Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Bryndís með sinn besta árangur í Þýskalandi í dag

Bryndís
Bryndís Einarsdóttir

Bryndís Einarsdóttir náði 13. sæti í Heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi í dag. Fyrir vikið fékk hún 8 stig í keppninni sem er hennar langbesti árangur. Við náðum sambandi við Einar Smárason, pabba Bryndísar, í dag og sagði hann að Bryndís hafi mætt vel stemmd til leiks. Í gær var hún agressív í startinu en lenti í árekstri í fyrstu beygju og „týndi“ hjólinu… það hafði rúllað niður brekku og útúr brautinni. Hún stóð á fætur og náði að vinna sig uppí 24.sæti eftir góðan akstur.
Í morgun náði hún mun betra starti, var í kringum 10. sætið frá upphafi og var í baráttu um 10-13 sæti allan tímann. Hún endaði í 13.sæti eins og áður sagði.

Nú er að hefjast sumarfrí í kvennakeppninni og svo eru tvær umferðar eftir. Næsta umferð er í Tékklandi 8. ágúst og lokaumferðin verður á Ítalíu í september. Bryndís verður í Belgíu allan tíman fram að keppninni og heldur auðvitað áfram að æfa.

Frábær stelpuendúróferð afstaðin

Stelpurnar ásamt aðstoðarmönnum

27 stelpur skelltu sér í stelpuenduro sunnudaginn 13. júní í boði Blue Mountain og Moto.
Það rigndi eldi og brennisteini snemma um morguninn en komið var blíðskaparveður þegar hópurinn var klár og hélst það út daginn. Það var Haukur #10 sem tók að sér að leiðbeina stúlkunum áður en farið var af stað og voru þær að sjálfsögðu sáttar með það.
Hópurinn skiptist í 2 hópa, lengra komnar og styttra, en öllum gekk ótrúlega vel. 3 karlmenn voru fengnir til að aðstoða hópinn en það voru Haukur, Arnór og Ásgeir í Aukaraf. Þeir stóðu sig með prýði og fá miklar þakkir fyrir.
Kalli og Helga í Moto tóku síðan á móti hópnum eftir rúmlega 2 tíma keyrslu, með frábærum veitingum, grilluðu pylsur, kjúklingaleggi ofl. Takk fyrir það!! Hluti hópsins hafði ekki fengið nóg af hjólamennsku og skellti sér í smá brölt eftir veitingarnar.

Lesa áfram Frábær stelpuendúróferð afstaðin

Stelpur: Munið endúróferðina á sunnudaginn

Smá áminning fyrir ykkur stelpur. Endúróferðin er á sunnudaginn, skoðið frétt um hana hér

Stelpuendúróferð

Stelpuenduroferð verður farin næsta sunnudag 13. júní í boði Blue Mountain og Moto. Mæting er kl. 10.00 á bílaplani Olís við Norðlingaholt. Þær sem eru í vandræðum með hjólin (þ.e. hafa ekki kerru) geta haft samband við Teddu í síma 896-1318.  Þessi ferð er fyrir allar stelpur, fyrir þær sem eru hraðar en líka fyrir þær sem hafa ekki hjólað nema nokkrum sinnum, það verður nóg af fólki til að aðstoða. Veitingar eru í boði Moto og ekkert gjald er tekið fyrir ferðina, þannig að nú er málið að koma í frábæra ferð með frábærum stelpum.
Endilega sendið á mig línu hér eða á e-mailið tedda@bluemountain.is
Ef einhverjar hafa ekki aðgang að hjóli er hægt að leigja þau hjá BlueMountain og eru þau á tilboði 16.000 fyrir þennan dag.

Hlakka til að sjá sem flestar
kv. Tedda

Bryndís með stig í Frakklandi

Bryndís Einarsdóttir

Fjórða umferð heimsmeistarakeppninnar í kvennaflokki í motocrossi var um helgina í Frakklandi. Okkar fulltrúi Bryndís Einarsdóttir var mætt til leiks og nældi sér í 2 stig en hefði auðveldlega getað nælt í nokkur í viðbót ef heppnin hefði verið hennar megin.

Í gær var fyrra motoið og Bryndís var lengi vel í 14. sæti en þegar á leið motoið var farið að draga úr orkunni hjá henni vegna þess að 30 stiga hitinn er ekkert lamb að leika sér við. Bryndís endaði í 19. sæti og nældi sér í 2 stig.

Í morgun var svo seinna motoið en í allt gærkvöld og í nótt rigndi eldi og brennisteini. Brautin var á floti. Lesa áfram Bryndís með stig í Frakklandi

Úrslit frá Ólafsfirði

flag.jpgÓlafsfirðingar héldu sitt fyrsta Íslandsmót í motocrossi í dag. Mótið heppnaðist mjög vel og virðast allir ánægðir með framkvæmdina og aðstöðuna fyrir norðan. Brautin er sandbraut sem grófst talsvert mikið og reyndi það á leikni manna og hjólin. Eitthvað var um úrbræddar kúplingar og þvíumlíkt. Einar Sigurðarson kláraði kúplinguna hjá sér eftir góðan akstur í dag og Gylfi Freyr Guðmundsson náði ekki að klára seinna mótoið eftir góðan akstur í dag. Það er skemmst frá því að segja að Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Aron Ómarsson, sigraði í báðum motounum í MX1 flokki með talsverðum yfirburðum. Þetta var fyrsta mótið með nýju fyrirkomulagi þar sem aðeins eru tvö moto sem eru 25mín + 2 hringir.

Hér eru helstu úrslit en verðlaunaafhendingin er að klárast í þessum skrifuðum orðum:

MX1

  1. Aron Ómarsson
  2. Hjálmar Jónsson
  3. Eyþór Reynisson

Lesa áfram Úrslit frá Ólafsfirði