumenn verða að klæðast öllum öryggisbúnaði. Brautin verður öllum fær og liggur um neðra svæðið í Bolaöldu. Við hvetjum alla til að taka þátt í fjörinu og styðja gott málefni í leiðinni.
Skráning fer fram HÉR og er hafin. Skráningunni lýkur kl. 23.59 á föstudagskvöldið 9. júlí.