Greinasafn fyrir flokkinn: Stelpur

MX girlz, racing females, kvennaflokkur osfrv

Ljósmyndir óskast

Flott mynd

Kanntu á myndavél? Motocross.is óskar eftir ljósmyndum frá öllum keppnum sumarsins, einnig frá æfingum og félagsstarfi. Tilvalið að byrja á myndum frá Klaustri um helgina.

Ljósmyndarar geta fengið aðgengi að Vefalbúminu okkar og sett myndirnar sjálfir beint á netið þar sem þúsundir sjá þær!

Hafðu samband við vefstjori@motocross.is ef þú átt flottar myndir frá helginni eða ert til í að taka í sumar

Bryndís í 23. sæti í dag

Bryndís Einarsdóttir var í 23.sæti í Katalóníu kappakstrinum í dag. Í fyrra mótóinu í gær endaði hún í 28.sæti.

Unglinga- og kvennakeppni á Klaustri – Skráning hafin

Skráning er hér með opin á unglinga- og kvennakeppni á Klaustri. Keppnin fer fram á laugardeginum (22.maí) fyrir aðalkeppni og hefst hún kl. 17. Keyrt verður í klukkutíma og keyra keppendur hluta af brautinni sem keyrð verður í aðalkeppninni. Keppnisgjald er 3.000 kr. og greiðist við skráningu sem fer fram hér á vefnum fram á fimmtudagskvöld kl. 20.

Keppt verður í fjórum flokkum –  flokki 12-14 ára (85cc) drengja og stúlkna og 15-17 ára (125cc) flokki karla og opnum flokki kvenna 15 ára og eldri. Skoðun hjóla fer fram kl 15-16 á laugardag og stillt verður upp á ráslínu kl. 16.45. Skráning fer fram hér og nú – góða skemmtun.

Lesa áfram Unglinga- og kvennakeppni á Klaustri – Skráning hafin

Bryndís með þrjú stig í Portúgal

Bryndís Einarsóttir nældi sér í þrjú stig í annari umferð heimsmeistarakeppninnar í Motocrossi sem haldin var í Portúgal í dag með því að ná 18. sæti. Bryndís átti ágætan dag sem byrjaði á því að hún átti 4. besta tímann í tímatökunni í morgun. Mikil rigning var í nótt og brautin mjög þung í morgun en skánaði þegar á leið keppnina.
Gærdagurinn var ekki eins góður en hún var dæmd úr keppni í fyrra motoinu fyrir að mæta of seint að ráshliðinu eftir að hjólið hafði bilað hjá henni.

Næsta umferð er um næstu helgi á Spáni.

Fyrsta enduróið í gær

Kátir piltar Haukur,Halli og Hinrik

Fyrsta enduro-keppni ársins fór fram í gær  8. maí við Bolöldu. Brautin lá frá motocross brautinni og inn í Jósefsdal. Keppendur sem fóru hvað hraðast yfir voru um 20 mínútur að fara hringinn. Um 100 keppendur tóku þátt og vakti athygli mikill fjöldi keppenda í 40+ flokknum.

Kári Jónsson, núverandi íslandsmeistari sem ekur á TM Racing 450 sýndi frábærann akstur og sigraði með miklum yfirburðum.  Einar Sigurðarson varð annar og Bjarki Sigurðsson kom strekur inn og endaði þriðji.

Í B-flokki sigraði Svavar Friðrik Smárason en B-flokkurinn var fjölmennasti flokkurinn með 28 keppendur. Í B-flokknum eru meðal annars ungir strákar sem eru voru í fyrra á 85cc hjólum og því að reyna sig í fyrsta sinn á stærri hjólum þar má nefna Ingva Björn Birgisson á KTM 250F og Harald Örn Haraldsson á TM Racing 125 sem sýndu báðir frábæra takta í gær.

Lesa áfram Fyrsta enduróið í gær